Holland

Loftborin veira virðist lítið taka mark á sóttvarnaraðgerðum hollenskra yfirvalda:

holl_cases

holl_deaths

Það mun muna öllu að loka fólk inni frá kl. 20:30 til 04:30 og fækka fjölda gesta úr tveimur í einn, ekki satt?

Hérna er Danmörku er flest búið að vera lokað síðan fyrir jól. Fólk verður sífellt hárprúðara og grunnskólakrakkar bæta jafnt og þétt við hæfni sína til að spila tölvuleiki. En samt heldur veiran áfram að flakka um og gerir það þar til fer að vora, og þá geta yfirvöld þakkað sér fyrir. Enda fór veiran víðast hvar í pásu seinasta vor á norðlægum slóðum þótt sóttvarnaraðgerðir ýmissa ríkja hafi verið mjög mismunandi. Þær virkuðu þá sennilega allar jafnvel - eða jafnilla.


mbl.is Boða útgöngubann í Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Er ekki tilefni til að fagna hlýnun jarðar af "mannavöldum" nú þegar veiran virðist leggjast í híði þegar hlýnar eins og birnir gera að hausti til þegar kólnar ??? wink

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.1.2021 kl. 13:57

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Tjah, í hlýrri löndum er smitkúrvan aðeins önnur - eins konar bunga yfir mitt árið og breiðari en hvössu kúrvur kaldari svæða. 

Sjá t.d. Perú, Brasilíu og Indland (sem fóru í mjög ólíkar aðgerðir en enduðu á svipaðri kúrfu):

https://www.worldometers.info/coronavirus/country/peru

https://www.worldometers.info/coronavirus/country/brazil

https://www.worldometers.info/coronavirus/country/india

(Munum hér aftur að smitkúrvur endurspegla oftar en ekki prófunarkúrvur.)

Geir Ágústsson, 22.1.2021 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband