Gott ár fyrir ÁTVR

Árið hefur verið gott fyrir ÁTVR. Áfeng­issala fyrstu ell­efu mánuði árs­ins er um­tals­vert meiri en hún var árið 2019 og mun­ar þar rúm­um 17%. Að sögn Sigrún­ar Sig­urðardótt­ur, aðstoðarfor­stjóra ÁTVR, helg­ast það að lík­ind­um af því að fleiri Íslend­ing­ar eru á land­inu en und­an­far­in ár. Veit­inga- og skemmti­staðir hafa að miklu leyti verið lokaðir eða með skerta opn­un­ar­tíma auk þess sem Frí­höfn­in hef­ur ekki verið virk í sölu áfeng­is.

Þannig að í stað þess að hafa hér hjörð af heilnæmum útlendingum sem tíma ekki að kaupa áfengi í vínbúðunum eru Íslendingar á landinu og þeir láta ofurskattlagningu á áfengi ekki hamla sér, enda vanir henni frá því þeir hættu að kaupa landa í kringum tvítugt.

Ekki má svo njóta áfengisins í félagsskap vinahópa eða stjórfjölskyldu. Það er því drukkið með makann á næstu sessu í sófanum á meðan sjónvarpið sér um afþreyinguna. Er ekki til orð yfir slíkt?

Annars fer að verða óþarfi að mæla magn selds áfengis til að vita að áfengissala hefur aukist. Rannsóknir hafa sýnt að sóttvarnaraðgerðir svokallaðar og efnahagslegar hamfarir þeirra (eins og þeim hefur verið beitt síðan í mars) ýta undir misnotkun á vímuefnum. Það má því segja að á meðan yfirvöld halda til streitu lokunum á vinnustöðum og skerðingu á atvinnu- og athafnafrelsi þá sé verið að ýta undir áfengissölu og -neyslu.

Skál fyrir því, ekki satt?


mbl.is 50% söluaukning á jólabjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

50% sölu­aukn­ing hef­ur verið á jóla­bjór og fólk að missa sig í misnotkun á kampavíni. Mörg hundruð prósent aukning í sölu á innbökuðum nautalundum Wellington hefur krafist mikils magns af rauðvíni og eitt sumar maraþondrykkju bjórs fyrripart kvölds kallað á mikið af bjór. En 10 manna fjöldatakmörkun í 4 vikur þetta ár hefur blessunarlega ekki náð að færa tölurnar í eðlilegt horf þó sprittun innvortis með sterkum drykkjum hafi verið undir væntingum. Svo þarf að fylla á vínskápa og bjórkæla fyrir Jól og áramót og ef Fríhöfnin opnar ekki í Kringlunni og Smáralind á næstu dögum verður þetta met ár hjá ÁTVR.

Sala á áfengi hefur vasið um 17,2% á milli ára.

Vagn (IP-tala skráð) 4.12.2020 kl. 20:54

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk Vagn, fyrir að endurbirta þessa töflu, auk eigin túlkunar á rannsóknum og sölutölum. 

Svo virðist sem blandaðir drykkir nái illa til atvinnulausra og einangraðra. Það er spurning hvort þeir hópar séu að sækja í bjórinn eða hið sterka, eða jafnvel vínin sem eru oft vænlegur kostur til að finna á sér eftir lítið magn þótt vímuandaverðið sé hærra en á vægari valkostum.

Geir Ágústsson, 4.12.2020 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband