Íþróttir barna og smitstuðull

Þegar þetta er ritað er smitstuðullinn á Íslandi 45,5 og sennilega eitthvað hærri í ákveðnum landshlutum. Börn fá ekki að stunda íþróttir.

Í sveitarfélaginu sem ég bý í, í Danmörku, Tårnby, er smitstuðullinn núna 376,1. Sonur minn, sem verður 10 ára á laugardaginn, kom alsæll heim af fótboltaæfingu áðan.

Æfingin var að vísu fámenn. Þeir sem hafa umgengist smitaða eru beðnir um að fara í próf og halda sig heima við í nokkra daga, og smitað og lasið fólk er vissulega heima hjá sér, en fyrir aðra heldur lífið áfram. 

Er barbararíkið Danmörk gjörsamlega búið að tapa sér í dáleiðslu Donald Trump og Lukashenko? Eða er einfaldlega um ákveðinn meðalveg að ræða? Vissulega eru takmarkanir í Danmörku: Fjöldatakmarkanir, staðbundnar takmarkanir, lokað á áfengissölu eftir kl. 22 á kvöldin og ýmsar kvaðir á verslanir og vinnustaði en sonur minn komst á fótboltaæfingu í dag og fer í skólann á morgun og ég í vinnuna og fyrir það er ég þakklátur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband