Veirufræði

Nú er ég enginn veirufræðingur (eða loftslagsvísindamaður, hagfræðingur, stjórnmálamaður eða bankamaður) en læt alltaf koma mér á óvart hvað þarf lítið til til að vita miklu meira en blaðamenn um hitt og þetta. Bara með því að lesa nokkrar greinar, horfa á nokkur myndbönd, blaða aðeins í gegnum efni á Google Scholar og leita á leitarvélum sem hafa ekki forritað í burtu allar safaríkustu leitarniðurstöðurnar tekur í raun enga stund að kynna sér ýmis mál.

Þegar það er búið tekur svo við furða mín á öllum þeim spurningum sem blaðamenn spyrja ekki.

Til dæmis hefur að því ég best veit ekki verið nokkuð talað um árstíðarsveiflur í veirusmitum sem leiða til COVID-19, sem er raunar stórfurðulegt. Hér er lítil grein um efnið (en fyrir þá sem vilja vita miklu meira get ég mælt með myndböndum Ivor Cummins á Youtube).

Greinin er með auðskiljanlegan titil: Potential impact of seasonal forcing on a SARS-CoV-2 pandemic

Ég ætla að spara smáatriðin og koma mér beint í ályktanir, meðal annars (en ekki eingöngu) byggðar á greininni:

  • Sóttvarnaraðgerðir í Evrópu og norðurhluta heimsins í vor voru ekki ástæða þess að veirusmitum fækkaði í sumar. Ástæða fækkandi veirusmita var einfaldlega hlýnandi veðurfar sem er veirunni óhagstætt
  • Smit fóru ekki á flug í haust vegna þess að fólk slakaði of mikið á. Veðurfar fór kólnandi sem er veirunni hagstætt
  • Veirusmit munu ekki falla mikið á næstu 1-2 mánuðum vegna sóttvarnaraðgerða heldur vegna þess að þau hafa einfaldlega náð til margra
  • Með því að hægja um of á smitum með fletjun samfélagins er verið að lengja veirutímabilið, ekki stöðva það
  • Með því að lengja veirutímabilið aukast líkurnar á því að vernd á þeim öldruðu og öðrum með veikt ónæmiskerfi mistakist og þar með er verið að auka líkurnar á því að þeir öldruðu eða aðrir með veikt ónæmiskerfi fái veiruna

En ætli það sé þorandi að stinga upp á öðrum flötum málsins en fjölda smita? Nei, ætli það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umræðan um árstíðasveiflur var áberandi í 1. bylgju og blaðamenn spurðu þríeykið oft út í þetta. En umræðan dó síðan út um allan heim þegar kom í ljós að það er ekkert hæft í þessu. Ástæðan fyrir því að smitum stórfjölgar með haustinu er sú að þá er fólk miklu meira inni við og loftræsting oft léleg.

Ivor Cummins er efnaverkfræðingur! Af hverju hlusta á mann sem hefur enga sérfræðiþekkingu á málum?

https://www.covid-datascience.com/post/ivor-cummins-evaluating-some-european-unconventional-doubter-denier-viewpoints

Anna (IP-tala skráð) 1.12.2020 kl. 13:57

2 identicon

En við skulum endilega hlusta á Kára Stefáns, enda er hann sérfræðingur í taugalækningum.

Jónas (IP-tala skráð) 1.12.2020 kl. 14:37

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég velti fyrir mér hvaða áhrif grímunotkun og miklar biðraðir fyrir utan verslanir hafa á smit.

Hef hvergi séð neina rannsókn sem sýnir að grímunotkun almennings við venjulegar kringumstæður dragi úr smiti. Niðurstaðan úr nýlegri danskri rannsókn var þvert á móti sú að þetta væri ekki raunin, þ.e.a.s. það tókst ekki að sýna fram á marktækan mun eftir því hvort grímur væru notaðar eða ekki.

Ég hef hins vegar veitt því athygli að nú er fólk nánast alveg hætt að gæta að fjarlægðarmörkum, en almennt virtist fólk gæta vel að þeim í vor þegar engar grímur voru notaðar.

Síðan virðist einhver snillingurinn hafa komist að því að það væri miklu líklegra að fólk smitaði hvert annað í byggingarvöruverslunum en í matvöruverslunum og því verða slíkar verslanir að standa í miklu veseni við að skipta upp í svæði. Fólk hnappast hins vegar saman í biðröðum fyrir utan þessar verslanir. Þær raðir þykir mér ekki ólíklegt að séu uppspretta smita, enda er þá fólk í návígi hvert við annað í langan tíma. Var ekki einmitt verið að predika það í vor að smithættan ykist í hlutfalli við tímann sem fólk er í návígi?

Getur verið að hinar svonefndu sóttvarnaraðgerðir séu í raun að valda fleiri smitum en annars yrðu - að frátöldum partíhöldum Víðis Reynissonar auðvitað?

Þorsteinn Siglaugsson, 1.12.2020 kl. 15:05

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Anna,

Hef því miður ekki tök á ritgerðarsmíðum í bili en vil nefna sem dæmi að punktur 3b í greininni sem þú vísar í er úr lausu lofti gripinn. Cummings talar um tvær bylgjur, ítrekað, og þær eru árstíðarbundnar.

En já, efnafræðingar vita auðvitað ekkert um línurit sem falla ítrekað ofan í hvert annað. Hann er jú enginn Þórólfur!

Geir Ágústsson, 1.12.2020 kl. 19:22

5 identicon

Því miður þá er ekki að sjá neina fækkun smita þegar veður fór hlýnandi nema hjá þeim sem voru með öflugar sóttvarnir frá upphafi. Til dæmis var sumarið mjög slæmt víða í Bndaríkjunum þar sem lítið var hugað að sóttvörnum eftir góðan vetur og vor. Í Texas var einn versti tíminn um miðjan Júlí í 40 stiga hita. Veðurfar virðist því ekki hafa haft nein merkjanleg áhrif neinstaðar. Enda veiran hress og kát meðan hitinn fer ekki mikið yfir 50 gráður. Innandyra er hiti svipaður vetur og sumar og fólk almennt með sama líkamshita vetur og sumar. Þessi kenning Trumps fór því snemma á öskuhaugana ásamt þeirri að drekka þvottaefni.

"Með því að hægja um of á smitum með fletjun samfélagins er verið að lengja veirutímabilið, ekki stöðva það." En þar sem nú er komið bóluefni þá mun veiran stöðvast á næstu mánuðum. Við munum því hafa búið við veiruna í um ár þegar þessu lýkur. Hvort 10.000 eða 100.000 hafi þá smitast og hvort 30 eða 300 hafi látist skiptir máli. Með því að hægja á smitum með "fletjun" samfélagins er verið að fækka tilfellum og dauðsföllum.

"Með því að lengja veirutímabilið aukast líkurnar á því að vernd á þeim öldruðu og öðrum með veikt ónæmiskerfi mistakist og þar með er verið að auka líkurnar á því að þeir öldruðu eða aðrir með veikt ónæmiskerfi fái veiruna".  Þegar tíminn er takmarkaður þá ræður hann ekki hvort líkurnar aukist heldur fjöldi smitandi á hverju augnabliki. Og þar sem tíminn er takmarkaður eftir komu bóluefnis eru líkurnar minni á smiti eftir því sem færri eru smitaðir. Þeim mun fleiri sem eru til að dreifa smiti þeim mun meiri er hættan á að smitast. Líkurnar á að smitast eru minni ef þú hittir einn smitaðan en ef þú hittir 1000 smitaða þetta ár sem vírusinn herjar á Ísland.

Það má margt finna á netinu. En það eru ekki allt ómetanleg gullkorn allar safaríkustu leitarniðurstöðurnar sem enginn veit af og enginn hefur tekið eftir á síðum þar sem sannleikurinn er látinn liggja milli hluta. En fyrir þá sem sjá sönnun í því að fæstir séu því sammála eru þannig síður ómetanlegar.

Vagn (IP-tala skráð) 1.12.2020 kl. 20:09

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þú féllst í gildru með því að nota Texas sem dæmi. Framhald seinna.

Geir Ágústsson, 1.12.2020 kl. 20:35

7 identicon

Það er engin gildra þegar hægt er að nefna tugi annarra ríkja USA með sömu sögu. Frá miðjum Júní fjölgaði nýsmitum á einum mánuði í Bandaríkjunum frá 20.000 á dag í 75.000 á dag. En sjálfsagt má finna á einhverjum undarlegum síðum einhver gullkorn og falinn sannleik fyrir menn eins og þig. Og ef þessi hitakenning hefði við eitthvað að styðjast þá hefðu Spánn og Ítalía átt að vera í betri málum en við frá upphafi og tvíburarnir Svíþjóð og Noregur eins.

Vagn (IP-tala skráð) 1.12.2020 kl. 21:21

8 identicon

Ég bendi öllum, sem vilja fræðast um Covid veiruna og afleiðingar hennar, á að "gúgla" á Robert Koch Institut. Þar er að finna miklar og öruggar upplýsingar.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 1.12.2020 kl. 23:14

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Loftslag norðurhluta Bandaríkjanna er annað en í suðurhlutanum. Þú sérð aðra smitdreifingu í Brasilíu en Bretlandi. Varla ertu að neita því að loftborinn veirusjúkdómur sé undir áhrifum loftslagsins? Þar með værir þú að henda áratugum af rannsóknum út um gluggann (áður en stjórnmálamennirnir tóku yfir vísindalegar ráðleggingar).

Geir Ágústsson, 2.12.2020 kl. 08:04

10 Smámynd: Geir Ágústsson

One Sentence Summary Temperature and humidity strongly impact the variation of the growth rate of Covid-19 cases across the globe.

https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2020.03.23.20040501v3

Þetta sést ágætlega á gröfunum. Brasilía er með "bungu" þar sem Ísland er flöt, og nokkurn veginn öfugt:

https://www.worldometers.info/coronavirus/country/brazil
https://www.worldometers.info/coronavirus/country/iceland/

Þetta kemur heim og saman við áratugagamla bók, sem myndin hér að neðan byggist á (takk Ivor Cummins, efnaverkfræðingur):

Geir Ágústsson, 2.12.2020 kl. 08:20

11 Smámynd: Geir Ágústsson

En auðvitað eru fleiri þættir. Vísindin hafa hingað til ekki þurft að leiðrétta gögn fyrir:

- Stofufangelsum hraustra einstaklinga

- Lokunum á heilu afkimum hagkerfisins

- Ferðatakmörkunum

Auðvitað skiptir allt máli. Á sumum svæðum er verið að fletja út samfélagið til að lengja veirutímabilið en á öðrum er veirutímabilið styttra og fyrirsjáanlegra í opnara samfélagi. Auðvitað!

Engu að síður er eins og menn telji "bylgjuna" á Íslandi vera afleiðing tilslakana á sóttvarnarreglum á meðan raunin er að loftborin veira er í kjöraðstæðum og ferðast langt og víða eins og línurit í bók frá 1992 lýsir.

Geir Ágústsson, 2.12.2020 kl. 08:23

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Geir Ágústsson, 2.12.2020 kl. 08:26

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Og frá öðrum stað (https://www.sott.net/article/441625-Rising-in-the-north-setting-in-the-south-Covid-19-in-the-USA):

Geir Ágústsson, 2.12.2020 kl. 08:29

14 identicon

Smitun fer oftast fram innandyra. Áhrif veðurs á veiruna og smit eru því engin. Og veirunni í 37 gráðu heitum líkama er sama um veðrið úti. Ekki veit ég um nein dæmi hérlendis um smit utandyra, hvorki í heitu veðri né köldu. 

Vagn (IP-tala skráð) 2.12.2020 kl. 09:30

15 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Nú er eg ekki alveg smála þér Geir.

Það er alment samþykkt meðal vísindamann á þessu svið (veirufræðingar?) að það er eitthvað annað  en hiti/loftslag sem örvar eða letur virkni þeirra. 

Tilraunir til að tengja inflúensu eingöngu við árstíðir hafa ekki gengið eftir.

Guðmundur Jónsson, 2.12.2020 kl. 09:52

16 Smámynd: Geir Ágústsson

Það eru auðvitað margar smitleiðirnar og margir þættir sem leiða til smita. Vísindamenn hafa rannsakað og sumir álykta á einn veg og aðrir á annan. Ég er bara áhorfandi að því.

Þess vegna er athyglisvert að heyra röksemdir yfirvalda þegar þau innleiða hinar og þessar "sóttvarnir". 

Hér er mér sýnt mikið og yfirleitt málefnalegt aðhald. Það væri óskandi að sóttvarnaryfirvöld finndu fyrir slíku líka.

Geir Ágústsson, 2.12.2020 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband