Tveggja metra reglan verður einn metri

Hin svokallaða 2 metra regla er áhugaverð.

Að sögn á 2 metra fjarlægð á milli einstaklinga í samtali að tryggja að engin veira nái að fljúga frá munni til munns. Í flugvélum, kennslustofum og öðrum lokuðum rýmum á 2 metra reglan að verja fólk frá smiti.

Vegna 2 metra reglunnar mega flugfélög ekki selja miðjusætin sín.

Vegna hennar geta kennslustofur ekki rúmað heila bekki.

Hvað gera Danir þá?

Það sem Danir gerðu - bókstaflega - var að helminga 2 metra regluna. Í dag fjarlægðin á milli fólks í skrifstofum og skólastöfum orðinn 1 metri. Þar með er nóg pláss fyrir alla.

Dönsk yfirvöld viðurkenna beint og óbeint að hérna reiknuðu menn afturábak. Til að kennslustofa geti rúmað heilan bekk má ekki vera meira en 1 metri á milli nemenda. Reglan er því orðinn 1 metri.

Það má segja ýmislegt um Dani en eitt mega þeir eiga: Þeir hugsa stundum í lausnum - bókstaflega!

Nú er að bíða eftir að Íslendingar hermi eftir frændum sínum Dönum. Eða er það bara við hæfi þegar norrænar þjóðir gera eitthvað kjánalegt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

3m 2m 1m snerting

þetta eru allt viðmið og geta ekki passað fyrir allar aðstæður, sennilega skiptir meira máli hvernig loftræstingu er háttað.

Var ekki einu sinni leyfilegt að reykja hægra megin í flugvélunum en ekki vinstra megin?

Grímur (IP-tala skráð) 12.5.2020 kl. 10:55

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Var það ekki aftast í flugvélinni en ekki fremst? En jú, loftræsting skiptir máli. Þess vegna er óþarfi af íslenskum yfirvöldum að kreista seinasta lífið úr íslenskum tjaldstæðum. Þar á fólk að geta setið í meters fjarlægð eða minna á meðan enginn er að hósta út í loftið og allir eru með hreinar hendur.

Skrifstofuhúsnæðið sem ég er í er án loftræstingar núna og um daginn þegar hitinn fór yfir 15 stig úti var ólíft hérna. Sem betur fer bjargað litla borðviftan mér aðeins.

Geir Ágústsson, 12.5.2020 kl. 11:26

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þessi regla hefur gilt í Svíþjóð frá fyrsta degi ...

Örn Einar Hansen, 12.5.2020 kl. 13:01

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Örn,

Passaðu þig samt á að tala aldrei um "sænsku leiðina"! Fólk fer á Google og sér lög sem banna kaup á vændi en ekki sölu og gleyma því að þar með verða kúnnarnir örvæntafyllri en nokkru sinni að verða ekki "böstaðir", sem veldur vændiskonunum töluverðum vandræðum.

Geir Ágústsson, 12.5.2020 kl. 14:22

5 identicon

"Að sögn á 2 metra fjarlægð á milli einstaklinga í samtali að tryggja að engin veira nái að fljúga frá munni til munns."  Því hefur ekki verið haldið fram og er ekki tilgangur reglunnar. Tilgangurinn var að lágmarka smit án þess að gera fjarlægðartakmörkin óframkvæmanleg. Hvort Danir telji nú að 20% líkur á smiti sé ásættanlegt og hafi því afnumið reglu þar sem reiknað var með 2% áhættu er þeirra pólitíska ákvörðun. Stjórnmálamenn Dana eru sáttir við það að margfalda áhættuna til að gera starf sitt auðveldara. Kjánalegt mundu margir segja.

"Til að kennslustofa geti rúmað heilan bekk má ekki vera meira en 1 metri á milli nemenda."  Bekkjarstærðir eru ekki heilög óbreytanleg tala eins og sumir virðast halda. Og flestir sem eru með meira en hálfan heila breyta bekkjarstærðum þegar bekkir eru of stórir. Það má segja ýmislegt um Dani en eitt mega þeir eiga: Þeir hugsa stundum ekkert - bókstaflega!

Vagn (IP-tala skráð) 12.5.2020 kl. 21:33

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þegar ég segi "að sögn" þá er ég auðvitað bara að vitna í hina og þessa, t.d. þessa: "Gravity grounds these droplets within 1 or 2 meters ..."

En auðvitað eru margar túlkanir á 2 metra reglunni svokölluðu:
- Að hún sé varúðarráðstöfun án vísindalegs rökstuðnings
- Að hún sé skárra en ekkert
- Að hún sé einfaldlega regla sem er auðvelt að skilja og því þarf ekki að gæla við allskyns sértilvik, t.d. að fólk snúi bökum saman, haldi í sér andanum og hvaðeina
- Að hún sé tilgangslaus í baráttu við smitsjúkdóma

Og vegna bekkjastærðanna þá eru flestir bekkir um og yfir 20 krakkar (OECD-meðaltalið er 21,7 krakki í bekk - 15-16 í Lúxemborg, 18 á Íslandi, 20 í Danmörku, 30 í Suður-Kóreu). Með því að minnka fjarlægð úr 2 metrum í 1 metra geta Danir mokað unglingunum frá tölvuskjánum og í skólann aftur. Gott mál.

Geir Ágústsson, 13.5.2020 kl. 06:53

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Heimild um dropaferðalagið:
https://www.sciencemag.org/news/2020/04/you-may-be-able-spread-coronavirus-just-breathing-new-report-finds

Geir Ágústsson, 13.5.2020 kl. 06:53

8 identicon

Grímur (IP-tala skráð) 13.5.2020 kl. 09:20

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Tveggja metra reglan hlýtur að valda vændiskonunum talsverðum vandræðum. Og viðskiptavinum þeirra líka. Ég er raunar undrandi á að stéttarfélag vændiskvenna skuli ekki hafa gert athugasemdir við þessa reglul

Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2020 kl. 10:47

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Það hafa þau gert!

https://www.irishtimes.com/news/world/europe/german-sex-workers-struggle-amid-covid-19-lockdown-1.4248823

Geir Ágústsson, 13.5.2020 kl. 11:35

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þær verða kannski bara að fara í fjarfundapakkann eins og fleiri.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2020 kl. 17:12

12 Smámynd: Örn Einar Hansen

Vagn,

Einn meter, eða tveir metrar ... flensa, drepur að meðaltali 0,2% og allt að 0,7%, breitilegt miðað við árferði. Þetta getur orðið hærra í sumum löndum, á slæmu árferði.

Hingað til, sýnir þessa veira sig vera "flensa" í meðalárferði.

Þetta er "hræðslupólitík", sem "auvirðulegir" pólitíkusar nota til að geta staðið í pontu og spilað Mussolini. Hvaða sönnun höfum við fyrir því að þetta sem gengur hér, sé ekki "flensa" (Bæfi kvef og flensa eru kórónuveirur)?  Ummæli WHO, sem er augljóslegt málgagn fjöldamorðingja á við CCP í Kína? Kanski Fauci, sem fjármagnaði veirurannsóknir í hernaðarskyni í Wuhan, Kína? Eru þetta áreiðanlegar persónur, í heilbrigðismálum?

Það er löngu kominn tími til að taka þessa menn á teppið.

Örn Einar Hansen, 14.5.2020 kl. 04:07

13 Smámynd: Örn Einar Hansen

Geir,

Hversu margir ferðuðust ekki með yfirhlöðnum flugvélum, smitaðir af veirunni.  EF þessi "droplets" væri sönn, þá hefðu allir í flugvélinni átt að hafa verið veikir eftir fleiri klukkutíma ferð. Athuga skal, að flugvélar eru með lokað loftkerfi.

Ekkert slíkt hefur gerst, og reynsla frá Taiwan sýnir allt annað ... vissulega getur smitið farið frá manni til manns, en bæði Taiwan og Ísland eru sönnun þess að slík smit geti ekki verið megin leiðin.

Flugvélar sem komu frá meginlandi Kína til Taiwan, sýndu að fólk smitaðist almennt ekki í flugvélunum.  Eitt eða tvö tilfelli, þar sem tveir smitaðir sátu saman. Engin smit útbreiðsla, samkvæmt verstu spám ... heimsendisspámanna. Því þetta gat verið ... tilviljun ... eða bara venjulegt kvef, eða ný flensa.

Hvergi nokkurs staðar í heiminum, hefur fólk hrunið niður á götum úti ... eins og í Wuhan.

Örn Einar Hansen, 14.5.2020 kl. 04:23

14 Smámynd: Örn Einar Hansen

Geir,

Hvað "bajsmannen" varðar, þá er enginn hér í Svíþjóð sem ber virðingu fyrir viðkomandi eða slíkum krónum. Enn síður varðar það okkur hvaða orðatiltæki slíkur notar til að afsaka kvilla sinn.

Sænska leiðin, er betri en Íslenska leiðin ... í öllum skilningi.

Örn Einar Hansen, 14.5.2020 kl. 04:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband