Mánudagur, 11. maí 2020
Næstu hrunmál?
Djúp kreppa er nú að hefjast og hún er á heimsmælikvarða.
Hún er að stórum hluta á ábyrgð stjórnmálamanna sem völdu að setja álit sérfræðinga ofan í skúffu og beita því sem mætti kalla varfærnissjónarmiðum í staðinn.
Þó finnst mér blasa við að menn fóru einhvern tímann frá óvissutímum og smátt og smátt yfir í tíma þar sem gögn fóru að verða aðgengileg - gögn sem hefði mátt nota til að réttlæta hraðari opnun samfélagsins en voru ekki nýtt. Fyrir vikið fóru fyrirtæki að falla eins og spilaborgir.
Það kæmi mér því ekkert á óvart ef framundan er hrina dómsmála þar sem fjöldi manna fer nákvæmlega í gegnum upplýsingastreymið seinustu vikur og byggja upp rök fyrir því að hið opinbera hafi, að ósekju, sett hagkerfið á hliðina.
Hér munu stjórnmálamenn ýmissa landa benda hvern á annan til að reyna firra sig ábyrgð. Það mun kannski ganga upp hjá sumum en ekki öðrum.
Þróun mála í Svíþjóð á næstu vikum og mánuðum mun skipta máli hérna.
Hvað sem því líður þá er fjörið rétt að byrja núna. Vírus kom og fór rétt eins og bankarnir í bankahruninu. Eftirköstin munu vara í mörg ár.
Evrópa að vakna til lífsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég gæti trúað að eftir að þessu lýkur verði sjónum beint að grundvallarvillum í meðhöndlun vísindamanna á gögnum og því hvernig gögn sem allir vita að ekkert er byggjandi á eru samt notuð til að taka veigamiklar ákvarðanir.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.5.2020 kl. 13:52
Það má vera.
Vísindamenn sem flýta sér að skrifa skýrslur og senda til stjórnmálamanna, sem bregðst við með örvæntingu: Slæm blanda.
Og svo líður tíminn og sumir læknar byrjaðir að segja að spálíkön hafi engu spáð rétt (jafnvel ekki þegar fjarlægðamörk og annað eru tekin með í reikninginn), en áfram gakk segja stjórnmálamennirnir - við opnum árið 2021 þegar COVID-20 kemur!
Geir Ágústsson, 11.5.2020 kl. 14:03
Fyrir ári síðan, kölluðu allir vinstri menn í bandaríkjunum á að skapa "recession". Því þeir "ríku Obama bin Ladin" aðdáendur, sögðu sig betur geta lifað af "fjármagns hrun", en að lifa af annað Trump tímabil.
Núna hefur vinstri mönnum, ekki bara í BNA, heldur allri vestur Evrópu. Tekist að skapa algert fjármagns hrun. Nú skulum við bíða og sjá, hvort almenningur sé í raun jafn naut heimskur og þeir telja hann vera.
Örn Einar Hansen, 11.5.2020 kl. 14:15
Spálíkön sem notuð eru koma með þær niðurstöður sem helgast af því sem þau eru mötuð af. Vilji menn sjá hamfarir eru spálíkönin mötuð á þann veg að sú verði niðurstaðan.
Allt var og er gert til að valda ótta og hræða fólk til hlýðni. Sumir hafa verið að tala um bólusetningu fyrir kórónuveirunni í fimm ár eða meira. Á sama tíma tala menn um stökkbreytingu veirunnar, þannig að bóluefni sem dygði í dag dugar ekki á morgun.
Áður en langt um líður munu menn koma fram á sjónarsviðið kampakátir yfir því að hafa fundið hið fullkomna bóluefni og það verði að bólusetja alla, ALLA, með þessu undra efni. Og hver skyldi ástæðan vera fyrir því að bólusetja skuli alla og enginn undanskilin nema þeir ofurríku. Menn ættu að hugleiða það vandlega áður en þeir láta bólusetja sig. Er ekki sagt að þeir sem hafa veikst af þessari veiru séu komnir með mótefni???
Það er eitthvað annað og meira sem liggur undir, nokkuð sem almenningur fær ekki að sjá eða vita um, alla vega ekki í bili og flestir stjórnmálamenn vita heldur ekki um, en þeir eru látnir spila með.
Tómas Ibsen Halldórsson, 11.5.2020 kl. 16:17
Hvað sem öllu líður í fortíð þá þurfa stjórnmálamenn að hugleiða mjög alvarlega hvað þeir ætla að gera í framhaldinu.
Á að knésetja öll flugfélög með 2 metra reglu?
Á að kæfa allan ferðamannaiðnað með kröfum um sóttkví?
Á að drekkja hinu opinbera með lántökum til að bjarga fyrirtækjum sem eru lokuð með lögboði og fleygja svo skattbyrðinni á almenning til að borga vextina?
Á alltaf að sýna ítrustu varfærni þótt ný gögn réttlæti annað og verja heilbrigt fólk fyrir veiru með er svipuð eða litlu verri og flensan?
Hvenær ganga yfirvöld of langt og opna á flóðbylgju lögsókna? Hvenær fá hákarlalögfræðingar næg gögn til að fara í stríð?
Er sú stund kannski runnin upp nú þegar?
Geir Ágústsson, 12.5.2020 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.