Þegar krísan verður varanleg

Stjórnmálaheimspekin er troðfull af bókum sem lýsa því hvernig hið opinbera notfærir sér - viljandi eða óviljandi - krísuástand til að auka völd sín og áhrif varanlega.

Þannig eru fræg orð hagfræðingsins Milton Friedman sem sagði: 

Nothing is so permanent as a temporary government program.

Á Íslandi hefur verið bent á að gjaldeyrishöfin eftir hrunið 2008 hafi lifað í miklu fleiri ár en ástæða var í raun til. 

Í frægri bók Robert Higgs, Crisis and Leviathan, og framhaldsbók hennar, Against Leviathan, er því lýst með óhugnanlegum hætti hvernig neyðarástand blæs út ríkisvaldið og gerir það bæði árásargjarnara, kærulausara og valdameira

Á Íslandi var tækifærið nýtt eftir hrunið 2008 til að skella í allskyns skattheimtu sem hefur ekki horfið aftur, svo sem að bæta í eignaskattinn á gamla fólkið og fjármagnstekjuskattinn á sparifjáreigendur. Það er kannski hægt að hnika einhverjum sköttum niður á við en bara þegar er búið að hækka 3 aðra skatta

Nú er talað um að þenja út friðlýsingar með tilheyrandi aukningu á stofnanaverki ríkisins, setja fjölmiðla á spenann, lána einkafyrirtækjum í klóm verkalýðsfélaga svimandi upphæðir á lágum vöxtum, stórauka fjölda opinberra starfsmanna og auðvitað stofna til opinberra skulda. Hversu hratt verður hægt að vinda ofan af þessu þegar veira hefur gengið yfir samfélagið? 

Það er auðvelt að segja við mann: Gjörðu svo vel, hérna eru bætur. Núna ertu betur staddur en áður.

Allir fagna! Ríkið hjálpar! 

Það er miklu erfiðara að segja: Núna tökum við bæturnar af þér. Við gefum í staðinn eftir þumlung af skattheimtu til að bæta þér upp tekjutapið, en auðvitað ekki að fullu.

Allir púa! Ríkið sviptir menn lífsviðurværinu!

Það er auðvelt að gefa manni fíkniefni. Það er erfiðara að taka þau af honum. Það er auðvelt að þenja út báknið. Það er pólitískt sjálfsmorð að reyna minnka það.

Hérna þarf fólk að spyrna við fótum, gagnrýna stjórnmálamennina og fylgjast vel með þeim. Krísan gengur yfir. Hin opinberu úrræði eiga það til að lifa slíkt af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ber mönnum að líta til vesturs, og jafnvel til þýskalands í þessu sambandi. Þar gegnur fólk út á götur, og mótmælir frelsissviptingunni. Meðan í suður Evrópu, jafnvel Íslandi ... fagna menn og vilja meir.

Hér vil ég benda á Kína, í þessu sambandi. Þar mótmælir fólk, fer út á götu og er lamið, jafnvel til dauða af rauðliðum sem enn lifa í öldinni sem leið. Þar er lífsviðurværi einstaklingsins ekki mikilvægt ... 

Hvernig hljómar máltækið, sjaldan launar beljan ofeldið?

Örn Einar Hansen, 27.4.2020 kl. 16:00

2 identicon

Afturför til ástands sem var fyrir krísuna, með öllum þeim vanköntum sem krísan sýndi, er heimskulegt. Krísur sýna okkur hvað má laga og hvað þarf til að komandi krísur verði ekki eins slæmar. Aðgerðir verða að miðast við hversu fljótt við viljum komast úr krísuástandi og í hvaða stöðu við viljum þá vera.

Tímabundin úrræði gætu þegar um hægist hafa sýnt sig vera hagstæð til langframa. En öll úrræði, tímabundin eða ekki, eru endurmetin reglulega og árangurinn látinn ráða framhaldinu. Þó þú kaupir tímabundið kort í ræktina þá er ekki nein skylda að hætta þegar það rennur út.

Tryggingar kosta en maður á ekki að þurfa að lenda í mörgum árekstrum eða húsbrunum til að læra það að þær eru kostnaðurinn við visst öryggi. Hvaða trygginga við svo kaupum og hverjum við sleppum er svo ákvörðun hvers tíma. Það er ekki endilega rangt að halda áfram að kaupa innbrotstryggingu þó enginn hafi brotist inn síðasta áratug.

Núverandi krísa hefur vakið marga til umhugsunar um hvernig samgöngur við landið við viljum hafa, hvernig matvælaframleiðslu skuli háttað, hvort þörf sé á varasjóði til að bregðast við krísum, umgengni við annað fólk, o.s.frv. Framhaldið ræðst af þeim pælingum og umræðum en ekki órökréttri þrá fyrir að allt færist aftur til fyrra horfs.

Og með gjaldeyrishöftin þá hefði það framlengt krísunni um nokkur ár að leyfa erlendum kröfuhöfum, sem áttu þúsundir milljarða í Íslenskum krónum sem þeir vildu skipta í annan gjaldmiðil, að hreinsa upp allan gjaldeyri um leið og hann kæmi inn með tilheyrandi veikingu krónunnar og innflutningstakmörkunum. Það hefði verið hægt en það hefði verið almenningi og ríkinu dýrt og sársaukafullt. Um þá ákvörðun að hlífa almenningi á kostnað erlendu vogunarsjóðanna var nokkuð mikil sátt í þjóðfélaginu. Og vonandi lærðist það að betra hefði verið að leggja eitthvað á sig í skattlagningu og skuldsetningu til að lenda ekki aftur í þeirri stöðu.

Vagn (IP-tala skráð) 27.4.2020 kl. 16:41

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ég bý í Svíþjóð, og horfi til ykkar með meðaumkvun. Almenningur í Kína, var lokaður inni á heimilum sínum og látinn deyja drottni sínum.  Þessi meðhöndlun kommúnista, er ámælisverð. Líka á Íslandi ...

Til dæmis, ætla ég að vitna hér ... það sem er að gerast, gerist á hverju ári.

In recent years, Italy has been registering peaks in death rates, particularly among the elderly during the winter season. A mortality rate of 10.7 per 1,000 inhabitants was observed in the winter season 2014/2015 (more than 375,000 deaths in absolute terms), corresponding to an estimated 54,000 excess deaths (+9.1%) as compared to 2014 (Signorelli and Odone, 2016), representing the highest reported mortality rate since the Second World War in Italy (UN, 2019). Although the above-described excess mortality created concern among researchers, health authorities and public health experts, it has been challenging to identify its determinants (Signorelli and Odone, 2016).

Örn Einar Hansen, 27.4.2020 kl. 17:07

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fátt er meira ávanabindandi en fríir peningar. Fátt er áhrifaríkara í að koma fjötrum á fólk en fríir peningar. Fátt drepur hagvöxt hraða en fríir peningar.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2020 kl. 23:45

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er alltaf erfitt að vita nákvæmlega hvað er rétt að gera í neyðarástandi. Yfirleitt eru viðbrögðin þau að þenja út ríkisvaldið og dreifa fé úr þyrlum.

En það eru til söguleg dæmi sem eru mjög sambærileg.

Eftir peningaprentun fyrri heimstyrjaldar skall á kreppa í Bandaríkjunum upp úr 1920. Eftir peningaprentun síðari ára skall á kreppa árið 1929. Svipuð tækni, sama samfélag, sama samsetning stjórnvaldseininga. 

Kreppan sem hófst árið 1920 var horfin nokkrum misserum seinna. Ríkið og seðlabankinn héldu að sér höndum. Verðhjöðnun var leyft að eiga sér stað.

Sú sem skall á árið 1929 hætti ekki fyrr en hermennirnir snéru aftur úr stríðinu. Viðbrögð stjórnvalda voru peningaprentun, ríkisverkefni og aukin miðstýring á hagkerfi og samfélagi.

Af hverju entist ein kreppan bara í 2 ár en hin í nálægt því 20 ár?

Af hverju náði hagkerfið að lagast hratt eftir fyrri kreppu en var framlengt í neyðarástandi í hinni síðari?

Forvitnir geta litið á þessa grein:

The Forgotten Depression of 1920

Nú eða horft á þennan fyrirlestur:

Why You Have Never Heard of the Great Depression of 1920

Það má færa rök fyrir því að hrunið 2008 hafi verið framlengt sem neyðarástand af yfirvöldum frekar en að þau hafi brugðist rétt við. 

Menn eru að færa rök fyrir því að veiru-tímar núna dragist á langinn og afleiðingar þeirra að versna vegna allskyns úrræða frekar en að þeir séu að skána.

Geir Ágústsson, 28.4.2020 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband