Uppskrift án aðgengilegra hráefna

Það vantar ekki góðu ráðin. Það er gott. Góð ráð má vega og meta og beita þegar aðstæður leyfa. Góð ráð eru eins og veðurspá: Það er hægt að skoða þau og ef trúverðugleikinn er nægur, og önnur góð ráð segja svipaða sögu, þá má beita þeim.

Andstæða ráðgjafar eru fyrirbæri eins og reglugerðir. Það er ekki hægt að dæma heimskulega reglugerð úr leik. Henni þarf að fylgja. Ef reglugerðin segir þér að dansa og syngja til að fá sleikjó þá þarftu að gera það. En gott og vel, þannig er það.

Til að nálgast góð ráð þarf auðvitað að kveikja á rökhugsun: Er þetta ráðgjöf sem fellur að mínum aðstæðum? Er hún að koma frá manneskju sem ég treysti? Er hún raunhæf eða draumórakennd? Sé ég árangur eftir að hafa prófað hana eða þarf ég að hafna henni?

Ég tek dæmi.

Ráðgjafi segir: Aldrei segja þetta orð í at­vinnu­viðtali.

Ráðgjafinn heldur áfram: 

Það er orðið „við“. Þegar þú seg­ir frá þínum fyrri störf­um forðastu það eins og heit­an eld­inn að segja setn­ing­ar á borð við: „Við í minni deild sáum um.“ Orðið „ég“ er í lang­flest­um til­vik­um mun betra.

Persónulega tel ég þessa ráðgjöf vera algjöra þvælu. Ég er nýbúinn að skipta um vinnu og sagði ítrekað „við“ í samtölum mínum í ráðningarferlinu. Ég fékk starfið og fékk að auki að vita að ég hefði verið valinn framyfir mun reynslumeiri menn í því fagi sem ég starfa nú við. Ég fékk enga athugasemd fyrir að játa að ég hafi tilheyrt deild sem vann í sameiningu að ákveðnum hlutum. Skiljanlega. Fólk vinnur yfirleitt saman og segir því „við“. 

Að mínu mati er ráðgjöfin um að forðast orðið „við“ algjörlega gagnslaus og jafnvel til ama því hún færir athyglina frá innihaldi samtalsins og að því að reyna orða hlutina ofurvarlega til að styggja ekki þann sem rætt er við.

Það er best að koma til dyranna eins og maður er klæddur, eða það finnst mér og það er mín ráðgjöf.

Sem betur fer eru greinar og ráðgjöf valfrjáls fyrirbæri. Reglugerðir og lög eru það ekki. Ráðgjöf má mæta með gagnrýnni hugsun og það er hægt að prófa hana, velja og hafna. Gerum það.


mbl.is Aldrei segja þetta orð í atvinnuviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband