Óskhyggja græningjanna að rætast?

"It is cosmically unlikely that the developed world will choose to end its orgy of fossil-energy consumption, and the Third World its suicidal consumption of landscape. Until such time as Homo sapiens should decide to rejoin nature, some of us can only hope for the right virus to come along."

Bill McKibbenThe End of Nature (tilvitnun tekin héðan)

Mörg af hinum stærri nöfnum umhverfisverndarhreyfingarinnar hafa í áratugi óskað þess að einhver vírus fari á stjá og stráfelli fólk, lami atvinnulífið og stuðli þannig að aukinni náttúruvernd. 

Nú er COVID-19 sennilega ekki sá vírus (kannski aðeins skæðari en inflúensa en vel sigranlegur), en þá halda menn bara áfram að óska sér.

Þetta er mannfjandsamlegt hugarfar sem ég deili ekki. Auðvitað er mér illa við mengun en mér er líka illa við ungbarnadauða, fátækt og sjúkdóma. Til að sigrast á öllu þessu þarf tækni, auðsköpun og seinast en ekki síst: Tíma. Það tekur tíma að brjótast yfir hungurmörkin og leggja grunninn að bjartari framtíð. Það tekur tíma að leggja vatn og rafmagn og setja í gang þvottavélar og ísskápa. 

Til að lágmarka þennan tíma þarf að innleiða sem hraðast og víðast frjálsan markaðsbúskap þar sem fólk getur varið eignir sínar og sparnað og gert áætlanir til lengri tíma. Um leið og brýnasta brauðstritinu er mætt hefst svo kröfugerð á hreinna loft og vatn, græn svæði og náttúruvernd.

Þetta skilur umhverfisverndarhreyfingin ekki og óskar þess í stað eftir vírusum sem stráfella fólk og lama samfélagið.

Megi baráttan gegn útbreiðslu COVID-19 ganga sem hraðast og best fyrir sig svo mannkynið geti á ný sett í gang verksmiðjur sínar og orkuver og haldið áfram að berjast gegn fátækt og sjúkdómum.


mbl.is Mengun í Kína minnkar verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þegar óskir um mannfækkun af völdum pesta, stríða eða hallæra eru settar fram, þá velti ég því alltaf fyrir mér hvar sá sem setur óskina fram sér sjálfan sig að hamförunum loknum. Verður hann lífs eða liðinn sjálfur? Eða veltir hann því kannski ekkert fyrir sér?

Þorsteinn Siglaugsson, 1.3.2020 kl. 13:11

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Viðkomandi situr auðvitað öruggur í fílabeinsturninum sínum.

Geir Ágústsson, 1.3.2020 kl. 13:43

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Sama má segja um öll trúarbrögð þar sem beðið er eftir að eitthvert spaghettí skrýmsli myrði allt mannkyn, nema þá fáu rettruuðu.

Örn Einar Hansen, 1.3.2020 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband