Hringið í Uber og Lyft!

Af hverju er bæði verið að hvetja fólk í Reykjavík til að taka strætó OG halda fyrirtækjum eins og Uber og Lyft frá götum borgarinnar?

Þetta er mótsögn, svo vægt sé til orða tekið.

Fyrirtæki eins og Uber og Lyft (og fleiri) hafa beinlínis viðskiptalíkan sem gengur út á að fólk komist á milli staða án eigin bíls. Uber gerir þetta meira að segja með blússandi tapi, á kostnað fjárfesta þess sem dæla fé sínu í hugsjón. Sömu sögu er ekki hægt að segja um skattpínda Reykjavíkurbúa sem eiga engan annan kost en að halda úti bíl, keyra á holóttum götum og borga margfalt fyrir neyð sína.

Þessi blússandi hræsni er núna orðin að markaðssetningartæki fyrir Meniga, sem er flott fyrirtæki en komið á villigötur með misskildri góðmennsku sinni.


mbl.is Veita afslátt af fargjöldum í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í einu orði: stjórnsemi.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.6.2019 kl. 19:09

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég legg til að borgin loki öllum götum, en leggi þess í stað járnbrautir, og fjárfesti í gufuknúnum lestum.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.6.2019 kl. 00:02

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Legg bara til að Geir haldi bara áfram að hjóla. Hvað ertu að stressa þig yfir samgöngum í höfuðborg víðsfjarri þér, þó þar ráði alger fífl? Þakka samt utanaðkomandi pistlana, ekki misskilja mig.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 5.6.2019 kl. 03:29

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Frábær hugmynd! Sporvagnarnir eru jú það heitasta í dag eftir áratugadvöl á söfnum og svarthvítum ljósmyndum. Mun einfaldara væri samt að apa upp 5C strætó-fyrirkomulagið í Köben:

https://ing.dk/artikel/koebenhavns-buslinje-5a-bliver-udskiftet-med-lang-hurtigere-gasbus-197459

Halldór,

Ég fæ nánast í hverri viku skilaboð frá vinum og ættingjum sem þurfa að þræða vonlausa umferðina í Reykjavík, sem milljarðarnir úr ráðhúsinu og Stjórnarráðinu hafa ekki dugað til að laga. En já takk, ég held áfram að hjóla, keyra, taka lest og strætó - mismunandi þarfir færa mig í mismunandi ferðamáta. 

Geir Ágústsson, 5.6.2019 kl. 07:22

5 identicon

Hér er engin hræsni á ferðinni. Tilgangurinn með því að hvetja fólk til að taka strætó er að minnka umferð bíla. Það hefur engin slík áhrif að taka leigubíl hvort sem það eru Uber, Lyft eða aðrir valkostir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.6.2019 kl. 10:48

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.5.2019:

"Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir í Bakþönkum Fréttablaðsins að ef Ísland gengur úr EES [Evrópska efnahagssvæðinu] finnist honum augljóst að Ísland verði að ganga í sambandið.

Því séu andstæðingar EES að pissa í skóinn sinn með því að gera þriðja orkupakkann að deiluefni."

"Það er t.d. EES að þakka að við erum ekki með gjaldeyrishöft, ekki með einokun á framleiðslu og sölu á rafmagni og að til stendur að afnema bann við innflutningi á fersku kjöti og fjöldatakmarkanir á leigubílum." cool

Þorsteinn Briem, 5.6.2019 kl. 11:43

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.2.2018:

"Einar Þorsteinsson, þáttastjórnandi Kastljóss, spurði Ásgeir [Þorsteinsson, formann leigubílstjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubílstjóra,] að því hvort leigubílstjórar sæju ekki tækifæri í að bjóða upp á að panta leigubíl með lítilli fyrirhöfn, á fyrirsjáanlegu verði og biðtíma, líkt og hjá Uber og Lyft.

Ásgeir sagði að starfshópur væri að störfum til að aðlaga leigubíla að reglum Evrópusambandsins, sem væri í vinnslu á öllum Norðurlöndunum." cool

Viðreisn segir ótækt að takmarka framboð á leigubílum

Þorsteinn Briem, 5.6.2019 kl. 12:11

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Alþingi 29.5.2017:

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar:

"Ég legg fram fyrirspurn til hæstvirts samgönguráðherra. Ég er sannfærður um að núgildandi lög og reglur um leigubíla eru ekki að fullu í takt við tímann.

Álit Eftirlitsstofnunar EFTA frá 22. febrúar síðastliðnum, þar sem norsk löggjöf um leigubíla er gagnrýnd, er eitthvað sem við ættum að lesa vel, enda er norska löggjöfin keimlík þeirri íslensku." cool

Alþingi: Viðbrögð við áliti Eftirlitsstofnunar EFTA um löggjöf um leyfi til leigubílaaksturs

Þorsteinn Briem, 5.6.2019 kl. 12:36

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Leigubílar hér á Íslandi eru víðar en í Reykjavík og gamall leigubíll á Akureyri var til að mynda fyrsti bíllinn sem undirritaður eignaðist, 17 ára gamall.

En öfgahægrikarlarnir halda náttúrlega að stuðningsmenn Borgarlínunnar séu allir á móti bifreiðum. cool

Og Reykvíkingar eru "einungis" 56,5% þeirra sem búa hér á höfuðborgarsvæðinu, frá Hafnarfirði til Kjalarness.

Viðreisn er einn af flokkunum sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur og Pawel Bartoszek er nú annar af tveimur borgarfulltrúum Viðreisnar.

Og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir eru í ríkisstjórn sem hefur samþykkt að ráðast í gerð Borgarlínunnar frá Hafnarfirði í Mosfellsbæ. cool

31.10.2006:

"Fram­kvæmdaráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur samþykkt að feng­inni um­sögn Lög­reglu­stjór­ans í Reykja­vík að leigu­bíl­um sé heim­ilað að aka á sérak­rein­um Strætó.

Það skil­yrði er sett að leigu­bíl­stjór­ar nýti ein­göngu ak­rein­arn­ar þegar um farþega­flutn­inga gegn gjaldi er að ræða. Samþykkt­in tek­ur gildi eft­ir birt­ingu í Lög­birt­ing­a­blaðinu."

Þorsteinn Briem, 5.6.2019 kl. 14:44

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Það vilja allir minni traffík og fleiri í bílana. Stjórnmálamenn hafa reynt og eytt og planað og hugsað, og mistekist. Er hálsól þeirra óendanleg?

Geir Ágústsson, 5.6.2019 kl. 15:51

11 Smámynd: Geir Ágústsson

En á meðan menn semja og kynna glærur sjá Skutlarar um að brúa bilið. Sem betur fer.

Geir Ágústsson, 5.6.2019 kl. 15:53

12 identicon

Skutlarar gætu verið svarið við Borgarlínu! Ef okkur lukkast að afnema fjöldatakmarkanir í leigubifreiðakerfinu þá gæti deilihagkerifð fundið öruggari og hagkvæmari lausn en Skutlarar.

Agnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.6.2019 kl. 16:31

13 identicon

Menn velja almenningssamgöngur þegar þær verða betri valkostur en einkabíllinn.

Borgarlína verður slíkur valkostur, allavega á vissum tímum. Bílaeigendur sem eru ákveðnir að nota aldrei borgarlínu geta glaðst yfir tilkomu hennar vegna þess að þá verður umferð einkabíla greiðari.

Að einblína á að greiða fyrir umferð einkabílsins gengur ekki upp og er einfaldlega galið.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.6.2019 kl. 18:31

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur, lepur þú ennþá upp loforðin?

Geir Ágústsson, 5.6.2019 kl. 21:13

15 identicon

Loforðin? Innlegg mitt kemur ekki inn á nein loforð. Þar er aðeins greint frá skoðunum mínum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.6.2019 kl. 09:50

16 identicon

Sæll Geir.

Er ekki best að fá kælinn góða
inní fundarherbergi ráðhússins,
þar með heyra vandamál öll sögunni til.

Húsari. (IP-tala skráð) 7.6.2019 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband