Laugardagur, 25. maí 2019
Hinar hlýju miðaldir
Loftslag Jarðar er stundum að hlýna og stundum að kólna.
Á Víkingaöldinni ræktuðu menn vín í Englandi og korn á Íslandi og héldu sauðfé á Grænlandi. Síðan kólnaði og Evrópa steyptist inn í kalt og vesælt tímabil. Kannski er sú kólnun búin að gefa eftir í dag. Menn rækta aftur korn á Íslandi og rækta matvæli á Grænlandi.
Á sama tíma eykst styrkleiki koltvísýrings í andrúmsloftinu. Hann er að grænka jörðina, styrkja vöxt plantna og hjálpa mannkyninu að rækta meiri matvæli.
En er sá koltvísýringur að stuðla að meiri hlýnun en ef hans gætti ekki við? Það er ósannað með öllu og spálíkön sem byggja á þeirri forsendu spá engu rétt fyrir.
Þessi áhersla á takmörkun koltvísýringslosunar er að draga athygli frá miklu brýnna málefni, sem er mengun. 95% af öllu því plasti sem rennur til sjávar rennur úr eingöngu tíu stórfljótum í misfátækum ríkjum. Í stað þess að eltast við notkun Evrópubúa á jarðefnaeldsneyti ætti að eyða fé í að stöðva þá mengun. Í Kína reisa menn á hverju ári kolaorkuver sem nota svipað mikið af kolum og meðalstórt Evrópuríki. Í stað þess að skerða lífskjör Vesturlandabúa ætti að selja Kínverjum hagkvæmari tækni, svo sem gastúrbínur sem hleypa ekki sóti út í loftið og ofan í lungu manna og dýra. Um leið mætti kenna Kínverjum að ef fólk fær að verja eigur sínar fyrir ágangi stjórnvalda og iðnaðar þá myndast hvati til að draga úr loftmengun. Þess vegna var Vestur-Þýskaland hreint og Austur-Þýskaland ekki.
Það þarf ekki að kolefnisjafna eitt né neitt eða ofmeta áhrif snefilefnis í andrúmsloftinu á hitastig Jarðar. Það þarf að berjast gegn mengun.
Jöklar hopa en skógar stækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.
Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.
Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.
Þorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 15:33
"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."
Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 15:34
8.9.2015:
Grænn vöxtur sparar biljónir Bandaríkjadala
Þorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 15:35
27.9.2013:
"Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og benda margar athuganir til breytinga frá því um miðbik síðustu aldar sem eru fordæmalausar þegar litið er til síðustu áratuga eða árþúsunda.
Lofthjúpurinn og heimshöfin hafa hlýnað, dregið hefur úr magni og útbreiðslu snævar og íss, auk þess sem sjávarborð hefur hækkað og styrkur gróðurhúsalofttegunda aukist."
Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, staðan 2013 - Veðurstofa Íslands
Skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) - Áhrif mannkyns á loftslag eru skýr
Þorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 15:35
6.4.2009:
"Koldíoxíð dreifist jafnt um allan lofthjúpinn, sama hvar upptökin eru.
Borkjarnar úr Grænlandsjökli eru með loftbólur sem segja sögu andrúmsloftsins langt aftur í tímann og styrkur koldíoxíðs, sem var um 280 ppm fyrir iðnvæðingu, er nú um 390 ppm.
Aðrar náttúrulegar gróðurhúsalofttegundir, svo sem díköfnunarefnisoxíð (N2O) og metan (CH4), eru einnig að aukast af mannavöldum, hið fyrra vegna dreifingar á áburði og framleiðslu saltpéturssýru en hið síðara kemur frá jórturdýrum, sorphaugum, viðarkyndingu og vinnslu jarðgass og kola."
Um gróðurhúsalofttegundirnar - Veðurstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 15:37
14.10.2015:
"Skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands sýnir að 67,4% aðspurðra telja mikla þörf á að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda."
"Rúm 12% svarenda telja litla þörf á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni en rúmur fimmtungur tók ekki afstöðu í könnuninni."
"Þannig telja 43% fylgjenda Framsóknarflokksins þörf á aðgerðum en 27% litla eða mjög litla.
Af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins telja 48% mikla eða frekar mikla þörf á aðgerðum en fjórðungur litla eða mjög litla."
Flestir á mikilvægi þess að draga úr losun
Þorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 15:39
Menn eiga einfaldlega að fara að lögum, samþykktum og samningum, í þessum efnum sem öðrum.
Og þá gildir einu hvað þeim finnst um hitt og þetta.
Fyrir nokkrum áratugum var orðið mengun ekki til í þeirri merkingu sem við notum það núna.
En það er ekki þar með sagt að engin mengun hafi verið til í heiminum fyrir þann tíma.
Mengun er að sjálfsögðu slæm og við græðum ekkert á því að auka hana, heldur þveröfugt.
Og við eigum að sjálfsögðu að fara eftir því sem mikill meirihluti vísindamanna segir okkur í þessum efnum, enda töpum við ekkert á því.
Þorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 15:40
"Niðurstöður nýrrar könnunar á þúsundum rannsókna sem gerðar voru á árunum 1991-2011 sýna yfirgnæfandi og vaxandi samstöðu meðal vísindamanna um að mannkynið beri langmesta ábyrgð á hlýnun jarðar.
Rúmlega 97% rannsókna á tímabilinu komust að þessari niðurstöðu."
"Vísindamenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada skoðuðu yfir fjögur þúsund vísindarannsóknir sem gerðar höfðu verið 1991-2011, þar sem afstaða var tekin til þess hvort að mannkynið bæri ábyrgð á hnatthlýnun.
Rúmlega tíu þúsund vísindamenn voru skrifaðir fyrir rannsóknunum.
Niðurstöðurnar voru skýrar, yfir 97% sögðu að hnatthlýnun væri af mannavöldum.
Þá fór fjölda þeirra, sem töldu aðrar útskýringar líklegri, fækkandi eftir því sem leið á tímabilið sem var til skoðunar."
Nær allir vísindamenn sammála um orsakir hnatthlýnunar
Þorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 15:42
Consensus: 97% of climate scientists agree
Þorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 15:43
24.3.2015:
"Zheng Guogang æðsti yfirmaður veðurfræðistofnunar Kína varar við að veðurfarsbreytingar vegna mengunar muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar í Kína.
Veðurfarsbreytingar skapi alvarlega ógn og muni draga úr kornuppskeru og skaða lífríkið.
Kína mengar mest allra ríkja heims og því er spáð að losun Kínverja á lofttegundum sem valda loftslagsbreytingum muni ná hámarki innan 15 ára.
Zheng segir í viðtali við kínversku ríkisfréttastofuna Xinhua að verði ekkert að gert stefni Kína hraðbyri í hörmungar af völdum loftslagsbreytinga.
Hitastig vegna loftslagsbreytinga hafi nú þegar hækkað meira í Kína en sem nemur meðaltali í heiminum.
Þrátt fyrir að loftmengun mælist nú yfir hættumörkum í Peking og mörgum öðrum stórborgum þá hafa stjórnvöld ekki sett sér ákveðin markmið í að draga úr losun mengandi gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýringi.
Þetta geti leitt til meiri öfga í veðri, þurrka, meiri úrkomu og hærri lofthita, sem ógni rennsli fljóta og uppskeru."
Veðurfarsbreytingar skapi alvarlega ógn
Þorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 15:45
Heimurinn endar að sjálfsögðu ekki þó mannkynið deyi út.
En sá sem ekki ber virðingu fyrir náttúrunni og umhverfi sínu ber heldur ekki virðingu fyrir sjálfum sér.
Rúmlega átta milljónir tonna af plasti fara í sjóinn ár hvert og menga höf heimsins næstu aldirnar.
Við Íslendingar fáum hátt verð erlendis fyrir fisk sem við veiðum hér við Ísland meðal annars vegna þess að við auglýsum að fiskurinn komi úr hreinu hafi.
Við þurfum hins vegar einnig að huga að fleiru en plasti í hafinu, til að mynda þungmálmum í fiski.
Og mengunin endar að lokum í maga fáráðlinganna.
Þorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 15:48
Galileio stóð í hárinu á viðtekinni trú á sínum tíma. Á því er þörf í dag líka. 97% talan er uppspuni.
Geir Ágústsson, 25.5.2019 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.