Fimmtudagur, 23. maí 2019
Geisp
Borgarstjórar hittast til að ræða hvernig á að eyða annarra manna fé í ímyndað vandamál.
Kannski það sé samt betra en að þeir sinni sínu raunverulega starfi þar sem þeir sóa fé og tíma kjósenda sinna. Það er sennilega ódýrara fyrir skattgreiðendur að hlusta á stjórnmálamann lofa að eyða fé þeirra en að þeir mæti í vinnuna og eyði því í raun og veru.
Borgirnar verði endurhannaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvenær gerði verkfræðingur síðast gagn? Hefur verkfræðingur einhvern tíman verið til gagns? Er tilvera verkfræðinga ekki almennt talin vera í besta falli sóun á landrými?
Vagn (IP-tala skráð) 23.5.2019 kl. 21:41
8.9.2015:
Grænn vöxtur sparar biljónir Bandaríkjadala
Þorsteinn Briem, 23.5.2019 kl. 23:00
Hver hefur aðkoma borgarstjóra verið að tugprósenta minnkun eldsneytisnotkunar íslenskrar útgerða seinustu áratuga?
Geir Ágústsson, 24.5.2019 kl. 03:48
Borgin bætir stöðugt tengingar við skip svo ekki þurfi að keyra vélar meðan skip eru bundin við bryggju, það var ekki ákvörðun verkfræðinga. En borgarstjóri, ólíkt verkfræðingum, kom ekkert að hönnun Landeyjarhafnar. Hversu mikið ódýrara hefði það orðið fyrir skattgreiðendur að láta ekki verkfræðinga, sem ekki sjá ástæðu til að ræða hlutina, um þá hönnun?
Vagn (IP-tala skráð) 24.5.2019 kl. 08:21
Borgarstjórarnir þakka sjálfum sér það sem aðrir hafa gert. Minnkandi útblástur er vegna þrotlausrar vinnu bílaframleiðenda við að draga úr eldsneytisnotkun. Bílaframleiðendur gera þetta ekki til að draga úr útblæstri, heldur til að hafa betur í samkeppni, enda skiptir eldsneytiskostnaður kaupendurna máli.
Dagur B. Eggertsson misskilur auðvitað hvers vegna ferðamenn koma til Íslands. Þeir koma til að skoða náttúru landsins, ekki til að versla í lundabúðum eða rölta á göngugötum í einhverri minnst áhugaverðu borg heims. Þess vegna taka þeir bílaleigubíla; á þeim fara þeir út á land.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.5.2019 kl. 08:29
Undarlegt að önnur svið skuli ekki þurfa að gera grein fyrri þessum kostnaðarlið
https://www.ruv.is/frett/gagnrynir-395-milljona-serfraedikaup
aðkeypt sérfræðiþjónusta eða verktakar í vinnu án eftirlits eða útboðs er mjög algengt hjá Borginni
Borgari (IP-tala skráð) 24.5.2019 kl. 08:59
Dagurinn borgar sig seint.Þetta fólk hefur mistúlkað hlutverk sitt verulega
Steinþór Jónsson (IP-tala skráð) 24.5.2019 kl. 10:34
Það er alveg magnað hvað stjórnmálamenn komast upp með að mistakast oft. Það væri búið að reka þetta fólk oft og mörgum sinnum hjá einkafyrirtækjum.
Það er enginn vandi að minnka bílaumferð ef það er markmiðið: Hleypið bara Uber og Lyft inn í landið og losið um hömlur á rekstri leigubíla. Lyft býður t.d. upp á heilan pakka af lausnum:
"In partnership with our community of drivers, riders, local activists, and city leaders, we’ll work to achieve maximum positive impact with a special eye toward improving transportation access and equity."
Uber er líka með óteljandi lausnir, t.d. UberPool, sem "matches you with riders heading in the same direction, so you can share the ride and cost."
Er ekki fullreynt að troðfylla göturnar af bílum í röð og þvinga fólk til að standa í rigningu og roki í biðskýlum?
Geir Ágústsson, 24.5.2019 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.