Miðvikudagur, 1. maí 2019
Útsölur eru góð kjarabót
Mér finnst afskaplega viðeigandi að fyrirtæki auglýsi sérstaka afslætti í tilefni af 1. maí, baráttudegi verkalýðsfélaganna (verkalýðurinn er bæði innan og utan þeirra).
Útsölur eru jú frábær kjarabót! Þar slá eigendur fyrirtækja af arðsemiskröfu sinni til að auka veltuna tímabundið, minna á vörumerki sitt og auka ánægju viðskiptavinanna.
Fyrirtæki ættu að vera dugleg að halda 1. maí á einn eða annan hátt og lækka vöruverð sitt, ýmist varanlega samhliða hagræðingaraðgerðum eða tímabundið á kostnað eigenda sinna.
Annars legg ég til að menn láti af þeim ósið að fara í frí 1. maí óháð því á hvaða vikudegi sá mánaðardagur rennur upp. Þeir sem vilja spóka sig í miðbænum með merki kommúnista eiga að gera það launalaust í eigin frítíma. Hérna er páskahátíðin öllu fyrirsjáanlegri og miðast við ákveðna vikudaga (skírdagur á fimmtudegi, föstudagurinn langi á föstudegi og þar fram eftir götunum). Ræðudagur verkalýðsforkólfa gæti þá heitið fyrsti laugardagur í maí eða álíka.
Ósvífið og til skammar fyrir fyrirtækin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.