Forréttindakynið?

Ef marka má opinbera umræðu á Íslandi þá eru konur kúgaðar af karlmönnum. Karlmenn fá háu launin, fínu störfin, stjórnarsætin og tækifærin. Konur sitja eftir með lág laun, enga ábyrgð og færri tækifæri.

Sannleikurinn er nálægt því þveröfugur. Karlmenn vinna lengur og það færir þeim laun og ábyrgð en þeir eiga líka færri vini, minna félagsnet og búa við meiri pressu. Þeim er beinlínis ætlað að þéna vel. Konur líta annars ekki við þeim. Þeim er ætlað að komast í góða stöðu því annars er litið niður á þá. 

Margir karlmenn standa ekki undir þessari pressu. Þeir byrja að taka áhættu, t.d. fremja glæpi (karlmenn eru yfirgnæfandi meirihluti fanga). Þeir kikna undan álaginu og fremja sjálfsmorð (karlmenn eiga yfirgnæfandi meirihluta sjálfsmorða). Þeir bæla geðveilur sínar og forðast að leita sér hjálpar. 

En það er ekki nóg að benda á þetta því staðreyndir skipta ekki máli í opinberri umræðu. Þetta er álitið væl. Karlmenn eru einfaldlega forréttindakynið! Skítt með álagið, sjálfsmorðin, glæpatíðnina, heilsubrestina og félagslegu pressuna (frá konum aðallega). 

Hættið þessu væli, karlmenn!

Ekki satt?

En sem betur fer eru til úrræði sem fela ekki í sér einhvern skilning eða samúð frá kvenkyninu. Það er hægt að kynna sér boðskap Jordan Peterson. Það er hægt að vera hugrakkur og opna sig. Það er hægt að standast pressuna og vonast til að kvenkynið samþykki mann eins og maður er; í venjulegu starfi á venjulegum launum í venjulegu líkamlegu formi með venjulega brúnku á húðinni. Það er hægt að finna sér uppbyggileg áhugamál og taka ábyrgð á einhverju sem skiptir máli, t.d. vellíðan sinna nánustu. 

Femínistar tala eins og þeir séu að reyna bjarga heiminum en svo er ekki. Þeir eru að sækja í þægilegu innivinnuna á háu laununum, en án þess að þurfa vinna mikið og lengi og taka áhættu með andlega og líkamlega heilsu sína. Það er hægt að gera margt heimskulegra en að hunsa femínista.


mbl.is Veikindi „tabú“ hjá strákum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband