Föstudagur, 26. apríl 2019
Gott framtak sem verður vonandi endurtekið
Kaffihús í áströlsku borginni Melbourne sem lét karlmenn greiða meira fyrir kaffibollann lokar fyrir fullt og allt í lok mánaðarins. Að sögn eigenda þá höfðu þeir einfaldlega misst áhugann á að reka kaffihús.
Hvað sem því líður þá var framtakið gott og minnir okkur á að í frjálsu samfélagi þá er engin kvöð á okkur að þóknast öllum, hvað sem líður hvimleiðum pólitískum rétttrúnaði. Kaffihús á að geta rukkað karlmenn meira en konur og veitt konum forgang í sæti. Karlmenn ættu raunar að styðja þetta og túlka sem svo að þeir séu ekki eins velkomnir og konur og finna sér annað kaffihús, eða stofna sitt eigið kaffihús sem rukkar konur meira en karlmenn.
Ekki eru karlmenn velkomnir á kvennaklósettið - eru þeir að kvarta yfir því?
Fyrir mörgum árum rak félagi minn lítið fyrirtæki og sagðist bara ráða karlmenn með ákveðnar stjórnmálaskoðanir til starfa í því. Það var að sjálfsögðu hans réttur.
Ég á hús og ég býð ekki hverjum sem er í heimsókn. Mér þarf helst að líka vel við fólk sem ég umgengst og hleypi inn í húsnæðið mitt. Mér líkar ekki jafnvel við alla (þótt mér líki þannig séð ágætlega við flesta). Það á enginn að geta sagt mér hverjum ég vil og vil ekki bjóða í heimsókn.
Ég hef valið að giftast kvenmanni og um leið valið að vera ekki í rómantísku sambandi við annað kvenfólk. Það á enginn að geta þvingað mig til að halda framhjá.
Að geta mismunað og valið eftir smekk og geðþótta er heilagur réttur hvers og eins okkar. Þvinguð sambúð er engum til góðs. Góðir nágrannar geta orðið að hræðilegum sambýlingum.
Verjum hinn mikilvæga rétt allra til að mismuna. Það stuðlar að friðsælla og réttlátara samfélagi.
Umdeilt kaffihús lokar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já.
Og í sama dúr væri líka vonandi að íslenzk yfirvöld hefðu kjark til að neita að taka við þeim tugum islamista sem SÞ þvingar okkur til að taka við árlega og taka í staðinn við raunverulegum flóttafólki, eins og t.d. kristnum sem flýja ofsóknir múslíma. Þetta á líka við hælisleitendur.
Aztec, 26.4.2019 kl. 13:36
Ísland er sjálfstætt ríki og á auðvitað ekki að haga innflytjendamálum sínum öðruvísi en pólitískur vilji á Íslandi segir til um.
Kannski Íslendingar geti hér lært af reynslu frændþjóða á Norðurlöndum frekar en að endurtaka öll mistökin og ætla svo að taka til þegar allt er komið í klessu.
Geir Ágústsson, 27.4.2019 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.