Miðvikudagur, 3. apríl 2019
Gott og blessað en ...
Svo virðist sem ríkisvaldið ætli að draga aðeins úr flækjustigi sínu og skattheimtu til að koma til móts við kjarasamningaviðræður. Það er allt saman gott og blessað. Að vísu er enginn að tala um almennar skattalækkanir heldur er miklu frekar verið að hræra í einstaka bótaliðum og opna aðeins á landrými svo fólk sem hefur ekki efni á lúxusíbúðum í miðbæ borgarstjóra geti líka keypt sér húsnæði.
Allt er þetta svo metið á einhverja milljarða sem ríkisvaldið telur sig væntanlega sjá á eftir og mun þurfa að krækja í annars staðar. Enginn hefur a.m.k. talað fyrir minnkandi opinberum umsvifum.
Hver er svo lexían?
Jú, að ríkisvaldið er stærsta lífsgæðaskerðingarafl þjóðfélagsins. Lífskjör eru verri en þau gætu verið vegna ríkisvaldsins. Umsvif þess, svíðandi skattheimta, flókið bótakerfi og dekstur þess við hagsmuni sumra hópa en ekki annarra er hamlandi afl.
Það að ríkisvaldið sé yfirleitt dregið inn í kjarasamningaviðræður er til merkis um að menn telji sig hafa eftir einhverju að slægjast þar. Hvað nú ef ríkið lækkar skattana mína, hækkar bæturnar og skaffar mér byggingalóð? Þá græði ég! Hvað ef ríkið sleppir mér við stimpilgjaldið en ekki öðrum? Ég græði á því! Hvað ef mínar barnabætur hækka á meðan bætur annarra lækka? Það hentar mér!
Það er löngu kominn tími til að draga úr afskiptum stjórnmálamanna af samfélaginu. Það er eins og það eitt að vera kosinn til að stjórna, frekar en að vera ráðinn til þess, feli í sér einhvern töframátt. Íslendingar þola ekki stjórnmálastéttina en eftirláta henni engu að síður að ráðskast með samfélagið að vild. Þetta er óskýranlegur geðklofi sem skaðar allt og alla.
Einkavæðum allt.
Lífskjarasamningar metnir á 100 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Orðið gott! segi ég. Nú virkar lífeyriskerfi launþeganna þannig að:
Skylduframlag: 15,5% sem skiptist þannig: 4% framlag launþega, 11.5% mótframlag launagreiðanda.
Séreign: 6% sem skiptast þannig: 4% framlag launþega, 2% mótframlag.
Samtals telja öll þessi lífeyrissjóðaframlög 21,5% af heildarlaunum.
Auk þess greiðir launþeginn amk 37% tekjuskatt/útsvar af rest og þá læt
ég ótalin önnur launatengd gjöld sem launþegi verður lítt var við.
Kolbrún Hilmars, 3.4.2019 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.