Laugardagur, 16. febrúar 2019
Ríkisstyrkir leiða til einsleitni
Ríkisstyrkir umbuna sumum og gefa þeim forskot. Það er nánast ómögulegt að keppa við ríkisstyrkta starfsemi. Samkeppnisaðilar þeirra á ríkisstyrkjunum lognast út af. Þeir sem standa eftir hafa uppfyllt kröfur yfirvalda. Einsleitni er niðurstaðan.
Þetta eru sumir blaðamenn að uppgötva núna, alltof seint. Þeir hjá Bændablaðinu og ýmsum fréttasíðum íþrótta sjá að núna á að styrkja samkeppnisaðila þeirra. Þeir sem skrifa á ensku fá ekki aðgang að spenum ríkisgyltunnar.
Blaðamenn telja sig yfirleitt vera svo upplýsta, vel lesna og klára. Og þeir eru yfirleitt vinstrimenn og illa að sér í hagfræði. Það er því alltaf fyndið að sjá þá sprikla og kvarta þegar þeirra eigin hugmyndafræði snýst í höndunum á þeim.
Lesendur ekki bara einhverjir túristar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og þess vegna er lambakjöt eina kjötið fáanlegt í verslunum á Íslandi og þeir sem vilja drekka eitthvað annað en mjólk eða kranavatn þurfa að fara til útlanda. RÚV rekur einu útvarpsstöðina og einu sjónvarpsstöðina, Þjóðleikhúsið einokar leikhúsmenninguna og tónlistarmenn fá ekki vinnu nema hjá sinfóníunni. Það er nánast ómögulegt að keppa við ríkisstyrkta starfsemi. Einsleitnin er allsráðandi.
Miðað við það að hægri og miðjuflokkar hafa stjórnað í 85 af síðustu 100 árun eru völd þessara ríkisstyrkjandi vinstrimanna ótrúlega mikil.
Vagn (IP-tala skráð) 16.2.2019 kl. 17:15
Það er reyndar rétt að það er stundum hægt að lifa af samkeppni við ríkið, en að lifa af ofbeldið réttlætir ekki ofbeldið.
Geir Ágústsson, 16.2.2019 kl. 21:20
Og þú telur það ofbeldi að styrkja blöð sem gefin eru út á Íslensku. Að það muni drepa útgáfu blaða á öðrum tungumálum. Að vegna styrksins muni Mogginn ná samkeppnisforskoti og taka lesendurna frá The Reykjavík Grapevine og Vikan drepa Iceland Review. Alveg eins og ríkisstyrktir lambakjötsframleiðendur, í boði vinstrimanna, eyddu samkeppni frá svepparæktendum og laxeldi.
Stóra spurningin eftir allt saman verður samt óneitanlega sú hvort þetta höfuðhögg sem þú greinilega fékkst hafi verið ofbeldi eða klaufaskapur.
Vagn (IP-tala skráð) 17.2.2019 kl. 01:27
Ef þú telur ríkisstyrki stuðla að fjölbreytni áttu enn eftir að rökstyðja það.
Geir Ágústsson, 17.2.2019 kl. 06:31
Ýmsir ríkisstyrkir til menningarstarfsemi hafa aukið fjölbreytni í bókaútgáfu, leiklistarstarfi, kvikmyndagerð o.s.frv., og það án þess að hafa áhrif á samkeppni innanlands. Hvort erlendir höfundar telji ríkisstyrkta Íslenska rithöfunda vera ógn læt ég mér í léttu rúmi liggja.
Vagn (IP-tala skráð) 17.2.2019 kl. 18:57
Það veist þú ekkert um. Kannski urðu ríkisstyrkirnir, og skattheimtan sem fór í að fjármagna þá, til þess að eitthvað annað varð ekki til - eitthvað sem neytendur hefðu sjálfviljugir valið að fjármagna.
Ríkisbrúin blasir við þér, og bílarnir sem keyra yfir hana.
Hitt, sem fæddist andvana til að fjármagna brúnna, er þér hulið.
Geir Ágústsson, 19.2.2019 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.