Grænir vitleysingar og Rússagrýlan

Vestur-Evrópa er á blússandi hraðferð upp í hendurnar á tækifærissinnum austar í álfunni.

Grænir vitleysingar vilja loka kolaorku- og kjarnorkuverum og halda að almenningur sætti sig bara við að þurfa slökkva ljósin eða borða minna til að borga hærri rafmagnsreikning.

Veðmálið gengur út á að það verði hægt að reisa vindmyllur nógu hratt til að bæta upp fyrir lokuð orkuver.

Gangi það upp gerist ekki annað en að lífskjör almennings versna.

Gangi það ekki upp er búið að ýta Vestur-Evrópu í fangið á Rússum sem skammta álfunni orku í skiptum fyrir pólitíska greiða.

Um þetta er fjallað aðeins nánar hér.

Það þarf að loka kjaftinum á þessum gróðurhúsakór sem spýtir endurunnum hræðsluáróðri yfir almenning og stjórnmálamenn. Hættan er annars sú að tækifærissinnar í austri fái ókeypis hreðjatak á okkur.

Tökum svo aðeins saman, í stuttu máli, staðreyndir málsins:

  • Kol eru skítug en útvega efnaminnum íbúum jarðar lífsnauðsynlega orku
  • Með auði koma kröfur um hreinna loft, og þá getur olía og gas tekið við af kolum, en einnig dýrari valkostir eins og vatns- og kjarnorka
  • Batterísbílar bæta loftgæði borga og eru ágætir þar sem er nóg af innstungum, en eiga ekki heima úti á landi eða á þjóðvegum
  • Framleiðsla vindmylluvængja og battería er frek á bæði orku og hráefni
  • Ríkt fólk er pjattaðra og kröfuharðara en fátækt fólk

 


mbl.is Súrnun og hlýnun eru ekki góð blanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála Geir. Vona að sem flestir hafi lesið 2 góðar greinar eftir Jónas Elíasson prófessor í mbl.

Hlýnun jarðar: Umræða til einskis.

Hlýnun jarðar: Pólitík á heimavelli.

Með kveðju.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 12.2.2019 kl. 11:49

2 identicon

Einu "úrræði" yfirvaldins er að leggja á fleiri græna skatta í nafni samfélagslegrar ábyrgðar.

Ein græna sparileiðin var hjá Landsbankanum að hætta að "gefa" viðskiptavinum dagtöl enda gegngur nú Landsbankinn mjög vel og geta því hækkað launin hjá sínu fólki

Grímur (IP-tala skráð) 12.2.2019 kl. 12:26

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég er að vinna með fyrirtæki núna sem leggur rosalega mikið upp úr umhverfisverd, að eigin sögn. Þar má helst ekki prenta út eða henda matarafgöngum í ruslið. Síðan setur þetta fyrirtæki tæknilegar kröfur á okkur sem framleiðanda sem eykur hráefnisnotkun um heilan helling, og er þá allur sparnaðarinn á prenthylkjum næstu 20 árin horfinn á einu bretti.

Það er eins og allir séu að reyna finna möntru sem hljómar vel ein og sér, og heildarmyndinni er um leið varpað á dyr.

Vindmyllur losa ekki kolefni, en framleiðsla þeirra og viðhald á þeim sýgur auðlindir til sín.

Rafmagnsbíll losar ekki kolefni, en það kostar gríðarlegar auðlindir að smíða hann og farga honum, og auðvitað halda honum við.

Menn eru meira að segja að tala um að smíða rafmagnsflugvélar sem þurfa að rogast með risastórt batterí upp í loftið, fullt af orku sem þurfti kostaði töluvert af auðlindum að framleiða. 

Rafmagnsbíll í Frakklandi fær græningjana til að verða græna af ánægju, því skorsteinninn í Póllandi sem knýr hann sést ekki.

Geir Ágústsson, 12.2.2019 kl. 12:34

4 identicon

Gallinn við sólorku er að hún virkar ekki í myrkri og gallinn við vindmyllur að þær virka ekki í logni. Hvorutveggja er dýr orka og getur ekki haldið uppi grunnorku (Basepower)eingöngu hægt að bæta inn á önnur orkukerfi.

GB (IP-tala skráð) 12.2.2019 kl. 13:20

5 Smámynd: Geir Ágústsson

GB,

Ekki vanmeta mikilmennskubrjálæði öfgamanna. Það blæs alltaf einhvers staðar og einhvers staðar skín sólin. Með því að byggja upp alveg ógeðslega dýrt dreifikerfi er hægt að dæla straum á milli fjarlægra punkta sem tapar mikilli orku og kostar fúlgur fjár. En það er tæknilega hægt. 

Geir Ágústsson, 12.2.2019 kl. 13:50

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Geir, það hefur aldrei staðið til af kolefniskirkjunni að gera einhverja heildarmynd af viti, þetta er og hefur alltaf snúist um bisness. Ef þetta snérist um annað þá myndi gróðurhúsakórinn syngja um sóun.

Magnús Sigurðsson, 12.2.2019 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband