Þriðjudagur, 15. janúar 2019
Tveir úlfar og sauðkind
Einu sinni ræddu tveir úlfar og sauðkind sín á milli um það hvað ætti að vera í kvöldmatinn. Það var ákveðið að kjósa og veita engum neitunarvald. Síðan hefur ekkert heyrst í sauðkindinni.
Og bráðum verður búið að valta yfir Írland og andstöðu ríkisins við himinháa skatta og efnahagslega stöðnun.
Evrópusambandið veitir vissulega skjól og ákveðinn stöðugleika. En kannast einhver við söguna um manninn sem fékk spákonu til að spá fyrir um dauðadag sinn? Þann dag kom maðurinn sér fyrir inni í rammgerðum peningaskáp og lokaði hurðinni. Hann var algjörlega öruggur, og dó úr köfnun. Eru þetta örlög meðlimaríkja Evrópusambandsins?
Vill afnema neitunarvald í skattamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Facebook
Athugasemdir
Eina vitræna stefnan fyrir ESB er að það verði sambandsríki. Aðeins þannig getur sameiginlegi gjaldmiðillinn gengið upp. Þetta er því algerlega rökrétt skref.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.1.2019 kl. 13:57
Eru öll ríki sem nota USD hluti Bandaríkjanna?
Geir Ágústsson, 16.1.2019 kl. 15:58
"Eina vitræna stefnan fyrir ESB er að það verði sambandsríki, eða öllu heldur eitt ríki. Aðeins þannig getur sameiginlegi gjaldmiðillinn gengið upp." Þetta er líkast til rétt, eftirláta Þýskalandi öll völd. Hvað öðrum þjóðum finnst er svo annað mál. Hrifning þeirra er svona mátulega mikil, a.m.k. þar sem ég þekki best til. Ekki svo að skilja að þær lifi í þeirri blekkingu að þær fái nokkru ráðið andspænis Þýskalandi hvort eð er.
EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 16.1.2019 kl. 16:15
Evran hefur verið á þýskum vöxtum frá upphafi, nema þegar Frakkar hafa beðið um franska vexti. Aðrir segja vælt og skælt en þar enda þeirra áhrif.
Geir Ágústsson, 16.1.2019 kl. 21:26
Það var varað við því strax í upphafi að ekki væri hægt að keyra sameiginlegan gjaldmiðil fyrir evrusvæðið meðan fjármál ríkjanna og skattamál væru aðskilin. Það hefur svo sannarlega komið í ljós að var rétt, Grikkir fengu heldur betur að súpa seyðið af því til dæmis. Markmið ESB hefur alltaf verið að verða sambandsríki. Hugsunin hefur verið þessi: Eina leiðin til að tryggja frið í Evrópu er að sameina ríkin í eitt. Evran var varða á þeirri vegferð, og mjög mikilvæg varða: Sameiginlegi gjaldmiðillinn er kominn. Og þá þarf að gera það sem gera þarf til að halda honum á floti. Þannig er samrunaferlið þvingað áfram.
Nú er ég alls ekki að segja að þetta sé endilega slæmt. Það er ekkert slæmt í sjálfu sér við að hafa stórt ríki frekar en mörg smá ríki. Ég bendi bara á að þetta er það sem strategían snýst um.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.1.2019 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.