Mánudagur, 14. janúar 2019
Er ekki hægt að skrifa bækur á kvöldin?
Látum okkur sjá. Einn vinsælasti spennusagnahöfundar Íslands og jafnvel í heiminum er lögfræðingur í fullu starfi (og stundakennari í hlutastarfi). Annar gríðarlega vinsæll höfundur er verkfræðingur á daginn (en að vísu bara í 70-80% starfi) og rithöfundur á kvöldin. Það er hægt að skrifa bækur á kvöldin, um helgar, á jóladag og á nóttinni. Það er að segja, ef maður fær engar listamannabætur.
Því hvað gerist um leið og manneskja fær bætur? Hún hættir að vinna.
Listamannabætur letja listamenn, gera listsköpun einsleitnari og að smekk lítillar úthlutunarnefndar, skapar erjur á milli listamanna, eru móðgun við skattgreiðendur og ala á andúð á listamönnum sem verða álitnir svangir litlir og latir grísir sem nenna ekki að standa á eigin fótum.
Hvernig væri að lækka skatta á launafólk svo það hafi efni á list að eigin vali?
Hvernig væri að lækka skatta á varning svo hann geti lækkað í verði?
Hvernig væri að kippa úr sambandi öllum þessum tilfærslum úr vösum skattgreiðenda ofan í hirslur úthlutunarnefnda?
Heldur einhver að fólk hætti að skrifa bækur ef ekki væri fyrir listamannabæturnar? Að allir hætti bara að skrifa og gerist lögfræðingar og verkfræðingar? Að allir hætti að lesa og horfi bara á Ríkissjónvarpið?
Listamannabætur eru ekki dýrasti útgjaldaliður hins opinbera en sennilega einn mesti óþarfinn. Þær ber að afnema með öllu, strax.
Engar breytingar á úthlutun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:07 | Facebook
Athugasemdir
Hvað heitir gaurinn hjá Sony sem þykist vera rithöfundur líka? Ólafur eitthvað? Fær alltaf einhver bókmenntaverðlaun, og í sumum kreðsum þykir fínt að hafa bækur hans á stofuborðinu. Í öðrum undir stofuborðinu, eða hvrju öðru húsgagni sem þarf smá auka...
Það er sko alvöru skúffu-rithöfundur. Ég held að elítan hafi ekki lesið neitt af hans verkum, satt að segja. Ekki í alvöru.
Ég held reyndar að þetta snúist ekki um lestur lengur, eða list. Þetta er lítill hagsmunahópur með mikil ítök.
Vegna þess að eins og þú segir: það er létt verk að skrifa bók. Ein blaðsíða á dag eftir vinnu, og haltu þig við plottið, og þú endar fljótt með bók uppá margar blaðsíður.
Mitt met enn sem komið er er 192 bls, skv Kindle. "Customers also shopped for" listinn undir henni er frábær.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.1.2019 kl. 21:59
Fram á rauða nótt, telji "rithöfundur" sig hafa eitthvað að segja. Ef enginn, eða fáir vilja hlusta, getur afurðin trauðla talist merkileg og höfundi því ekkert of gott að finna sér aðra vinnu, samhliða sjálfshólinu og vissunni um eigið ágæti og hugrenningar sínar.
Það er ekki list og enn síður verðskuldað hrós í formi opinberra styrkja. Q
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 15.1.2019 kl. 04:03
Vitleysan með listamannabætur er að þeir hljóta einungis stuðning sem þegar þurfa engan stuðning og geta jafnvel lifað af sköpun sinni.
Ef þetta á að styrkja uppgang lista og listmenningu yfirleytt, þarf þetta að far til hinna afskiptu og sveltandi listamanna, að því gefnu að þeir séu með eitthvað af viti í smíðum og sæki um aðstoð til að klára það.
Menningarelítan hér er lokaður klúbbur rekinn, einangraður og styrktur af ríkinu. You scratch my back I scratch yours er mottóið innbyrðis meðal þessa fólks auk vina þeirra í gagnrýnandastétt.
Að skrifa bók sem selst er nú ígildi örorku. Það er eitthvað bogið við það.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2019 kl. 08:02
Takk fyrir athugasemdirnar.
Í sömu andrá vil ég benda á litla bók - bara tæpar 30 blaðsíður - sem tók vinnandi fjölskyldufaðir um 2 ár að skrifa og gefa út, án styrkja. Hana má nálgast hérna, bæði á pappír og sem rafbók:
https://www.amazon.co.uk/dp/1505993059/
Hún er engin svakaleg tekjulind fyrir hönd (um 1500 eintök seld) en það var ánægjulegt að skrifa hana og koma út engu að síður.
Geir Ágústsson, 15.1.2019 kl. 20:19
Er bókin þín ekki fáanleg sem rafbók Geir?
Þorsteinn Siglaugsson, 16.1.2019 kl. 11:20
Jú að sjálfsögðu, og hin bókin mín líka (en það er þá af Amazon.com:
The Smallest Efficiency Guide in the World: A guide for busy people who solve problems for a living
https://www.amazon.com/Smallest-Efficiency-Guide-World-problems-ebook/dp/B00RRRD58I/
A Short Guide to Project Management of Engineers: Become a great project manager from an engineer’s perspective
https://www.amazon.com/Short-Guide-Project-Management-Engineers-ebook/dp/B06XPZYHJN/
Geir Ágústsson, 16.1.2019 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.