Fimmtudagur, 22. nóvember 2018
Bótakerfið komið að þanmörkum
Það er ekki auðvelt að halda úti bótakerfi. Vandamálin eru nánast endalaus.
Ef bætur eru svo háar að þær duga til framfærslu munu þær laða að fólk sem vill frekar vera á bótum en vinna.
Sé auðvelt að komast á bætur laðar það að sér sama mannskap. Sé það erfitt verða einhverjir sem raunverulega þurfa aðstoð útundan.
Séu bætur svo lágar að þær duga ekki til framfærslu eru þeir sem raunverulega þurfa bæturnar í vondum málum.
Sé ætlunin að halda úti mjög rausnarlegu bótakerfi fyrir alla sem þiggja bætur þarf að hækka skatta. Slíkt flæmir vinnandi fólk inn í bótakerfið því það er orðið erfiðara að afla nægra tekna til að fjármagna bæði bótakerfið og eigin framfærslu.
Það besta í stöðunni er auðvitað að fækka bótum, koma sem flestum út úr bótakerfinu og geta þá í staðinn greitt bætur sem duga til framfærslu eða sem uppbót fyrir þá með skerta starfsgetu.
Slíkt kemur sér hins vegar illa fyrir þá sem eru nú þegar á bótum og hafa vanist því að þiggja bætur í stað þess að vinna.
Það er auðvelt fyrir stjórnmálamann að bæta 100 manns við hóp bótaþega (hvort sem það eru örorkubætur eða listamannabætur) og uppskera fyrir það hrós og klapp á bakið fyrir að hafa slegið sig til riddara á kostnað skattgreiðenda. Það tekur ár og daga að koma einum manni út úr þeim hópi.
Það þarf að taka til en enginn hefur pólitískt þor til að segja það, og hvað þá leggja í það.
Sorglega lélegt svar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Liggur ekki rót vandans frekar í að í hinum vestræna heimi þá eru hlutfalslega sífellt færri vinnandi hendur sem þurfa að standa undir útgjöldum ríkisins og lífeyrissjóðanna.
Það er bláköld staðreynd að fólk flytur sig milli atvinnuleysisbóta og örorkubóta eftir því hvort er hagkvæmara en ekkert lát virðist vera á fjölgun ungra örorkuþega á Íslandi enda atvinnuleysi það lægsta í Evrópu.
Grímur (IP-tala skráð) 23.11.2018 kl. 01:06
Velferðarkerfið hvetur fólk til að vinna eins lítið og hægt er, eins stutt og hægt er, og helst bara að sleppa því.
Geir Ágústsson, 23.11.2018 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.