Frumkvöðull tekst á við risa

Vivaldi-vafrinn er að mörgu leyti ágætur. Það er hægt að aðlaga hann að eigin þörfum, hann er röskur að birta heimasíður og ég hef ekki rekist á neitt hingað til sem vafrinn ræður ekki við.

En til hvers að byggja enn einn vafrann? Er ekki vonlaust að keppa við risa eins og Microsoft, Google og Apple?

Það er öðru nær. Nýir aðilar koma með nýjar nálganir. Ef neytendur eru ánægðir þá skipta þeir um vöru. Annars ekki. Saga netvafranna er ekki löng en þar hafa átt sér stað miklar og hraðar breytingar og sér ekki fyrir endann á því. Eða man einhver eftir Netscape lengur?

En nóg um hinn frjálsa markað skapandi eyðileggingar.

Einkavæðum allt. Það frelsar staðnaðar rekstrareiningar úr frosnum höndum ríkisins. Frumkvöðlar gætu látið til sín taka í umönnun aldraðra, sjúklinga og ungabarna. Þeir gætu endurhugsað rekstrarumhverfi spítalanna. Þeir gætu innleitt tækninýjungar sem bjarga mannslífum mun hraðar en opinberar nefndir gera. Þeir gætu endurheimt raunverulega menntun í skólakerfinu. Krakkar gætu á ný lesið sér til gagns og reiknað þegar þess er þörf.

Stöðnun er dauði. Ríkisrekstur er stöðnun.


mbl.is Vivaldi smíðar tölvupóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband