Blaðamenn láta draga sig um á asnaeyrum

Tilvist Donald Trump hefur flækst mjög fyrir fjölmiðlamönnum síðan hann varð forseti og jafnvel fyrr. Þeir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að skilgreina hann eða eiga við embættisfærslur hans. Donald Trump passar ekki alveg nógu vel í þá þrjá kassa sem blaðamönnum er kennt að flokka alla í:

  • Hjartahlýr og óeigingjarn sósíalisti
  • Kaldrifjaður og sálarlaus kapítalisti
  • Fordómafullur og treggáfaður sveitalubbi

Fleiri kassa hafa blaðamenn ekki til ráðstöfunar. Þess vegna er ekki skrýtið að Donald Trump vefjist fyrir þeim.

Donald Trump er að vinna sumt vel og sumt ekki. Hann er að reyna létta á kverkataki ríkisvaldsins á hagkerfinu með því að lækka skatta og fækka reglum, en um leið að traðka á frjálsum viðskiptum sem skaðar hagkerfið. Hann vill enda átök við Norður-Kóreu og minnka spennuna við Rússland en sendir um leið sprengjur inn í Miðausturlönd og kyndir þar upp í spennu og átökum. Hann vill að fyrirtæki ráði fólk í vinnu til að framleiða verðmæti en þegar vinnufært fólk kemur til landsins yfir röng landamæri er það sett í búr og sent til baka. Donald Trump á það til að tala fyrst og hugsa seinna. En hann er ekki andskotinn sjálfur og litlu verri en forverar hans í starfi - jafnvel betri að einhverju leyti.

Blaðamenn þurfa að fjölga kössunum sínum eða hætta að nota þá.


mbl.is Mótmælendur fjölmennari þátttakendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður var í mörg ár blaðamaður á Morgunblaðinu og kannast ekki við að blaðamönnum sé kennt að flokka alla í þrjá eða fleiri kassa. cool

Þorsteinn Briem, 13.8.2018 kl. 16:55

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þá hefur eitthvað breyst í menntun og þjálfun blaðamanna, greinilega!

Geir Ágústsson, 13.8.2018 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband