Miðvikudagur, 20. júní 2018
Mun gervigreind segja að Manhattan sé sokkin í sæ?
Gervigrein er mögnuð. Hún mun leysa af hólmi rándýra lögfræðinga í náinni framtíð. Hún mun gera störf lækna mun auðveldari. Hún mun hjálpa okkur í daglegu lífi.
En hún mun líka segja einhverja vitleysu.
Hvernig mun fullkomnasta gervigreind dagsins í dag lýsa landslagi Manhattan í New York? Þessi gervigreind mun lesa tugþúsundir af blaðagreinum, ritrýndum vísindagreinum og bókum. Hún mun kynna sér niðurstöður líkana og spádóma helstu sérfræðinga. Og gervigreindin mun segja að Manhattan sé sokkin í sæ - hlýnun Jarðar hefur brætt jöklana, hækkað sjávarborð og kaffært mörgum strandlengjum Jarðar.
Gervigreind er tæki sem er bara jafnfullkomið og það efni sem það hefur til að vinna úr. Nú er að koma betur og betur í ljós að svokölluð loftslagsvísindi eru fálm í myrkri, ágiskanir byggðar á pólitískum ásetningi og líkanasmíði sem nær ekki utan um nema brot af raunveruleikanum. Gervigreindin gleypir slíkt í sig gagnrýnislaust og gefur þau ráð til stjórnmálamanna að kaupa árabáta fyrir íbúa Manhattan.
En sjáum hvað setur.
IBM þróar vélmenni sem rökræðir við fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.