Forritun eða hangs í tölvum?

Það er allt gott um það að segja að fleiri læri að forrita og tileinka sér forritun á einn eða annan hátt. 

Forritun er samt ekki galdraseyði sem feykir nemendum inn í framtíðina. Þvert á móti getur áhersla á forritun stundum bara þýtt að nemendur eru settir enn lengur fyrir framan tölvuskjá þar sem þeir missa einbeitinguna og detta inn á youtube.com.

Einu sinni reyndi ég að kenna menntaskólanemendum grunnatriði Word og Excel. Mikilvægari forrit er erfitt að hugsa sér (í þeim skilningi að sá sem kann á Word og Excel er líklega að fara spjara sig betur en ella á hvaða vinnustað sem er, sem og í einkalífinu).

Þetta reyndist sumum nemendum hin hreinasta kvöl og pína. Í stað þess að rembast og reyna og prófa og mistakast og reyna aftur og heppnast var höndin á mörgum fljót á loft og uppgjafartónn í röddinni. Það var vitaskuld mín vinna að greiða úr þeim vandræðum og gleðja ungar sálir en hvernig ætli forritunarkennsla hefði lagst í mannskapinn? Ég hefði þurft að fella 70% bekkjarins þótt hann væri samansettur úr einhverjum klárustu nemendum landsins (sem var raunin í mínu tilviki). 

Sá sem á að læra forritun þarf að nenna að læra forritun. Forritun getur verið gríðarlega verðlaunandi en um leið uppspretta gremju sem reynir til hins ýtrasta á þolinmæðina. Viðkomandi þarf annaðhvort að vilja læra forritun af mikilli einlægni eða sjá alveg rosalega stór verðlaun framundan.

Svo já, kennum krökkum að forrita. Munum samt að forritunarkennsla er ekki fyrir alla og youtube.com er fyrir mörgum mun augljósari nýting á tölvutíma.


mbl.is 30 skólar fá styrk til forritunarkennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband