Enn einn jaðarskatturinn

Jaðarskattar eru eitraðir. Fólk sem lendir í þeim sér jafnvel á eftir öllum tekjuauka sínum vegna hækkandi skattprósenta og minnkandi bóta. Undantekningin hefur persónuafslátturinn sem allir hafa fengið og sem minnkar í vægi eftir því sem tekjurnar hækka, en breytist ekki í krónutölu.

Nú þegar sér persónuafslátturinn til þess að þeir tekjulægstu borga lítið sem ekkert í ríkissjóð (útsvarið þurfa allir að borga án afsláttar).

Núna er talað um að breyta krónutölu persónuafsláttarins og auka þar með á jaðarskattaáhrif hans.

Það er eins og menn hugsi aldrei um þá einföldu lausn að lækka skatta á alla línuna, minnka vægi allskyns afslátta og leyfa fólki að bæta kjör sín án refsingar.


mbl.is Afslátturinn lækki upp launastigann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Útvarpsgjald

-5.700

-5.700

-5.700

-17.100

297.674 x 17.100 = 5 miljarðar

skattgreiðandi (IP-tala skráð) 1.6.2018 kl. 10:04

2 identicon

Geir. Það er mikið talað um hvað "laun" hafi hækkað?

Það er ekki eins mikið talað um hvað skattar, ólögleg lífeyrissjóðarán, og allt annað sem almenningurinn er svikinn um, af falda valdsins ábyrgðarlausu "stóru-stráka-klúbbunum". Marklausa meðaltalið er látið gilda?

Það þarf að þrepaskipta þessar exel skjala launahækkunar kannanir, til að fá út raunhæfa og rétta útkomu úr þessum "launahækkana" kjaftavaðli þeirra, sem kunna víst ekkert annað en ofurlaunabrenglað meðaltalið.

Hámenntað fólk sér ekkert athugavert við þennan marklausa meðaltals hrærigraut blekkinganna og lyginnar meðaltals exel skjalabullara?

Það er ekkert siðaðra manna metnað né mennskunnar heilbrigt við svona fáránlega exel skjala meðaltals útreikninga.

Þeir sem koma næst með þetta fjölmiðlaða og "rosalega" launahækkunar-meðaltals exel skjala reikniblekkingar-dæmi, ættu líklega að fara í endurmenntun og heilbrigðismeðferð við sínum siðblindu og græðgivanda.

Læra mennskunnar siðfræði og einhverskonar launaþrepað jafnréttlæti. Og hætta þessum endalausa bullblekkingar-meðaltals hrærigraut fréttamiðlanna boðberandi, um alla lyginnar meðala-talandi-andanna Mammonstýrðu og sálarskemmdu.

Siðmenntað velferðar og réttarríki? Hvað er nú það, og hvernig virkar það í raunveruleikanum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2018 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband