Þriðjudagur, 22. maí 2018
Hver ætlar að ala upp börnin?
Eru menn alveg að missa sig í sókninni eftir meiri veraldlegum gæðum?
Ef konur ynnu eins mikið úti og karlar gæti hagvöxtur á Norðurlöndum aukist um 15-30%, segir í nýrri skýrslu frá OECD og Norrænu ráðherranefndinni.
Þetta hljómar hræðilega.
Börn þyrftu að vera á opinberum stofnunum í meira en 8 tíma á dag, jafnvel töluvert meira ef foreldrarnir eru stjórnendur, vinna sjálfstætt, vinna óreglulega yfirvinnu eða eru í vaktavinnu.
Það þyrfti að setja gríðarlega pressu á kvenfólk til að fá það til að sleppa félagslífi sínu og fjölskyldulífi. Karlmenn finna fyrir þessari pressu frá unga aldri og margir höndla hana ekkert voðalega vel - nánast öll sjálfsmorð eru sjálfsmorð karlmanna svo dæmi sé tekið. Hver óskar kvenfólkinu sömu skilyrða?
Ég veit að hagvöxtur er fremsta keppikefli margra en er ekki nóg komið með svona uppslætti?
Af hverju ekki bara að sætta sig við að það eru ekki allir óðir í völd og titla og ofurlaun og vilja frekar félagslíf og lítinn bíl en yfirvinnu og stóran bíl?
Konur auka hagvöxt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Leikskólarnir og skólarnir eiga vitanlega að ala upp börnin. Hugmyndin er að framleiða fyrirmyndar borgara á stofnunum, eins og Adolf Hitler gerði um árið. Eini munurinn er að fyrirmyndar borgarinn í dag er skilgreindur sem vinstrisinnuð Kona en Hitler var með fasískari og karlægari sjónarmið í sínu uppeldi.
Guðmundur Jónsson, 22.5.2018 kl. 09:30
Sæll Geir. Nú þarf að passa að Ísland taki ekki upp allt það ólöglega, grimmasta og spilltasta frá öðrum löndum. Næg er spillingin og óreiðan fyrir hér á Íslandi.
Og rétt í því samhengi að minna á, að opinberar/einkareknar stofnanir mega alls ekki svipta börn foreldrum sínum, vegna fátæktar/kaupmáttarskerðingar, né vegna vanrækslu heilbrigðiskerfisins, til að greina sjúkdóma/skortseinkenni barna og foreldra rétt og á vandaðan verjandi hátt, með tilheyrandi réttri lyfjameðferð eða því sem við á hverju sinni.
Nafnið ,,Ulsteinvik", var eitthvað óvenjulegt sem ég vaknaði með í höfðinu í morgun. Ég fór að leita frétta af þessu nafni, og fann ýmislegt í framhaldi af því. Því miður ekki á Íslensku, en þú og fleiri væntanlega vel færir í dönskunni.
googla: Ulsteinvik - lær Kidsa Koding
googla: Nå kan du lese årets skup-rapporter-journalisten.no ropet om hjelp fra barnehagen
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2018 kl. 14:36
Áður en kemur að því að henda ungviðinu inn á leikskólana, vilja foreldrar fá ársleyfi á launum með króganum. Eftir að því leyfi lýkur, virðist sem krafan sé sú, að hið opinbera sjái meira og minna um uppeldið eftir það. Þetta kallast aumingjavæðing og hún getur trauðla skapað meiri hagvöxt, þó einhverjir exelguttar hafi reiknað sig að þeirri niðurstöðu. Sú niðurstaða stenst einfaldlega ekki þegar litið er á heildarmyndina, en ekki eingöngu þá fjárhagslegu.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 23.5.2018 kl. 02:28
Upphaflega voru skólar/leikskólar sagðir vera til að kenna/barnagæsla. Semsagt, þjónusta fyrir börn og foreldra sem þurftu kennslu fyrir börnin, og gæslu barna, meðan unnið var utan heimilis.
Ólaunuð vinna borgar ekki húsaleigu, lán, né mat og fleiri nauðsynjar. Það ætti öllum á Íslandi að vera orðið ljóst, eftir allt lögmannavarða/lömannarukkandi bankaránið, og húsnæðismafíuokrið óverjandi sem fylgdi í kjölfarið? Börnin þurfa fyrst og fremst heimili, fæðu, og SÍNA EIGIN FORELDRA!
Engum hefði líklega dottið í hug fyrir einhverjum áratugum síðan, að þessar stofnanir breyttust hægt og rólega í ríkis-skyldaðan heilsuskaðlegan barnakyrrsetuþrældóm og barnaskóla-heilaþvotta-herþjónustuþjálfunar stofnun, fyrir ósýnilega og skipuleggjandi baktjaldahervaldið.
Og að leikskólar breyttust hægt og rólega í heilaþvotta-uppeldisstofnanir, sem starfa jafn mikið og jafnvel meira í sumum tilfellum (eins grunnskólarnir) í samvinnu við glæpa-barnaverndar-stofnanir, heldur en foreldrana?
Ekki undarlegt að Bragi Guðbrandsson blessaður hafi ekki átt auðvelt með að breyta þessari faldavalds herskarastýrðu barna-meðferð, frá Barnastofunni margumræddu. Nú skil ég betur hvers vegna hann gat lítið beitt sér gegn öllu þessu óverjandi, en lögfræðivarða mafíustofnana veldi.
Hver sem ætlar að breyta þessu kerfi eitthvað til hins betra, er nánast tekinn af lífi af lögmanna/barnaverndar/yfirlæknastjóra mafíunni samvinnandi. Og sá sem ekki hlýðir mafíunni á Íslandi, er verr settur ofan jarðar á eyjunni, heldur en 7 fet niður í jörðina. Það er óhugnanleg og valdmisbeitandi glæpaforingjastýring.
Fjölmiðlar eru í sama þrælakerfinu, og þora ekki öðru en að hlýða risaeigendum faldavaldsins ólögverjandi, og lögmanna/yfirlæknamafíunni ósýnilegu og ábyrgðarfríuðu!
Ísland er ekki réttaríki í dag. Það er staðreynd.
Og hafi Ísland einhvertíma verið í námunda við siðferðisverjandi réttar ríki, þá hefur það fjarlægst þá verjandi stöðu langt út fyrir sjóndeildarhring Íslands.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2018 kl. 16:30
Víða eru foreldrar farnir að snúast til varnar og stofna til heimakennslu (e. home schooling). Það er að koma mjög vel út fyrir mörg börn. Í Danmörku eru foreldrar víða komnir í uppreisn gegn hinu opinbera kerfi og stofna svokallaða frískóla (d. friskole). Það er byrjað að kvarnast úr hinni opinberu heilaþvottavél víða þótt Íslendingar láti sér yfirleitt í léttu rúmi liggja hvað fer fram á stofnanatímum.
Geir Ágústsson, 23.5.2018 kl. 17:35
Hefur engum dottið í hug að hafa þetta bara þannig að börnin séu einfaldlega sett á hæli við fæðingu og höfð þar þangað til þau verða fullorðin? Þá eru foreldrarnir alveg lausir við þau og jafnréttið endanlega í höfn.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.5.2018 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.