Áttu heilaþvegið barn?

Að hugsa um umhverfið og passa það er allt gott og blessað. Hins vegar er bara brotabrot af því sem boðað er sem umhverfisvænt í raun og veru umhverfisvænt. 

Dæmigert endurvinnslubatterí eins og Sorpa í Reykjavík sóar til dæmis gríðarlegum auðlindum með starfsemi sinni. 

Meint umhverfisvernd getur líka haft alvarlega fylgikvilla. Til dæmis safna fjölnota innkaupapokar í sig matarleifum sem eru gróðrarstía fyrir óhollar bakteríur. 

Þegar krakkinn þinn kemur heim úr skólanum með einhvern umhverfisverndarbæklinginn á það að vera tilefni til upplýstrar umræðu en ekki einstefnuheilaþvottar.


mbl.is Áttu grænt barn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband