Föstudagur, 18. maí 2018
Sem betur fer enginn ríkisrekstur í ferðaþjónustu
Hagkerfi er alltaf á ferð á flugi. Það er ekki til neitt sem heitir rekstrarmódel sem endist að eilífu. Menn eru alltaf að prófa sig áfram. Sumir tapa, aðrir græða. Þeir sem græða mikið laða að sér samkeppni. Í rekstri sem tapar reyna fjárfestar að losa um fé sitt og koma sér í eitthvað annað og arðbærara.
Opinber rekstur fylgir ekki sömu aðferðafræði. Þar þýðir taprekstur bara enn meira fjáraustur. Stöðnuðu fyrirkomulagi er haldið á lífi.
Nú stefnir í samdrátt í ferðaþjónustunni. Hundruðir einkaaðila munu taka viðeigandi skref til að forðast taprekstur. Þeir sem segja upp fólki gera það fólk aðgengilegt í öðrum iðnaði. Þeir sem selja rekstur losa um fé til að fjárfesta í einhverju öðru.
Sem betur fer er enginn opinber aðili sem er búinn að binda milljónir af fé skattgreiðenda í ferðaþjónusturekstur sem verður haldið á lífi af skattgreiðendum.
Þar sem ríkið stendur í rekstri tapar það fé annarra.
Einkavæðum allt.
Skýr merki kólnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mjög góð herbergjanýting er hjá hótelum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni og þau geta lækkað verð á gistingu mikið án þess að verða gjaldþrota.
16.2.2018:
"Kostnaður vegna þjónustu hótela og gistiheimila hefur hækkað verulega á síðustu tveimur árum og langt umfram almennt verðlag hér á landi.
Milli 2015 og 2017 hækkaði verð á þjónustu hótela og gistiheimila um 26%.
Á þessum tíma styrktist gengi krónunnar einnig umtalsvert og hækkaði verðskrá á þjónustu hótela og gistiheimila um 58% á þessu tímabili mælt í erlendri mynt."
20.2.2017:
"Reykjavík býður dýrustu hótelgistingu í allri Norður-Evrópu en í febrúarmánuði er höfuðborg okkar Íslendinga í öðru sæti yfir dýrustu gistingu í allri Evrópu.
Leita þarf alla leið til Monte Carlo í Mónakó til þess að borga meira fyrir einnar nætur gistingu á hóteli.
En þrátt fyrir himinhátt verð eru hótelin í Reykjavík nánast fullbókuð.
Túristi.is greinir frá þessu en þar kemur fram að 96% alls gistirýmis í Reykjavík sé uppbókað frá fimmtudegi til sunnudags.
Til samanburðar er helmingur hótelherbergja á hinum Norðurlöndunum laus."
Þorsteinn Briem, 18.5.2018 kl. 11:18
Sjáum hvað setur. Sé hagnaður hótelanna að dragast saman mun um leið hægjast á uppbyggingu þeirra. Komi upp taprekstur munu sum hótel e.t.v. breytast í annars konar rekstur.
Þetta er sjálfreglandi og þarf aldrei að koma á borð borgarfulltrúa, þingmanna eða opinberra nefnda. Skattgreiðendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af rekstrarafkomu hótelanna.
Geir Ágústsson, 18.5.2018 kl. 11:34
Þó að ferðamönnum fækki geta hótelin samt haft góðan rekstrargrundvöll ef skynsamlega er staðið að málum.
Með því að auka eftirlit með Airbnb og setja strangari reglur um þá starfsemi mun samdrátturinn að mestu koma fram þar. Þá mun framboð á leiguhúsnæði aukast og nálgast eftirspurn og leiga snarlækka.
Er nokkur von til þess að skynsemin fái að ráða meðan BBen er fjármálaráðherra?
Ásmundur (IP-tala skráð) 18.5.2018 kl. 12:07
Það fyllist allt eftir HM í fótboltanum margir á leið til Rússlands og en fleiri ætla vera heima að fylgjast með boltanum í sjónvarpinu Ég spái stóraukninu í enda júlí og ágúst jafnvel september um 20%
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 18.5.2018 kl. 13:07
Ég spái því að hlemingur af þessum ljótu steinsteypukumböldum (hótelum) sem hafa eyðilagt miðbæinn muni fara á husinn innan 10 ára og er það vel. Þá geta Félagsbústaðir keypt þetta á nauðungaruppboði og leigt út til öryrkja, láglaunafjölskyldna og til annarra sem hafa lent í klónum á gráðugum leigusölum.
AirBnB og Couch Surfing á eftir að fjölga og það eiga að sjálfsögðu ekki að vera neinar strangari reglur um þá starfsemi en um heimagistingu almennt. En það sem vantar sárlega á Íslandi eru hostels (gistiheimili með svefnsölum og sameiginlegri eldunaraðstöðu) sem eru alltaf ódýrari en hótelin og hæfir ferðafólki á öllum aldri sem ekki vill eyða aleigunni í þann óþarfa lúxus, sem okurhótelin bjóða upp á.
Aztec, 18.5.2018 kl. 16:29
Það er nauðsynlegt að setja strangar reglur um Airbnb og tryggja að skattar og gjöld séu greidd af slíkri starfsemi.
Það er auðvitað alveg ótækt að langtímaleigjendur séu reknir út á guð og gaddinn til að einstakir eigendur húsnæðis geti fullnægt græðgi sinni tímabundið þegar þannig árar. Það þekkist ekki í siðmenntuðum löndum.
Það er einnig fráleitt að menn geti stundað slíka starsemi skattfrjálst í samkeppni við aðra sem standa skil á því sem þeim ber.
Ásmundur (IP-tala skráð) 18.5.2018 kl. 17:39
Hvernig væri frekar að stefna að skattalækkunum á fyrirtæki, þar með talin hótel, og einföldun regluverksins á rekstri gistiþjónustu, og auðvitað samræmingu á reglum og sköttum heimagistingar og hótelgistingar?
Þessi tvískipting skapar bara hvata til að fara á bak við kerfið.
Löggjöfin á alls ekki að vera hagsmunagæsla fyrir eina tegund rekstrar á kostnað annarrar.
Geir Ágústsson, 20.5.2018 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.