Vissulega ritskoðar Youtube en ...

Það er enginn vafi á því að Youtube ritskoðar, og fleiri og fleiri netþjónustur boða aukna ritskoðun (t.d. Google og Facebook). Það er ákveðinn hjúpur pólitísks rétttrúnaðar sem verið er að verja og þannig er það.

Svarið er samt ekki að ráðast á fólk eða einu sinni að gremjast ritskoðunina. Menn eiga einfaldlega að leita friðsamlegra lausna til að komast framhjá ritskoðuninni, og þær eru margar.

Það er hægt að stofna sína eigin netþjónustu sem ritskoðar ekki. Margar eru nú þegar til. Youtube er stærst og fjölmennust en líka sú netþjónusta sem inniheldur mest af rusli. Margir með boðskap halda úti sínum eigin netþjónustum til að varðveita gæði innihaldsins og tryggja málfrelsi sitt, t.d. hjá CRTV.

Það er hægt að tjá sig með öðrum hætti en myndböndum. Það er ekkert mál að finna síðu til að hýsa bloggsíðu sem enginn ritskoðar. Það má hreinlega halda úti sínum eigin netþjóni ef þannig liggur á manni og gagnamagnið er ekki yfirdrifið.

Það er hægt að benda á ritskoðunina án þess að verða gómaður af henni. Jordan B. Peterson, sem heimsækir Ísland í sumar, segir marga umdeilda hluti en allt hans efni fær að standa á Youtube-síðu hans. Hið sama má segja um Stefan Molyneux og Tom Woods.

Sumir, eins og Lauren Southern, hafa ítrekað lent í ritskoðun [1|2] en halda áfram að færa sig til á netinu og halda áfram að tjá sig. Það að fá ekki að tjá sig á ákveðinni vefsíðu á ekki að vera dauðadómur.

Mörg fyrirtæki óttast hinn pólitíska rétttrúnað eins og heitan eldinn og gera allt sem þau geta til að friðþægja æsta æðstupresta rétttrúnaðarkirkjunnar. Sú friðþæging mun ekki taka enda fyrr en menn spyrna við fótum og krefjast þess að fá að tjá sig. Friðþæging tryggir ekki frið heldur er hún eldsneyti á frekari heimtufrekju þeirra allra viðkvæmustu, sem þola hvorki samræður né andstæð sjónarmið.

Svo já, Youtube ritskoðar, en á meðan Youtube sleikir rass hins rétttrúaða er ekkert við því að gera og best að snúa sér annað.


mbl.is Hafði sakað YouTube um ritskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband