Þriðjudagur, 27. febrúar 2018
Öllu veðjað á blússandi góðæri um alla framtíð
Hagkerfið er tekið að kólna segja sumir.
Það er samt ekkert við því að gera. Hið opinbera er búið að veðja á blússandi góðæri um alla framtíð. Það eru engar áætlanir um niðurgreiðslu opinberra skulda aðrar en þær að skatttekjur haldi áfram að vaxa og vaxa svo hið opinbera geti haldið áfram að þenjast út á meðan skuldir eru hægt og rólega greiddar niður.
Í fjármálaráðuneytinu hafa menn ákveðið að eyða launahækkunum framtíðarinnar áður en þær verða að raunveruleika.
Ef eitthvað kemur upp á - bara eitthvað - dettur botninn úr öllum áætlunum. Menn munu þá ekki fara út í sársaukafullan niðurskurð. Nei, skuldum verður hlaðið upp á nýjan leik.
Þetta er það sem blasir við íslensku hagkerfi og samfélagi. Almenningur þarf að gera viðeigandi ráðstafanir ef hann ætlar ekki að láta stjórnmálamennina sökkva sér - aftur. Til dæmis ættu allir að forðast að safna skuldum sem komandi verðbólguskot mun sprauta sterum í. Menn þurfa að aðlaga lífsstíl sinn að lækkun ráðstöfunartekna og eiga varasjóð, helst í erlendri mynt sem getur staðið af sér aðra fjármálakrísu (t.d. hrun Bandaríkjadollars eða gjaldþrot einhvers af stóru ríkissjóðum Evrópu).
Næsta hrun verður verra en hið seinasta. Kólnun er væntanleg - jafnvel snöggkæling.
Hagkerfið tekið að kólna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
9.8.2017:
Erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 15,2% í júlí - Frá áramótum hafa 1,2 milljónir erlendra ferðamanna komið til landsins, um þriðjungi fleiri en á sama tíma í fyrra
Þorsteinn Briem, 27.2.2018 kl. 18:36
Erlendum ferðamönnum sem dvelja á Íslandi á veturna hefur einfaldlega fjölgað mun meira en þeim hefur fjölgað sem dvelja á landinu á sumrin, þannig að fjöldinn dreifist nú mun betur yfir árið en áður.
Það er nú öll skelfingin.
Þorsteinn Briem, 27.2.2018 kl. 18:36
Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:
"Íslandsferðin stóðst væntingar 95,5% svarenda sem er álíka hátt hlutfall og í vetrarkönnuninni 2015-2016 og sambærilegum könnunum sem framkvæmdar voru á sama tímabili sumrin 2014 (95,6%) og 2011 (96%)."
"Tæp 82% svarenda töldu líklegt að þeir myndu ferðast aftur hingað til Íslands, sem er álíka hátt hlutfall og sumrin 2014 (83,3%) og 2011 (79,1%).
Tæplega helmingur sumargesta 2016 sagðist vilja koma aftur að sumri, um 29% að vori eða hausti og fjórðungur að vetri."
Þorsteinn Briem, 27.2.2018 kl. 18:38
3.9.2017:
"Það hefur verið jákvæð þróun í rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu vegna þess að árstíðirnar hafa verið að jafnast," segir Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri Kynnisferða.
"Aukningin hefur verið mest á lágönn," segir hann.
Þannig hafi verið um 50 til 60 prósenta munur á tekjum fyrirtækis í ferðaþjónustu milli háannar og lágannar fyrir fimm árum en nú sé munurinn í kringum 30 prósent.
"Það er talsvert betri staða."
Þorsteinn Briem, 27.2.2018 kl. 18:39
Já það má segja að allt sé lagt undir að spádómar í hverfulum heimi í enn hverfulli iðnaði rætist.
Geir Ágústsson, 2.3.2018 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.