Öllu veđjađ á blússandi góđćri um alla framtíđ

Hagkerfiđ er tekiđ ađ kólna segja sumir. 

Ţađ er samt ekkert viđ ţví ađ gera. Hiđ opinbera er búiđ ađ veđja á blússandi góđćri um alla framtíđ. Ţađ eru engar áćtlanir um niđurgreiđslu opinberra skulda ađrar en ţćr ađ skatttekjur haldi áfram ađ vaxa og vaxa svo hiđ opinbera geti haldiđ áfram ađ ţenjast út á međan skuldir eru hćgt og rólega greiddar niđur.

Í fjármálaráđuneytinu hafa menn ákveđiđ ađ eyđa launahćkkunum framtíđarinnar áđur en ţćr verđa ađ raunveruleika.

Ef eitthvađ kemur upp á - bara eitthvađ - dettur botninn úr öllum áćtlunum. Menn munu ţá ekki fara út í sársaukafullan niđurskurđ. Nei, skuldum verđur hlađiđ upp á nýjan leik.

Ţetta er ţađ sem blasir viđ íslensku hagkerfi og samfélagi. Almenningur ţarf ađ gera viđeigandi ráđstafanir ef hann ćtlar ekki ađ láta stjórnmálamennina sökkva sér - aftur. Til dćmis ćttu allir ađ forđast ađ safna skuldum sem komandi verđbólguskot mun sprauta sterum í. Menn ţurfa ađ ađlaga lífsstíl sinn ađ lćkkun ráđstöfunartekna og eiga varasjóđ, helst í erlendri mynt sem getur stađiđ af sér ađra fjármálakrísu (t.d. hrun Bandaríkjadollars eđa gjaldţrot einhvers af stóru ríkissjóđum Evrópu).

Nćsta hrun verđur verra en hiđ seinasta. Kólnun er vćntanleg - jafnvel snöggkćling.


mbl.is Hagkerfiđ tekiđ ađ kólna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Erlendum ferđamönnum sem dvelja á Íslandi á veturna hefur einfaldlega fjölgađ mun meira en ţeim hefur fjölgađ sem dvelja á landinu á sumrin, ţannig ađ fjöldinn dreifist nú mun betur yfir áriđ en áđur.

Ţađ er nú öll skelfingin.

Ţorsteinn Briem, 27.2.2018 kl. 18:36

3 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Helstu niđurstöđur úr könnun á međal erlendra ferđamanna hér á Íslandi sumariđ 2016 - Ferđamálastofa:

"Íslandsferđin stóđst vćntingar 95,5% svarenda
sem er álíka hátt hlutfall og í vetrarkönnuninni 2015-2016 og sambćrilegum könnunum sem framkvćmdar voru á sama tímabili sumrin 2014 (95,6%) og 2011 (96%)."

"Tćp 82% svarenda töldu líklegt ađ ţeir myndu ferđast aftur hingađ til Íslands, sem er álíka hátt hlutfall og sumrin 2014 (83,3%) og 2011 (79,1%).

Tćplega helmingur sumargesta 2016 sagđist vilja koma aftur ađ sumri, um 29% ađ vori eđa hausti og fjórđungur ađ vetri."

Ţorsteinn Briem, 27.2.2018 kl. 18:38

4 Smámynd: Ţorsteinn Briem

3.9.2017:

"Ţađ hefur veriđ jákvćđ ţróun í rekstri fyrirtćkja í ferđaţjónustu vegna ţess ađ árstíđirnar hafa veriđ ađ jafnast," segir Kristján Daníelsson framkvćmdastjóri Kynnisferđa.

"Aukningin hefur veriđ mest á lágönn," segir hann.

Ţannig hafi veriđ um 50 til 60 prósenta munur á tekjum fyrirtćkis í ferđaţjónustu milli háannar og lágannar fyrir fimm árum en nú sé munurinn í kringum 30 prósent.

"Ţađ er talsvert betri stađa."

Ţorsteinn Briem, 27.2.2018 kl. 18:39

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Já ţađ má segja ađ allt sé lagt undir ađ spádómar í hverfulum heimi í enn hverfulli iđnađi rćtist. 

Geir Ágústsson, 2.3.2018 kl. 18:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband