Föstudagur, 5. janúar 2018
Vantar ekki auðlindagjald á Siggi's skyr?
Núna hefur einhverjum loksins tekist að græða almennilega á íslenskri landbúnaðarvöru sem skyr-uppskriftin er.
Það er því augljóst að Alþingi þarf að setja lög sem gera upptækan hinn mikla ofurhagnað, jafnvel þótt aðrir skyr-framleiðendur hagnist frekar lítið. Það má finna upp flóknar og síbreytilegar reiknireglur sem gera það að verkum að sumir borga meira í skatt en aðrir. Lögbundin mismunun með öðrum orðum - nokkuð sem er mjög í tísku í dag.
Það er ekki nóg að borga veltuskatta, skatta á hagnað, skatta á vexti, skatta á arðgreiðslur og skatta á laun, skatta á aðföng og skatta á aðkeypta vinnu.
Nei, takist einhverjum að hagnast þrátt fyrir alla skattana þarf að finna upp nýja skatta sem þjóðnýta þann hagnað.
Nasistarnir í Þriðja ríki Hitlers beittu svona ráðum til að fjármagna útþenslu ríkisvaldsins. Ríkið fékk allan hagnað "lánaðan" en í raun var hagnaðurinn bara gerður upptækur. Hagnaður var fyrirlitinn. Ríkisvaldið ákvað hvað væri rétt verð, svona svolítið eins og Seðlabanki Íslands ákveður hvað lán eigi að kosta og verðlagsráð bænda og ríkisvalds ákveða hvað mjólkin og lambalærið eiga að kosta.
Kannski mun Ísland einhvern tímann verða land frjálsrar verðlagningar, hófsamrar skattheimtu og skattkerfis sem mismunar ekki rekstraraðilum og einstaklingum. Kannski.
Skyrið hans Sigga í franska eigu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Geir. Þegar ég sá fyrirsögnina um þetta Sigga skyr, þá datt mér Sigurður Einarsson bankastjóri í hug. En þessi frétt er nú víst ekkert um þann Sigga.
Eitt sinn var auglýst eftir þeim banka Sigga á alnetinu, því það átti víst að senda hann í dómsvaldsins yfirheyrslu. Minnist þess ekki að bankastjórnin hafi verið eftirlýst. Bara Siggi Einars?
Siggi var úti með ærnar í haga (fé á beit), og aumingja Siggi hann þorði ekki "heim". Og skyldi engan undra að Siggi þorði ekki heim til Íslands, í bankastjórnarnanna glæpaormagryfju lífeyrisræningjanna.
Þessi Siggi´s skyr er líklega partur af StartupIceland dæminu, sem Georg Soros stóð kannski á bak við fyrir nokkrum árum síðan, í Hörpunni?
Eða hvað?
Ég veit nú víst minna en ekki neitt, um felugöng heimsbankanna yfirtökudeildir einokunar risanna. En aðrir vita líklega allt sem ég ekki veit?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2018 kl. 11:46
Ég held að Siggi skyr kaupi hráefnið sem hann notar í skyrið sitt. Hann fær því ekki úthlutað frítt hjá ríkinu eftir því sem ég best veit. Því er engin ástæða til að hann greiði auðlindagjald neitt frekar en önnur fyrirtæki sem kaupa hráefnið í vörur sínar á markaði.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.1.2018 kl. 14:43
Þorsteinn. Kaupir Siggi´s skyr, hráefnið af miðstýringar-stjóranna milliliðum?
Hver heldur milliliðunum uppi?
Ekkert er einfalt né nógu vel útskýrt, í þessum jarðar viðskiptabrellu-brögðunum bankastýrandi og einokandi, hér í miðstýrandi viðskipta-jarðlífsheimi?
Hvar varð skyr-kjarninn til?
Spyr ég, sem ekki veit allt rétt?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2018 kl. 15:45
Siggi´s skyr kaupir hráefnið sem notað er í skyrið af Bandarískum bændum. Enda fyrirtækið Bandarískt og staðsett í Bandaríkjunum. Og hefur greitt þar sína skatta og sín gjöld þau 11 ár sem það hefur verið starfrækt. Fyrirtækið var stofnað af Íslendingi og var hann einn af eigendunum fyrir söluna.
Gústi (IP-tala skráð) 5.1.2018 kl. 16:14
Það blasir samt við að skyruppskriftin er sameign þjóðarinnar. Skiptir ekki máli hver lagði á sig erfiði og sýndi útsjónarsemi. Þjóðnýtum hagnaðinn!
En nei, ég er að grínast. Látum Sigga í friði, sem og aðra athafnamenn.
Geir Ágústsson, 5.1.2018 kl. 16:47
Eins og franskar kartöflur eru ekki sameign frönsku þjóðarinnar, belgískar vöfflur, vínarbrauð og grísk jógúrt heldur ekki sameign neinnar einnar þjóðar þá er skyr ekki sameign okkar. Skyr uppskriftin ekki ein heldur hefur hver framleiðandi sína egin. Skyr Sigga er eftir hans egin uppskrift. Það sem Íslendingum er selt sem skyr mundi til dæmis ekki neinn nítjándualdar Íslendingur þekkja sem skyr. Munurinn á skyri milli framleiðenda getur verið meiri en á franskbrauði (ekki sameign frönsku þjóðarinnar) og rúgbrauði.
Siggi hinn bandaríski greiðir sína skatta þeim sem rétt hafa til að leggja þá á hann. Hann hefur væntanlega gert sínar rekstraráætlanir með það í huga að hann yrði skattlagður. Rétt eins og aðrir athafnamenn sem nýta sér samfélög og innviði þeirra til reksturs greiða það sem þau samfélög telja rétt að þeir greiði. Athafnamannanna er svo að vega það og meta hvort gjaldtakan fyrir aðgengi, aðstöðu og þá þjónustu sem þeir fá réttlæti rekstur fyrirtækisins í landinu. Það er enginn þvingaður til þess að stofna og reka fyrirtæki. Og það er ekki annað en aumingjaskapur að ætlast til þess að samfélagið þjónusti athafnamanninn frítt.
Gústi (IP-tala skráð) 5.1.2018 kl. 18:15
Geir. Þá vitum við það að hið svokallaða "skyr"-vörumerki er ekki svo merkilegt fyrir Ísland, eins og sumir telja. Mig grunaði það, en hafði ekki fengið staðfestingu fyrr en nú, hjá upplýsandi athugasemd Gústa hér að ofan. Hver ætli sé íslenski stofnandinn og einn af eigendunum fyrir söluna?
Það er þetta með milliliðina fjárhirðræði, sem ég er enn að velta fyrir mér?
Það vill víst enginn upplýsa skattgreiðendur um hverjir þessir "fjárhirðar" í milliliðanna deildum eru?
Hvers vegna vill enginn tala um þá fé-hirðandi milliliða? Er það eitthvað viðkvæmt umræðuefni á opinberum vettvangi? Hvers vegna er það svona niðurþaggað og viðkvæmt opinbert umræðuefni?
Spyr sú sem ekki veit eitt eða neitt?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2018 kl. 18:20
Auðvitað á ekki að leggja neitt auðlindagjald á Sigga, jafnvel þótt hann væri að nota krækiber sem vaxa í íslenskri náttúru á víðavangi. Það væri jú hann sjálfur sem sæi um að týna þau krækiber en ekki einhverjir spekingar í miðbæ Reykjavíkur sem vilja fá borgað í hvert skipti sem einhver rekur tánna ofan í íslenska lækjarsprænu eða sækir fisk út á hafið með allskyns græjum og fjárfestingum og útsjónarsemi.
Geir Ágústsson, 5.1.2018 kl. 20:01
Geir minn. Ég hef hingað til ekki séð að skattarnir skili sér á réttlætanlegan hátt í þá þjónustu sem þeim er ætlað að ríkisþjónustu niðurgreiða fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Það er ekki réttlætanlegt að heilbrigðiskerfið noti skattpeninga og sjúklinga á ábyrgðarlausan tilraunahátt með alls kyns vanrækslugreiningar og skaðlega verkjarlyfja-sprautumeðferðir stera í verkjandi liðamót. Og sleppi svo við alla ábyrgð af skaðanum mörgum árum seinna?
Eins er það með blekkingar og svik í landbúnaðar svikakerfinu! Ég þekki svikin af eigin reynslu frá báðum þessum svika-kerfum! Sorglegt svikakerfi!
Mér finnst þessi Skyr-umræða vera komin út fyrir allar réttlætanlegar kerfisins landbúnaðar-niðurgreiðslur. Sviknir bændur fá skammirnar fyrir niðurgreiðslu-svikakerfið óverjandi og milliliðanna rænandi?
Mér finnst líka allar ríkisþrælanna niðurgreiðslur á tilraunum og þrælahaldi sjávarútvegs-pólitískra tilraunastofu-einkagróðafyrirtækja vera hreint út sagt óverjandi valdakerfis-ræningjastarfsemi, og óverjandi níðingsháttur á kostnað sjómannaþrælanna.
Landbúnaðarþrælarnir (bændurnir) eru látnir þræla launasviknir fyrir mafíustjórana hjá Mjólkursamsuðu-sölunni, og sláturleyfishafa-samsuðusuðu-glæpa-aftökustjórunum opinberlega bændastyrkja-rænandi?
Eða hef ég rangt fyrir mér, í sambandi við landbúnaðar-skyr-bullið og sjávarútvegs-nýsköpunar-bullið tilraunanna sjávarútvega og landbúnaðar-þræla-niðurgreidda?
Þeir sem vita betur en ég í því sem ég skrifaði hér, eru samfélagslega upplýsinga-skyldugir, til að leiðrétta það sem ég hef sagt hér að ofan, og jafnvel farið rangt með.
Þöggun um staðreyndir er ekki í boði.
Tjáningarfrelsi fylgir sú skylduábyrgð að segja það sem er sannast og réttast samkvæmt vitneskju hvers og eins tjáningarfrjáls einstaklings.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2018 kl. 23:07
Væri Siggi að nota krækiber sem vaxa í íslenskri náttúru á víðavangi þá væri hann að nota afurðir sem eru sameign okkar. Og hvort sem við ætlum sjálf að nota eigur okkar eða ekki þá værum við ekki sátt ef einhver útsjónarsamur athafnarmaður seldi þær og hirti gróðann. Við, einstæðar mæður í Breiðholtinu og spekingar í miðbænum - samfélagið, værum í fullum rétti að krefjast gjalds fyrir þessa nýtingu á okkar eign. Og þá skiptir það engu máli að Siggi hafi ákveðið að fjárfesta í berjatínu og handbók í útsjónarsemi.
Það er til dæmis aðeins stigsmunur en ekki eðlismunur á því hvort Siggi tíni ber á víðavangi eða grafi þar námu eða reisi virkjun. Hann er í báðum tilfellum að nýta eitthvað sem er sameign okkar sem sína eign.
Innan efnahagslögsögunnar er hvert sandkorn og hvert krækiber annaðhvort í einkaeign eða sameign okkar allra. Og vilji Siggi nota eitthvað sem ekki er í hans einkaeign þá er réttast að hann nái samkomulagi við eigandann. Sama hversu duglegur hann annars er.
Gústi (IP-tala skráð) 5.1.2018 kl. 23:29
Krækiberjalíkingin er ágæt. Væri nú Siggi að búa til krækiberjaskyr og hefði fengið úthlutað krækiberjakvóta ókeypis frá ríkinu, nú þá væri auðvitað rétt að hann greiddi auðlindagjald vegna þess að úthlutun kvótans til sumra skerti rétt annarra til þess að tína svoleiðis löguð ber. En ef ekki væri um neinn kvóta að ræða, sem úthlutað væri af stjórnmálamönnum, þá ætti auðvitað ekkert auðlindagjald rétt á sér einfaldlega vegna þess að öllum öðrum væri jafn frjálst og Sigga að tína berin. Auðlindagjald grundvallast þannig á því að ríkið veiti sumum en öðrum ekki einkarétt til að nýta auðlindir. Og ég veit nú ekki betur, Gústi, en að útsjónarsamir athafnamenn tíni krækiber og bláber og selji í Melabúðinni án þess að neinum vaxi það í augum.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.1.2018 kl. 00:19
Auðlindagjald og önnur gjöld og skattar grundvallast á því að þeir borgi sem noti. Það að ríkið veiti sumum en öðrum ekki rétt til að nýta auðlindir, gæði og sameginlegar eignir okkar kemur því ekkert við enda rukkað fyrir sumt en annað ekki, óháð því hvort þar séu aðgangstakmarkanir eða ekki.
Eins er um það sátt í þjóðfélaginu að berjatínslan sjálf til einkanota sé ekki skattlögð, þó sú umræða hafi komið upp og þáverandi fjármálaráðherra, Ó.R.G., vildi innheimta skattinn. Sáttin breytir engu um rétt samfélagsins til skattlagningarinnar og sala á berjunum er skattlögð. Útsjónarsamir athafnamenn tína krækiber og bláber og selja í Melabúðinni, sem skilar síðan inn virðisaukaskatti til ríkisins og skatt af þeim hagnaði sem kann að myndast. Og ef Melabúðin og útsjónarsömu athafnamennirnir gefa ekki upp tekjurnar til skatts þá kallast það skattsvik. Nokkuð sem margir telja frekar íþrótt en glæp og láta ekki vaxa sér í augum.
Gústi (IP-tala skráð) 6.1.2018 kl. 04:08
Geir skilningsleysi þitt á auðlindagjaldi virðist vera algjört. Skyruppskrift er ekki takmörkuð auðlind og heldur ekki eign þjóðarinnar. Það er engin ástæða til að takmarka krækiberjatínslu vegna þess að slík takmörkun hefur engin áhrif á uppskeru eftir það.
Eðlilegt auðlindargjald er lausn á vanda sem felst í því að ef allir fá að veiða eins og þeim sýnist kemur það niður á afla síðari ára. Með hæfilegu veiðigjaldi myndast jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar. Þá verður þegnum landsins ekki lengur mismunað. Þá fá menn ekki lengur ókeypis kvóta sem þeir geta síðan leigt út fyrir hátt verð.
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.1.2018 kl. 13:11
Geir minn. Það þykir víst ekki nægilega bankabólu-tékkanna-fitandi auðlind, að tína villt ber með lífsnauðsynlegum bætiefnum. Til að sulta eða borða hrá og óunnin, af einstaklingum án milliliða-álagningasölumönnum kaupmanna og heilsuvöruverslana.
Það hefur flækst dálítið of mikið fyrir hagfræði-prófess-sorum heimsins, að skilja ekki hver eru raunverulegu verðmætin sem eru heilsubætandi. Enginn veraldlegur auður í formi peninga dugar til eins eða neins uppbyggjandi og bætandi, ef sá peninganna auður er næringarsnauður, illa fenginn og niðurbrjótandi.
Villt berin vaxa aftur og aftur, hvort sem þau eru öll tínd upp árlega eða ekki.
Þetta berjadæmi er ekki sambærilegt við landbúnaðarvöru framleiðslu og fiskveiðar á sjálfala fiski úr sjó.
Allir eru þessir fæðuflokkar ólíkra blóðflokkanna jarðarbúum nauðsynlegir. Hver á sinn hátt, og ólíkar fæðutegundir passa ekki né nýtast öllum jarðarbúum á sama hátt. Aldanna genin eru ólík milli þjóðflokka jarðar. Fer eftir jarðar staðsetningu og ræktunarskilyrðum gegnum aldirnar. Því verður ekki breytt í einu vetfangi, með pólitísku pennastriki. Svo einfalt er lífið á jörðinni víst ekki.
Milliliðir hirða gróða, og rýra matarhráefni með alls konar sölubrellum og ofur-fullvinnslu. Það er ekki raun-hagnaður að rýra gæði fæðutegunda með fullvinnslu og aukakrónum í vasa milliliða heimsfjármála-bankasvika-kerfisins.
Eða hef ég rangt fyrir mér að einhverju eða öllu leyti nú eins og svo oft áður?
Þeir sem vita og skilja betur, það sem ég hef ekki skilið rétt, eru tjáningarfrelsis ábyrgir fyrir að leiðrétta fáfróðu mig og fleiri. Ég er meðvituð um að mín skoðun er bara ein af fjölmörgum óumræddum sjónarhornum, sem þurfa sanngjarna og réttlætanlega umræðu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2018 kl. 15:00
Tillögur hafa komið fram um álagningu auðlindagjalds á hlunnindi sem ekki eru takmörkuð og engin þörf á að takmarka aðgang að með gjaldtöku. Það bendir til þess að auðlindagjöld séu í eðli sínu skattlagning og gjöld fyrir notkun en ekki verkfæri til takmörkunar á aðgengi. Hitaveitur greiða auðlindagjald þó lítil hætta sé á að þeim fjölgi svo úr hófi að til vandræða horfi, og ekki eru þær að versla með einhvern heitavatnskvóta.
Í eðli sínu koma auðlindagjöld fiski og kvótakerfinu ekkert við og má leggja á hvaða auðlindir okkar sem samfélaginu og stjórnvöldum þóknast, takmarkaðar jafnt sem ótakmarkaðar.
Algert skilningsleysi er það þegar menn halda að afleiðingar auðlindagjalds á fiskveiðikerfið sé tilgangur auðlindagjalda. Það er eins og að segja að ríkið leggi á skatta til þess að draga úr ráðstöfunartekjum heimila og fyrirtækja. Að brotinn handleggur sé settur í gips til þess að orsaka kláða.
Gústi (IP-tala skráð) 6.1.2018 kl. 15:25
Gústi bendir hér réttilega á umdeildar og allskonar skatta og auðlindagjalda hliðar ríkiskerfisins.
Það klikkaðasta og ómennskasta sem ég hef séð, er skattur á súrefnið sem allir ríkir og fátækir verða að hafa, til að lifa á jörðinni. Dýpra í skattaspillingar rukkanirnar er líklega ekki mögulegt að sökkva.
Hvernig á að réttlæta skattlagningu til uppihalds skattrekinna opinberra stofnana, sem auka á misskiptingu og heilsuleysi láglaunaðra og ofurhálaunaðra, að opinberu skattarekinna stofnana aðgenginu? Mismunað eftir fjárhag kerfis-skattrændra, láglaunaðra, og heilsutæpra einstaklinga á vinnumarkaði, og í Tryggingastofnunar Ríkisins kerfinu?
Opinber stofnanasvik við þá skattgreiðendur sem ekki hafa heilsu né kaupmáttargetu til að lögmannaverjast glæpamiðstýringar mismununar klíku, kaupmáttarhálauna-lögmannavarða og dómsstólanna varða skattræningja kerfisins?
Hvaða skattgreiddann umframrétt hafa ofurkaupmáttarliðarnir til að ráða sér ofurlaunaðan lögfræðing sér til varnar, umfram þann láglaunaða, skattrænda og kaupmáttarsvikna, sem ekki hefur kaupmátt né heilsu til að borga ofurlaunuðum lögfræðingi til að verja framfærslu og kaupmáttarsvikinn rétt sinn?
Hvernig samfélagi vill skattpíndur þrælandi almenningur allra launaþrepastéttanna mismunandi á Íslandi búa í?
Allar stéttir og öll atvinnufyrirtæki verða að njóta sanngjarnar og réttlætanlegra afkomukjara og jafnræðisaðgengi að opinbera skattrænda og skattrekna kerfinu.
Eða hvað finnst fólki yfirleitt og almennt réttlætanlegt, í skattreknu samfélagi? Ég skil ekki réttlætingu á mismunun og óréttlæti skattgreiðsluþræla í skattrekna opinbera kerfinu.
Mér fróðari einstaklingar þurfa að útskýra það óréttlæti í "réttarríkinu", á skiljanlegan og réttlætanlegan hátt fyrir mér og öðrum.
Það er flókið útskýringarverefni. Svo mikið skil ég, þó ég skilji frekar fátt til hlítar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2018 kl. 17:20
Það er ljóst að ef eftirspurn eftir ókeypis veiðiheimildum er ekki meiri en æskilegt framboð að þá er enginn grundvöllur fyrir veiðigjöldum. Veiðigjöld sem gefa af sér umtalsverðar tekjur fyrir ríkið myndu þá valda því að of lítið væri veitt.
Veiðigjaldið þarf því að vera af þeirri stærðargráðu að framboð verði sem næst eftirspurn. Tilgangurinn er sem sagt að láta alla njóta jafnræðis. Ef ekki, verður að gera upp á milli aðila með því að láta suma fá kvóta en aðra ekki sem er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Þetta eru hin gamalkunnu sannindi um að verð ráðist af framboði og eftirspurn. Auðvitað þarf frekara regluverk til að dæmið gangi upp. En núverandi ástand er stjórnarskrárbrot og hrein spilling.
Dæmin um skatta til að draga úr rástöfunartekjum heimila og fyrirtækja eða brotinn handlegg sýna aðeins að ekkert hefur rofað til í skilningi á tilgangi veiðigjalda enda kemur jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar ekkert við sögu í þessum tilvikum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.1.2018 kl. 17:34
Ásmundur. Þetta eru umræðunnar mikilvæg sjónarhorn. Á Íslandi er það orðið alvarlegt heilbrigðisvanamál að börnum, unglingum og fullornum einstaklingum skortir helstu bætiefnin sem óunninn fiskurinn gefur.
Þessir svokölluðu sjávarútvegs fiskikónga greifar eru orðnir svo tæknivæddir og fiskiafurðanna rándýrir fyrir heilsufar Íslands-íbúa, að skortur á ómega 3, d vítamíni, og a vítamíni, er að veikla alla meir og minna til örorku? Andlega og líkamlega?
Fiskur í verslunum er orðinn miklu dýrari en næringarsnauð ofur-unnin ódýra heimsviðskiptanna verksmiðjuframleidda magafyllingin.
Hver er þá hinn svokallaði Íslands-gróði af fiskimanna þrælanna striti fyrir heimsmafíubankastýrðu útgerðirnar?
Ekki hefði ég þrek né nettó kaupmátt til að kaupa mér klækja-klíkunnar ólöglega hertekinn og bankaránsúthlutaðan veiðikvóta úr fiskgjöfulum sjó.
Og ef einhverjum dytti í hug sú viðbótar óverjandi vitleysa að setja kvóta á berjatínslu á villtum náttúrunnar berjum, þá færu þau ber undir frost á hverju hausti, án þess að nokkur myndi nýta þær náttúrulegu hollustugjafir jarðar til heilsubótar.
Hvað finnst fólki almennt um að sumir eigna sér ýmsar tilkostnaðarlausar og sjálfsprottnar gjafir jarðar, án þess að þurfa að kosta neinu til nema veiðarfærum og berjatínum?
Þetta eru kannski frekar kjánalegar athugasemdir og spurningar hjá mér, en ég er þá bara ekkert merkilegri en forvitin kjáni. Og allt í lagi með það. Það er annarra að útskýra og rökræða málin áfram til betrunar og bóta.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2018 kl. 19:28
En dæmið um auðlindagjaldið sem hitaveitur greiða sýnir að ekkert hefur rofað til í skilningi á tilgangi auðlindagjalda en þar kemur jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar ekkert við sögu. Auðlindagjöld koma enda framboði og eftirspurn ekkert við. Og þau koma því heldur ekkert við hvort stjórnvöld brjóti stjórnarskrá við úthlutun veiðiréttinda, læknisleifa, leigubílstjóraplássa eða mjólkurkvóta.
Eins og aðrir skattar og gjöld þá er auðlindagjald, tekjuskattur, vaskurinn, kolefnisgjald, stimpilgjöld o.s.frv. í eðli sínu aðeins tekjuöflunartæki. Afleiðingarnar af skattlagningu eru margar og mismunandi en eru aldrei tilgangur álagningarinnar. Tilgangurinn er að afla tekna. Því ef auðlindagjöld ættu að skapa eitthvað jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar eða eitthvert jafnræði þá eru til aðrar og betri leiðir til þess, leiðir sem virka.
Gústi (IP-tala skráð) 6.1.2018 kl. 19:41
Gústi endilega bentu okkur á aðrar og betri leiðir en rétt stillt veiðigjöld til að koma á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar eftir veiðileyfum. Við erum að tala um veiðigjöld ekki gjöld fyrir afnot af öðrum auðlindum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.1.2018 kl. 21:14
En Ásmundur, við erum að tala um auðlindagjöld, hafir þú ekki lesið það sem á undan er komið. Fullkomið skilningsleysi þitt er því skiljanlegt í ljósi þess að þú heldur umræðuefnið vera eitthvað allt annað en allir aðrir hér. Auðlindagjald á skyr og það að enginn hafði minnst á fisk hefði dugað flestum til að fatta það.
En með veiðigjöldin þá er jafnvægi milli framboðs veiðileyfa og eftirspurnar ekki takmarkið og ekkert sem sóst er eftir. Því þarf ekki að finna einhverja lausn sem gefur þá útkomu.
Gústi (IP-tala skráð) 6.1.2018 kl. 22:33
Við erum að tala um veiðigjöld. Auðlindargjald á Siggi's skyr og krækiberjatínslu er bara tilraun til að drepa málinu á dreif enda samanburðurinn fráleitur.
Eins og við var að búast áttu engin svör við því hvernig hægt er að koma á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar með öðru en veiðigjöldum án þess að mismuna þegnum landsins með úthlutun kvóta til útvalinna.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.1.2018 kl. 08:42
Frjáls verðlagning á framseljanlegum eignum er eina leiðin til að stilla af framboð og eftirspurn. Skattar skekkja bara myndina.
Geir Ágústsson, 7.1.2018 kl. 13:27
Skattar eru bara einn af kostnaðarliðunum. Allir kostnaðarliðir minnka hagnað og skekkja mynd þess sem telur sig eiga að fá allt frítt. Það mætti eins segja að launagreiðslur skekki myndina. En á Íslandi stendur útsjónasama athafnarmanni Geirs hvorki skattleysi né þrælahald til boða.
Gústi (IP-tala skráð) 7.1.2018 kl. 16:29
Geir, einmitt.
Þess vegna ætti ríkið að leigja kvótann á því verði sem myndast við frjálsa verðlagningu þegar eftirspurn er jafn mikil og framboð. Ef verðið er of lágt fá færri en vilja. Ef það er of hátt gengur kvótinn ekki út.
Skattlagning kemur málinu ekkert við enda gilda sömu skattalög um öll fyrirtæki.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.1.2018 kl. 17:34
Er það reindin að,skattalög séu þau sömu um öll fyrirtæki?
Spyr sá sem veit?
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 7.1.2018 kl. 18:17
En Ásmundur minn, við erum að tala almennt um skatta og gjöld, tilgang þeirra og afleiðingar, með sérstakri áherslu á öll auðlindagjöld. Kvótakerfið í fiskveiðum og framkvæmd þess er allt önnur umræða og kemur því ekkert við. Var ekki búið að benda þér á það?
Gústi (IP-tala skráð) 7.1.2018 kl. 18:44
Sama hvað þá er augljóst að enginn er að tala um að leggja auðlindagjöld á landbúnaðinn sem þrífst á íslenskri jörð, laxveiðina, berja- og fjallagrasatýnarana og aðra sem nýta hina svokölluðu sameiginlegu auðlind.
Sjávarútvegurinn er talinn "aflögufær". Þess vegna er hann skattlagður í rjáfur.
Geir Ágústsson, 8.1.2018 kl. 07:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.