Fimmtudagur, 23. nóvember 2017
Borgaðu bara og þegiðu
Íslendingar eru mjög stoltir af lífeyrissjóðskerfinu sínu. Það mega þeir líka alveg vera. Lífeyrir á ekki að koma skattgreiðendum við. Víða um heim rekur ríkisvaldið svokallaða gegnumstreymissjóði. Menn borga þá lítið í lífeyrissjóði og þiggja svo lífeyri úr ríkissjóði. Mörg ríki eru tæknilega gjaldþrota vegna slíkra skuldbindinga og hætt við að óvinnufærir eldri borgarar þurfi að finna rækilega fyrir niðurskurðarhnífnum í náinni framtíð.
Á Íslandi er reynt að haga hlutum þannig að það sé til innistæða fyrir ellilífeyrinum.
Kerfið er samt ekki fullkomið.
Lífeyrir er skyldusparnaður fyrir allt vinnandi fólk. Það er ekki hægt að sleppa því að borga í lífeyrissjóð, t.d. á meðan manneskja er að borga niður dýrt húsnæðislán. Menn eru neyddir til að leggja fyrir og spara á lágum vöxtum þótt þeir séu að borga niður lán á háum vöxtum.
Hvað yrði um mann í námskeiði í heimilisbókhaldi sem legði slíkt fyrirkomulag til? Hann fengi falleinkunn.
Lífeyrir fer í allskonar fjárfestingar sem að hluta eru ákvarðaðar með lögum og að hluta af sérfræðingum lífeyrissjóðanna. Sjóðsfélagar hafa þarna litla eða enga aðkomu. Jú, þeir geta e.t.v. kosið um einhvers konar fjárfestingarstefnu, en það er ekki hægt að skikka lífeyrissjóðinn til að kaupa gull, Rolex-úr, iðnaðarhúsnæði, sumarbústaðarland eða hlut í sprotafyrirtæki, svo dæmi séu tekin.
Mikið af lífeyri landsmanna er bundinn í opinberum skuldum hins opinbera og hlutabréfum fyrirtækja í áhættusömum rekstri. Stjórnmálamenn vilja fjármagna framkvæmdir sem kaupa þeim atkvæði með peningum lífeyrissjóðanna. Sumir vilja að lífeyrissjóðir fjárfesti í pólitískum rétttrúnaði, t.d. fyrirtækjum sem konur eiga eða fyrirtækjum sem framleiða íhluti í sólar- og vindorkuframleiðslu.
Það er allt í góðu með að fólk safni í sjóði. Fyrir suma er það samt heimskulegt. Fyrir aðra er það ótímabært. Fyrir enn aðra er það sóun á fé. Og þegar allt kemur til alls eiga sjóðsfélagar ekkert í sjóðunum: Þeir erfast ekki og er ekki hægt að fá útgreidda sem eingreiðslu.
Helgi í Góu skorar á lífeyrissjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lífeyrisgreiðslur eru sparnaður og trygging fyrir allt vinnandi fólk. Það er ekki hægt að sleppa því að borga í lífeyrissjóð, t.d. á meðan manneskja er að borga niður dýrt húsnæðislán. Menn eru neyddir til að leggja fyrir og tryggja sig þótt þeir séu að borga niður lán á háum vöxtum. Menn eru neyddir til að greiða tryggingu sem tryggir þeim laun verði þeir óvinnufærir. Þannig trygging hjá tryggingafélögunum mundi kosta meira en nemur mismuninum á lágu vöxtunum og hinum háu. Hvað yrði um mann í námskeiði í heimilisbókhaldi sem legði slíkt fyrirkomulag til? Hann fengi tíu.
Davíð12 (IP-tala skráð) 23.11.2017 kl. 09:18
Það er munur á sparnaði og tryggingu. Fólk greiðir í lífeyrissjóði til að spara fyrir lífeyri eftir að það hættir að vinna. Fólk kaupir tryggingar til að mæta óvæntum áföllum.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.11.2017 kl. 10:21
Og lífeyriskerfið okkar er uppbyggt sem lífeyris og tryggingakerfi. Það vill oft gleymast að hlutverk lífeyriskerfis okkar er meira en að greiða út lífeyri í ellinni. Stór hluti af útgreiðslum lífeyrissjóða fer til þeirra sem misstu starfsgetu áður en eftirlaunaaldri var náð.
Við það að hætta að greiða í lífeyrissjóð lækka ekki aðeins tekjur í ellinni, tryggingin fellur niður og missi fólk starfsgetu getur það verið að missa tekjur í áratugi fram að eftirlaunaaldri. Þar geta tapast upphæðir sem eru hærri en afborganir og vextir af húsnæðisláni.
Það er mikill ábyrgðarhluti að vilja breyta kerfinu þannig að þeim sem mestu hafa að tapa við missi tryggingarinnar sé gert það auðvelt.
Davíð12 (IP-tala skráð) 23.11.2017 kl. 11:07
Hér er verið að benda á áhugaverða hluti.
Lof mér að athuga hvort ég skilji þetta rétt, og tek dæmisögu:
Tveir menn vilja eiga bíl. Báðir leggja fyrir, en ákveða að nota sama bankareikning til að fá betri vaxtakjör. Þeir sammælast um að ákveðin upphæð dugi fyrir bílakaupum beggja, og vilja báðir jsfndýran bíl.
Nú er annar þeirra fljótari en hinn að safna fyrir bíl, enda leggur hann hraðar fyrir. Hann kaupir bíl fyrir sinn hluta af sparnaðinum. Því miður verður hann svo fljótlega fyrir óhappi og klessir bílinn. Af því sjóður þeirra félaga virkaði líka sem trygging tekur hann út afganginn af sjóðnum og kaupir bíl (ódýrari gerð samt, því hinn félaginn var ekki búinn að safna fyrir hálfri upphaflegu fjárhæðinni). Hinn félaginn, hann á ekkert eftir.
Lífeyrissjóðskerfið er greinilega kjánalegra en ég hélt.
Geir Ágústsson, 23.11.2017 kl. 11:35
Eins og önnur tryggingakerfi þá fá sumir meira en þeir lögðu í það og aðrir minna. Og þetta er tryggingakerfi en ekki sjóðssöfnun. Þér eru tryggð viss laun þó þú örkumlist og viss lífeyrir þegar aldri er náð óháð því hversu lengi þú lifir, hærri eftir því sem þú borgar meira meðan þú vinnur.
Hlutverk lífeyrissjóða er að tryggja sjóðfélögum ellilífeyri til æviloka og verja þá og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku og andláts með því að greiða áfallalífeyri (örorku-, maka- og barnalífeyri).
Davíð12 (IP-tala skráð) 23.11.2017 kl. 12:47
Kerfið er miklu vitlausara en flestir átta sig á. Enda er því beinlínis ætlað að létta af ríkissjóði framfærsluskyldu vegna þeirra sem aldrei borga eyri af sínum launum í lífeyrissjóði. Og svo þegar aldraðir lífeyrisþegar leggjast inn á stofnanir þá er öllum lífeyrinum stolið af þeim!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.11.2017 kl. 14:02
Lífeyrissjóðakerfið þrífst á því að skattaskuldbindingar til ríkissjóðs renna til lífeyrissjóðanna, sem hafa þá sjálfir úr meiru að moða. Að auki eiga lífeyrisgreiðendur það til að falla frá fyrir lífeyristöku. Engin eftirlaun þarf fyrir viðkomandi - heldur engar skattgreiðslur til hins opinbera.
Kolbrún Hilmars, 23.11.2017 kl. 14:34
Tengdapabbi minn heitinn sagði mér a.m.k. að hann hefði borgað í 2 lífeyrissjóði alla ævi og uppskeran var engu betri en ellilífeyrir þeirra sem hefðu aldrei borgað neitt.
Hann sá því á eftir um 10% launa sinna alla ævi, féll frá skömmu eftir lífeyristöku, og tengdamanna fékk svo gott sem ekkert í hendurnar.
Lífeyrissjóðrinir eru með fólk í skylduáskrift. Hvað verður um fyrirtæki sem er áskrifandi að tekjum sínum?
Geir Ágústsson, 23.11.2017 kl. 16:03
Þú býður upp á opinbera umræðu á blogginu þínu og eyðir óþægilegum ummælum? Það er eitt að fjarlægja dónaleg ummæli en annað að velja sér ummæli til að svara.
En hafðu það eins og þú vilt Geir, þú hefur sýnt þinn innri mann á opinberum vetvangi og það dugar mér. Þetta verður síðasta kommentið sem þú munt þurfa að fjarlægja frá mér.
Vertu sæll og glaður Geir Samfélagsrýnir :)
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 23.11.2017 kl. 19:47
Afsakaðu Geir, mistökin eru mín.
Sígþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 23.11.2017 kl. 19:49
Já, það þykir mörgum súrt að þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóði skuli ekki hafa það umtalsvert betra en þeir sem eru baggi á þjóðfélaginu.
E.t.v. væri meira réttlæti í því að þeir sem ekkert hafa greitt í lífeyrissjóði fengju bara að svelta. Að þeir sem greitt hafa tugi milljóna í skatt njóti forgangs í heilbrigðiskerfinu umfram þá sem hafa greitt litla eða enga skatta. Og að nám í fögum sem litlum tekjum skila, og því litlum sköttum til ríkisins, sé verðlagt að fullu. Það er margt óréttlætið.
Davið12 (IP-tala skráð) 23.11.2017 kl. 20:42
Sigþór, ekkert mál. Ég hef aldrei eytt út athugasemd á þessari síðu.
Davíð12: Hvað gerist þegar þú skerð á vensl framlags og uppskeru? Það er svo margt, mjög slæmt. En hvað með þá sem eru einfaldlega óheppnir á lífsleiðinni? Þar er svo margt annað í boði en að þvinga skuldara til að vanrækja skuldirnar og rækta sparnaðinn, með valdi.
Geir Ágústsson, 23.11.2017 kl. 21:18
Það er gallinn við samtryggingarkerfin, vensl framlags og uppskeru veikjast. En að þvinga þegnana með valdi til að taka þátt í samtryggingunni frekar en að láta þá á guð og gaddinn verði þeir óheppnir á lífsleiðinni er ekki alvitlaust.
Davið12 (IP-tala skráð) 23.11.2017 kl. 21:59
Þakka þér fyrir Geir. Þér er frjálst að eyða færslunum mínum hér að ofan, ef þér sýnist sem svo.
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 23.11.2017 kl. 22:15
Varðandi lífeyriskerfið, hér er uppbyggileg gagnrýni á það í formi hugmyndar að nýju kerfi.
Kerfið er eins og þú segir, gegnumstreymiskerfi og því tækifæri að taka skrefið í núverandi umhverfi. Það fyrsta sem þarf að gera til að koma þessu nýja kerfi til leiðar er að breyta vinnumarkaðsmódelinu þannig að launamenn munu fá laun fyrir vinnu sína en einnig arð til framtíðar af framtíðarhagnaði/afborgunum þeirra verka sem unnin eru. Sem dæmi, maður málar 12 hús á ári, 480 hús yfir 40 ára starfsferil. Þegar eigendur húsanna greiða af þeim, þá borga þeir um leið lífeiri fólksins sem reistu húsið. Þannig fær þessi umræddi málari greiddann lífeyri frá 480 manns.
Þessi aðferð gæti virkað í geirum þar sem verðmætasköpun er stöðug og þar sem menn framkvæma út á lán. Það skiptir því verulegu máli með þetta að það séu raunveruleg verðmæti að baki. Kjarninn í þessu kerfi er að koma auga á verðmætasköpun þ.e. verkafólk í þessu kerfi hefur meira um lífeyri sinn að segja einfaldlega með því að ráða sig til vinnu við arðbær verk. Þannig sigtast hismið frá kjarnanum í þessu kerfi og verðmætasköpun verður að einhverju leiti skýrari.
Varðandi þá sem eru í störfum sem skapa ekki beinann arð, hvað á að gera við þá? Ekki hugmynd!
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 24.11.2017 kl. 00:18
Það mætti líka leggja niður skyldusparnaðinn (ekki sjóðina), afnema ellilífeyri ríkisvaldsins í þrepum og sjá hvort það sé ekki kominn ágætur hvati til að huga sjálfur að eigin elli. Þeir örfáu sem verða útundan gætu þá leitað til góðgerðarsamtaka, sem fólk mun styðja við af fúsum og frjálsum vilja (a.m.k. ef marka má allt tungutakið um nauðsyn þess að styðja þá sem verða fyrir hrakningum).
Geir Ágústsson, 24.11.2017 kl. 07:45
Hvers vegna að stoppa þar? Má þá ekki alveg eins lækka skatta og gera fólki að sjá sjálft um þann kostnað sem samtryggingin hefur af þeim? Heilbrigðis og menntakerfin væru þá kostuð af notendum. Fólk passaði sjálft betur upp á heilsuna og fólk væri ekki að hrúga niður börnum sem það hefði ekki efni á að eiga og reka. Allt umfram einhverja lágmarks neyðarþjónustu væri greitt af notendum. Það kæmi betur út fyrir marga. Einhvernvegin þannig er kerfið í Bandaríkjunum.
Davið12 (IP-tala skráð) 24.11.2017 kl. 12:40
Auðvitað þyrfti stefnubreyting í átt að meira sjálfbjarga einstaklingum sem styðja sjálfa sig, sína nánustu og aðra í gegnum góðgerðarfélög að fela í sér meira en að afnema skylduáskrift að sparnaði.
Já, hætta að dæla fé í ríkiseinokunarstarfsemi sem er mönnuð óánægðu fólki sem getur á engan hátt bætt kjör sín nema leggja niður störf.
Já, hætta að setja aðgangshindranir á ýmsan rekstur, svo sem rekstur skóla, heilbrigðisfyrirtækja og umönnunarstarfsemi.
Já, hætta að fjármagna heimskulegar ákvarðanir.
Já, hætta að segja fólki fyrir verkum og leyfa því að vinna saman að lausn vandamála beint og milliliðalaust.
Já, minnka völd hins opinbera.
Já, leyfa fólki að innbyrða það sem það vill, en verða um leið að bera ábyrgð á afleiðingunum.
Geir Ágústsson, 24.11.2017 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.