Sunnudagur, 19. nóvember 2017
Óþolandi að vera í stjórnarandstöðu?
Margir þingmenn og flokksmenn flokka sem eru ekki stjórnarmyndunarviðræðum hafa mikla tjáningarþörf þessa dagana.
Gripið er til furðulegra myndlíkinga og samsæriskenninga. Menn þenja sig á samfélagsmiðlunum. Víða er allt að verða vitlaust!
Það er eins og margir þeir sem sjá fram á að sitja í stjórnarandstöðu vilji alls ekki það hlutskipti. Hefðbundin þingstörf eru greinilega ekki nógu heillandi. Nei, þetta fólk vill ráða. Það vill vera í klíkunni sem skipar fyrir, en ekki í hinni sem þarf að verjast.
Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknar er vissulega engin óskastaða fyrir neinn. Það er samt óþarfi að gera á sig af pirringi.
Mynda samsæri gegn kjósendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir sem vilja kanna aðra möguleika ættu að íhuga
tilhugsunina um þá gæti Helga Vala orðið dómsmálaráðherra
Grímur (IP-tala skráð) 19.11.2017 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.