Sammála um margt

Sumir telja að það sé mikill munur á Vinstri-grænum og Sjálfstæðisflokki. Það er að vissu leyti rétt, en flokkarnir eru þó sammála um margt.

Ég hef t.d. ekki séð VG tala fyrir róttækri eyðileggingu á kvótakerfinu svokallaða. Alltaf vill VG samt hærri skatta á allt.

Hvorugur flokkanna vill innlima Ísland í ESB.

Báðir vilja auka ríkisútgjöld um heilan helling. VG telur að slíkt eigi að fjármagna með skattahækkunum en Sjálfstæðisflokkurinn treystir á endalaust góðæri sem stækkar alla skattstofna svo að þeir halda áfram að mjólka vel þótt skattprósentur séu stöðugar eða lækki.

Hvorugur flokkanna leggur áherslu á róttækar breytingar í landbúnaði. 

Hvorugur flokkanna talar fyrir róttækri uppstokkun menntakerfisins þar sem einkaaðilar fá að kenna meira og víkja frá opinberum námskrám.

Hvorugur flokkanna talar um að einkavæða heilbrigðiskerfið. Meðal Sjálfstæðismanna eru mjóróma raddir um að flytja rekstrarábyrgð yfir á hendur einkaaðila í örfáum sértilvikum. Meira er það samt ekki.

Það er helst að innan grasrótarinnar svokölluðu sé hægt að koma auga á mismunandi áherslur. Innan Sjálfstæðisflokksins hamast nokkrir frjálshyggjumenn við að reyna ýta flokknum lengra til hægri. Innan VG eru einarðir kommúnistar sem vilja að ríkisvaldið gleypi stóra hluta af samfélaginu. 

Ef þessir flokkar ákveða að ganga til samstarfs bíður okkar sennilega mjög yfirvegaður stjórnarsáttmáli, fullur af fögrum fyrirheitum en fátækur af mjög áþreifanlegum aðgerðum.


mbl.is Þrjár ástæður til að hefja viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband