Sunnudagur, 12. nóvember 2017
Ef stór fyrirtæki eru olíuskip ...
Maður nokkur í viðskiptalífinu hefur nýlega sagt í viðtali að "[s]tóru fyrirtækin eru olíuskip sem þurfa að fylla kvótann á hverjum mánuði og hafa lítinn tíma og rými til að breyta sér hratt". Þessi maður stofnaði sitt eigið fyrirtæki til að auka sveigjanleikann gagnvart viðskiptavinunu
Ef samlíking hans um stór fyrirtæki er viðeigandi hvað má þá segja um stór ríkjasambönd? Eru þau borgarísjakar? Eða má kannski líkja þeim við risastóra skriðjökla sem haggast um örfáa sentímetra á ári á meðan umheimurinn í kringum þá gjörbreytist oft á dag?
Auðvitað eru einstök ríki sveigjanlegri en þau stóru. Þetta hefur kosti og ókosti. Einn kostur er sá að þau geta hraðar gripið tækifæri. Annar er sá að ef eitthvað er að er fljótlegt að laga það. Einn ókostur er sá að þau geta farið sér hraðar að voða ef rangar ákvarðanir eru teknar. Þau eru líka viðkvæmari fyrir ytri áföllum.
Það hlýtur samt að vera eftirsóknarvert að vera sveigjanlegur og aðlögunarhæfur. Við sem einstaklingar þekkjum þetta vel. Sé maður á hjóli sem stefnir ofan í holu vill hann vera fljótur að geta bremsað eða breytt um stefnu. Sé maður staddur í þungri lest með lélegar bremsur og sér að framundan er þverhnípi er freistandi fyrir hann að óska sér þess að væri frekar á hjóli þótt það sé yfirleitt óöruggara.
Þegar Bretar losna úr viðjum ESB opnast heimurinn fyrir þá. Mér sýnist þeir ætla að grípa tækifærin sem það veitir þeim og stofna til fríverslunar við mörg ríki. ESB mun aldrei græða á því að flæma Breta frá sér.
Það var einn helsti styrkur Evrópu á miðöldum að vera sundruð í hundruð ríkja, stór og smá. Þau gátu þá keppt um besta fólkið og bestu markaðina og ýtt undir hraða framþróun álfunnar. Því miður fóru þau líka oft í stríð við hvort annað, en yfirleitt voru það stærstu ríkin að slást við önnur stór ríki. Þau litlu voru of vanmáttug til að stunda stríð að einhverju ráði, nema við hvert annað og þá með notkun atvinnuhermanna sem kostuðu skildinginn.
Með því að leggja niður velferðarkerfið mætti á ný koma á heimi opinna landamæra þar sem það eru hæfileikarnir sem flæða á milli en ekki fólk í leit að ölmusa.
Einfaldara að semja við Breta en ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ríki og ríkjasambönd eiga helst ekki að vera borgarísjakar. Þau eiga að vera klettar og vera á sínum stað. Og þau eiga að hafa sem allra minnst áhrif á líf fólks.
Auðvitað á að leggja niður velferðarkerfið.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.11.2017 kl. 23:34
Já það er þetta með kletta. Stjórnarskrá Bandaríkjanna átti að vera slíkur klettur. Alríkið átti bara að fá þau völd sem ríkin framseldu sérstaklega til þess. Nú er öldin önnur. Kletturinn er orðinn að skrýmslinu í myndinni "The Blob", og leggst yfir allt og alla, hægt og rólega.
https://www.youtube.com/watch?v=sixDADVVnxA
Geir Ágústsson, 13.11.2017 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.