Allir flokkar sammála um eitt

Margir flokkar eru í framboði og stefnir í að margir ætli að ná mönnum inn á þing. Þetta er þvert á það sem ég spáði, sem var að kjósendur væru orðnir þreyttir á smáflokkum sem örvænta fljótt í mótbyr og myndu fylkja sér á bak við færri en stærri flokka. En sjáum hvað setur.

Það er eitt sem sameinar alla flokka: Þeir vilja allir hækka ríkisútgjöld með einum eða öðrum hætti. Þó eru mismunandi áherslur.

Sumir flokkar vilja að ríkið haldi áfram að greiða myndarlega af skuldum sínum án þess að skera niður neitt að ráði í ríkisrekstrinum. Þeir vilja að ríkið hafi efni á útgjöldum sínum, bæði í nútíð og framtíð. Vegna mikils hagvaxtar segja þeir að það sé bæði hægt að lækka skatta og auka ríkisútgjöld. Það er rétt, en hversu lengi? 

Sumir flokkar tala ekkert um skuldir hins opinbera og bara um að það þurfi að auka ríkisútgjöld. Fjármögnun þeirrar aukningar er eitthvað á reiki en til að eyða meira þarf að skattleggja meira, safna skuldum eða bæði.

Það er dapurlegt að þetta sé það eina sem allir flokkarnir eru sammála um, þ.e. að ríkisútgjöld þurfi að aukast. Það væri óskandi að fleiri flokkar sæju að allt sem er frelsað úr klóm ríkisins þrífst og dafnar. Sem dæmi má rekstur símfyrirtækja. Væri ekki óskandi að nemendur, sjúklingar og ökumenn gætu líka notið blússandi samkeppni þar sem verð lækkar en gæði aukast? Að fleiri sjúklingar en sjóndaprir og barmlitlir geti leitað til einkaaðila í samkeppnisrekstri? Að fleiri nemendur en háskóla- og framhaldsskólanemar geti valið á milli skóla í faglegri samkeppni?

Það eru blikur á lofti í útlöndum og hætt við að góðærið breytist hratt í niðursveiflu, sama hvað líður sterkri stöðu íslenska hagkerfisins. Er enginn að undirbúa slíkar breytingar?


mbl.is Fjögurra flokka stjórn líklegust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara hárrétt hjá þér

Allir í mínu nærumhverfi búast við niðursveiflu en enginn er að hugsa um hvernig megi tryggja samfeldan rekstur við það áfall að ferðmenn hætti að koma á morgun

Grímur (IP-tala skráð) 21.10.2017 kl. 18:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er bara svo margt sem getur gerst í hinum stóra heimi og þá er ég ekki bara að tala um stríð á Kóreuskaga eða vopnaða byltingu á Spáni.

Einhver stór alþjóðabankinn gæti farið á hliðina. 

Eitthvert Arabaríkið gæti ákveðið að hætta olíuviðskiptum í dollurum.

Kínverjar gætu talað opinskátt um skuldasöfnun Bandaríkjanna og hvernig Kínverjar ætla að hætta að fjármagna hana.

Almenningur einhvers staðar gerir bankaáhlaup á einhvern stóran bankann vegna orðróms.

Það gæti runnið upp fyrir nægjanlega mörgum að mörg af stærstu hagkerfum heims eru tæknilega gjaldþrota og verður ekki bjargað.

Það gæti komið eldgos. 

Bara svo margt. Og þótt það sé freistandi að lifa í núinu (eins og sálfræðingarnir hvetja okkur til) þá er nauðsynlegt að vera undirbúinn undir óvissa framtíð.

Geir Ágústsson, 22.10.2017 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband