Þriðjudagur, 10. október 2017
Birgitta hefur ekki verið kveðin niður
Birgitta Jónsdóttir er eftirlæti blaðamanna. Hún getur verið kjaftfor, frek og óþolinmóð. Þessi blanda er eins og fyrirsagnaverksmiðja sem framleiðir fréttir fyrir blaðamenn í hvert skipti sem hún kemur nálægt hljóðnema.
Hún ætlaði að hætta á þingi en hætti svo við og ætlaði svo að hætta og er núna ekki í framboði en segist vera opin fyrir ráðherrastól svo hver veit hvað hún hefur raunverulega í hyggju?
Hún nýtur sviðsljóssins og þess að standa í ræðustól á Alþingi og koma fram í þáttum. Auðvitað er hún því ekki hætt í stjórnmálum.
Ég legg til að sama hvers konar ríkisstjórn kemur saman eftir kosningar þá verði Birgitta Jónsdóttir gerð að utanríkisráðherra.
Það yrði eitthvað!
Hún gæti keppt við Donald Trump í kjánalegum ummælum eða móðgunum við erlenda stjórnmálamenn.
Hún gæti á einu bretti þurrkað út allskyns stjórnmálasambönd og viðskiptasamninga.
Hún gæti lýst opinberlega yfir stuðningi íslenska ríkisins við allskyns samtök sem hakka sig inn í tölvur eða standa í skæruliðaárásum.
Hvað finnst ykkur?
Sækist ekki eftir ráðherrastól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:25 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er falsfrétt hjá Viðskiptablaðinu. Algjörlega uppskáldað og logið. Sennilega veistu það alveg en dreifir lyginni samt. Lýsir Sjálfstæðismanni vel.
Réttsýni, 10.10.2017 kl. 08:33
Maður veit aldrei með Birgittu.
Hvað á hún við með "sækist eftir" og "hugsa málið"?
„Ef einhver vill að ég verði ráðherra mun ég auðvitað hugsa málið en ég er samt ekki að sækjast eftir því,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Er ólíklegt að Katrín Jakobsdóttir muni ræða við Birgittu um ráðherrastól? Munu Píratar í ríkisstjórn ekki heimta að fá einn ráðherra, og hafa sem eigin vinnureglu að þá eigi að sækja utan þingmannahóps síns? Ef ekki Birgitta, hver þá?
Kannski er frétt Viðskiptablaðsins byggð á ósönnum sögusögnum en ég held að menn hafi hér hitt naglann á höfuðið engu að síður.
Geir Ágústsson, 10.10.2017 kl. 08:49
Píratar vilja losna við "freku karlana" og telja freku kerlingarnar betri
Grímur (IP-tala skráð) 10.10.2017 kl. 08:58
Þú getur skáldað upp hvaða lygi eða strámann sem þú vilt um hvað sem þú vilt ef þér finnst það henta þínum málflutningi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En hér dreifir þú óhikað beinum lygum í Viðskiptablaðinu eins og um sannleik sé að ræða og það lýsir málþurrð og óheiðarleika þegar menn grípa til slíkra ráða, sama hvaða strámenn þú dregur upp lygaáróðrinum til varnar.
Réttsýni, 10.10.2017 kl. 09:00
Herra Réttsýnn er greinilega alveg með þetta,
Sakar fólk um strámannsrök en útilokar svo fólk í umræðu eftir flokkslínum. Heitir það ekki Ad Hominem ?
Valur Arnarson, 10.10.2017 kl. 09:17
Þetta er spennandi orðrómur og ég held að það sé fótur fyrir honum þótt Birgitta segi nú eitthvað annað.
Eða óttast vinstrimenn að Birgitta sé orðuð við ráðherrastól? Er það til þess fallið að flæma kjósendur í burtu?
Hún er einn reyndasti þingmaður vinstriflokkanna, með mikinn metnað, elskar sviðsljósið og ræður því sem hún vill innan Pírata. Ég sé hreinlega ekki hvernig Píratar gætu litið framhjá henni við ráðherraval, sérstaklega nú þegar hún er ekki á framboðslista og uppfyllir því öll skilyrði Pírata fyrir ráðherraefni.
Geir Ágústsson, 10.10.2017 kl. 09:19
"en útilokar svo fólk í umræðu eftir flokkslínum" ??? Ég veit ekki hvað þú átt við Valur. Ég hef ekki útilokað neinn frá neinu, er bara að benda á að Geir er hér að vísa í beina lygi Viðskiptablaðsins, og að hana reynir hann svo að verja með strámannsrökum - sem lýsir málþurrð og óheiðarleika. Út úr því lest þú einhverjar "útilokanir eftir flokkslínum". Óskiljanlegt.
Réttsýni, 10.10.2017 kl. 09:33
Einhver Geir út í bæ býr til orðróm sem sannleika , af því að hann vill þóknast sinni hægri öfgaklíku !
Allt er þetta eftir kennslubók ykkar óumdeilda leiðbeinanda Hannesi Hólmsteini !
Það er eins og hægri öfgamenn geti ekki og megi ekki hugsa sjálfstætt !
Það er enginn svona arfa vitlaus !
JR (IP-tala skráð) 10.10.2017 kl. 09:34
Hér vantar ekki að menn tali um allt annað en að útskýra hvernig Píratar í ríkisstjórn geti litið framhjá Birgittu sem ráðherraefni.
Geir Ágústsson, 10.10.2017 kl. 10:24
Er það nema von þegar uppruni umræðunnar byggist á lygi. Ef einhver myndi ljúga því að til stæði að Davíð Oddsson yrði fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn færi í stjórn og að viðræður þess efnis á milli hans og Bjarna hafi þegar farið fram ættum við þá öll að fara að ræða og útskýra hvernig Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki litið framhjá Davíð sem ráðherra?
Réttsýni, 10.10.2017 kl. 10:52
Nú grípa menn í tómt. Davíð hefur ekki tekið beinan þátt í stjórnmálum síðan 2004 ef eitt forsendaframboð er undantekið.
En gott og vel, hér sverja menn af sér Birgittu sem ráðherraefni fyrir Pírata. Slíkt tal er ekki vinsælt í kosningabaráttu og eflaust góðar ástæður fyrir því. Sjáum hvað setur.
Geir Ágústsson, 10.10.2017 kl. 10:58
Herra Réttsýnn, með því að gera það að aðalatriði málflutnings þíns, að Geir sé hugsanlega Sjálfstæðismaður, og það skýri hans málflutning. Þá ertu einmitt sekur um rökvillu sem kallast Ad Hominem, þ.e. að fara í manninn en ekki boltann.
Það er ekki mikil réttsýni sem felst í þvi.
En ef ég ætti að tjá mig um innihald pistilsins, þá myndi ég telja það mjög óskynsamlegt að Birgitta færi í stjórnarráðið - það væri æskilegra að það fylgdi vinnustaðasálfræðingur með. Svona fyrir andlegan stöðugleika þeirra sem þyrftu að taka á þannig aðstæðum.
Valur Arnarson, 10.10.2017 kl. 10:58
Það má kannski geta þess að ég er ekki Sjálfstæðismaður, hef ekki kosið til Alþingis í mörg ár og kalla Sjálfstæðisflokkinn ekki hægriflokk af því hann fangar mína stjórnmálaheimspeki heldur af því hann er bara meira til hægri en aðrir flokkar þótt hann sé í besta falli á miðjunni miðað við stjórnmálin á hinum Norðurlöndunum.
Helsti kostur Sjálfstæðisflokksins finnst mér vera fyrirsjáanleiki hans, en mikið lengra nær það ekki. Hann vill alltaf greiða niður skuldir, fjármagna ríkisreksturinn með skatttekjum frekar en lántökum, hægt og rólega einfalda skatt- og bótakerfið og reyna hægt og bítandi að lækka skatta og jafnvel afnema. Þetta gerir hann samt ekki að miklu meira en jafnaðarmannaflokki á norrænan mælikvarða.
Raunverulegur hægriflokkur stæði fyrir stórkostlegri minnkun á ríkisvaldinu og stórkostlegum lækkunum á sköttum í umhverfi hratt minnkandi reglugerðarfrumskógs, flutningi almennt á ábyrgð frá hinu opinbera til einstaklinga og fyrirtækja og væri almennt með þá hugsjón að ríkisvaldið eigi að flækjast sem minnst fyrir.
Geir Ágústsson, 10.10.2017 kl. 11:35
Þú ert að afsaka lygar með því að kalla þær "ósönnar sögusagnir". Þetta er ástæðan fyrir því að Pírötum gengur vel. Fjórflokkarnir eru tilbúnir að gera hvað sem er, meiraðsegja vera óheiðarlegir, til að ná sínu fram. Og þar eru Sjálfstæðismenn fremstir í flokki.
Birgir Hrafn Sigurðsson, 10.10.2017 kl. 11:40
Líst vel á þessa tillögu, við þurfum að standa á eigin fótum hvort sem er.
Axel (IP-tala skráð) 10.10.2017 kl. 12:34
Er ekki "réttaýnn" einnig sekur um strámann með að gefa ser að frétt Viðskiptablaðsins sé lygi?
Sé ekki að grein blaðsins hafi verið hrakin eða send til föðurhúsanna. Þvert á móti þá hefur Birgitta sjálf sagt sig opna fyrir ókjörnu ráðherraembætti ef hennar menn bæðu hana vel.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2017 kl. 15:55
Hún sækist ekki eftir embætti. Það þýðir ekki að hún telji sig ekki geta tekið það að sér eða sé á móti því.
Hún segir:
„Ef einhver vill að ég verði ráðherra mun ég auðvitað hugsa málið en ég er samt ekki að sækjast eftir því,“
Hún segir ekki að það sé ekkert hæft í þessu. Hún hafnar því aðeins að hafa rætt málið við Katrínu.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2017 kl. 16:02
Er virkilega einhver svo forneskjulegur að tala um fjórflokk? Hér forðum hétu þeir Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Allir nema einn eru nú týndir út og suður.
Kolbrún Hilmars, 10.10.2017 kl. 18:13
Það eru auðvitað verulegar líkur á að Birgitta verði ráðherra komist Píratar í stjórn. Hún er þeirra helsti leiðtogi svo það liggur eiginlega í augum uppi, enda hefur Birgitta síður en svo hafnað því að þannig gæti farið. Og ætli hún yrði neitt verri ráðherra en sumir?
Þorsteinn Siglaugsson, 11.10.2017 kl. 09:40
... nokkuð verri ... átti að standa hér
Þorsteinn Siglaugsson, 11.10.2017 kl. 09:41
Það kæmi mér ekki á óvart að Birgitta myndi sækjast eftir ráðherrastól ef hann stæði til boða. Enda hefur það gerst áður að viðkomandi hafi seilast eftir völdum eftir að hún sagðist ekki ætla að gera það (sem og margir aðrir stjórnmálamenn). En það á væntanlega eftir að komast í ljós, ef skoðanakannanir ganga eftir.
Að auki vil ég vil hvetja menn til að misnota ekki heiti á rökvillum. "Strámaður" er þegar maður snýr út úr aftsöðu einvhers til að gera það auðveldara að færa fram mótrök, ekki þegar maður gefur í skyn að einhver hafi annarlega hagsmuni eða áætlanir, né heldur þegar maður sakar annan um lygar.
Egill Vondi (IP-tala skráð) 11.10.2017 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.