Mánudagur, 9. október 2017
Hafa allir gleymt Jóhönnu og Steingrími?
Norræna velferðarstjórnin svokallaða átti aldeilis að taka á öllum heimsins vandamálum með því að skattleggja þá ríku og sterku.
Varð raunin ekki allt önnur?
Hún skar niður í heilbrigðiskerfinu en dældi hundruðum milljóna út í ESB-umsókn, stjórnarskrármálið og fleiri gæluverkefni.
Hún talaði um þjóðaratkvæðagreiðslur en hafnaði svo öllum slíkum þegar það skipti máli.
Hún tók ekki á ríkisfjármálunum. Það dugði ekki að hækka skatta. Skuldirnar voru líka auknar svo mikið að það svíður ennþá undan þeim.
Andstæðingar verðtryggingarinnar muna væntanlega að vinstristjórnin gerði ekkert til að minnka vægi hennar. Þvert á móti fengu allar skattahækkanir að keyra inn á fullum þunga í gegnum verðtrygginguna. Þegar ríkisstjórnin hækkaði verð á vodkapela í gegnum áfengisgjöldin hækkuðu skuldir landsmanna, líka þeirra sem drekka ekki vodka.
En svo virðist sem tungutak Jóhönnu og Steingríms sett í samhengi við raunverulegar aðgerðir þeirra skötuhjúa sé gleymt og grafið. Sá sem ekkert man lærir aldrei. Eru það örlög Íslendinga?
Vill hækka skatta á þá auðugustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er enn að hugsa um hvað var átt við með að "minnka vægi verðtryggingar." Efast um að Kata hafi skilið það sjálf, ef sv, þá krefst ég skýringa.
Annars er eitt sem er öruggt ef veðtryggingunni veður kippt úr sambandi, þá munu. Vextir og húsnæðisverð hækka explósíft. Í bónus mun lífeyrissjóðunum okkar blæa út.
Allt fyrir litla manninn.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2017 kl. 09:26
Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms vann þrekvirki svo að eftir var tekið um allan heim. Það þótti með ólíkindum að hægt væri að reisa við í raun gjaldþrota þjóð á aðeins fjórum árum.
Að sjálfsögðu þurfti að stórauka skuldir til að reisa við fjármálakerfið og tæknilega gjaldþrota seðlabanka. En eftir aðeins fjögur ár var hallareksturinn nánast kominn í núll.
Í stað þess að láta allt reka á reiðanum eins og sjálfstæðismenn gera, fyrir utan að auka hag hinna best settu, var markvisst unnið á öllum sviðum og var árangurinn eftir því.
Vegna þess hve vel gekk að reisa landið við gerði fólk sér almennt ekki grein fyrir hve ástandið var skelfilegt eftir frjálshyggjufylleríið sem leiddi til hruns. Þess vegna var mikil óánægja með að kjör millitekjuhópa voru ekki strax orðin jafngóð og fyrir hrun.
Það sem ruglaði menn í ríminu var gífurlegur uppgangur bankanna. Fólk virtist halda að hann væri til vitnis um að stjórnin hefði frekar borið hag bankanna fyrir brjósti en almennings.
Uppgangur bankanna var hins vegna þess að eignasafn þeirra stórjókst að verðmæti á kjörtímabilinu vegna þess hve vel gekk að reisa landið við. Þannig varð ríkisstjórnin fórnarlamb eigin velgengni.
"Íslendingar eru heimskir" kvað við hjá hagfræðingum erlendis þegar bjargvættunum var hafnað en hrunvaldarnir kosnir á ný. Stóraukinn ferðamannafjöldi eftir átak vinstri stjórnarinnar "Inspired by Iceland" hefur komið í veg fyrir annað hrun í boði Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur (IP-tala skráð) 9.10.2017 kl. 09:51
Ásmundur,
Það vantar bara að þú þakkir Jóhönnu og Steingrími fyrir gosið í Eyjafjallajökli.
Geir Ágústsson, 9.10.2017 kl. 10:42
""Íslendingar eru heimskir" kvað við hjá hagfræðingum erlendis þegar bjargvættunum var hafnað en hrunvaldarnir kosnir á ný."
Ásmundur vinsamlegast settu inn hér hver skrifaði eða sagði þetta.
Axel (IP-tala skráð) 9.10.2017 kl. 12:32
Er núna svart orðið hvítt?
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 9.10.2017 kl. 14:26
Mig grunar að huldumaðurinn Ásmundur sé Þorvaldur Gylfason. Meikar allavega jafn lítinn sens og hann.
En mér er nú spurn samt eftir bölmóð hans í bland við lofræðuna um stjórnartíð Jóhönnu og Steingríms. Hvers vegna hlutu þau slíkt afhroð í næstu kosningum? Var það út af því að Íslendingar eru fífl?
Svar óskast.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2017 kl. 15:04
Geir á hvaða plánetu býrð þú eiginlega...?
"Hún tók ekki á ríkisfjármálunum. Það dugði ekki að hækka skatta. Skuldirnar voru líka auknar svo mikið að það svíður ennþá undan þeim "
Þegar Jóhanna og Steingrímur tóku við eftir frjálshyggju fylleríið vorið 2009 voru þjóðarskuldirnar 216 miljarðar!!!.
Jóhönnu og Steingrími tókst það sem engum gat dottið í hug að væri hægt, þau komu þjóðarskuldunum úr 216 miljörðum í 0 árið 2013. Ekki nóg með það, atvinnuleysið sem komið var í 20% 2009, var komið í 2-3% og komin á bullandi hagvöxtur.
Þetta skalltu hafa í huga Geir minn þegar þú setur x við D í næstkomandi kosningum.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 9.10.2017 kl. 15:51
Eruð þið svo miklir molbúar að þið hafið ekki fylgst með hve frammistaða Jóhönnu og Steingríms vakti mikla athygli og jafnvel aðdáun í útlöndum? Eða nær minnið ekki svona langt?
Jón Steinar, svarið við spurningu þinni er í síðasta innleggi mínu. Axel, þetta er orðið svo langt síðan að ég finn ekki hlekk í fljótu bragði. Ég man hins vegar eftir breskum fjármálasérfræðingi sem tók sér þessi orð í munn þegar kosningaúrslitiin lágu fyrir, Einnig man ég eftir einum norskum sem lét í ljós sömu skoðun.
Annars var almennt álitið í útlöndum að stjórnin fyrir hrun ásamt seðlabankanum hefðu staðið sig hörmulega. Um það má finna marga hlekki á netinu. Það er því ljóst að kosningaúrslitin eftir frábæran árangur Jóhönnu og Steingríms vöktu meira en litla furðu erlendis.
Ásmundur (IP-tala skráð) 9.10.2017 kl. 16:21
Það er vandmeðfarið þetta lýðræði þar sem pöpullinn getur tekið aðrar ákvarðanir en spekingarnir, t.d. í Icesave-málinu. En oft má segja "sem betur fer" þegar völdin eru tekin af liðinu í fílabeinsturninum.
Það varð ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu til happs að Eyjafjallajökull gaus.
Geir Ágústsson, 10.10.2017 kl. 06:31
Ekki veit ég til þess að almenningur hafi farið flatt á ákvörðunum sem byggjast á áliti sérfræðinga.
Það hefði auðvitað verið óðs manns æði að taka þá áhættu að hafna Icesave-samningi. Jafnvel þó að heppnin hafi verið með okkur hefðum við sennilega komið betur út úr því að semja.
Þegar upp var staðið reyndist upphæðin svo lág sem hefði fallið á okkur að kostnaðurinn við að hafna samningnum var eflaust mun meiri. Þar munar mestu um verri vaxta- og viðskiptakjör vegna þess að lánshæfismatið fór niður í ruslflokk þegar ÓRG boðaði til fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunnar
Hitt veit ég að almenningur hefur farið flatt á því að sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn finnst í góðu lagi að svíkja gefin loforð og hunsa vilja almennings.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.10.2017 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.