Sunnudagur, 8. október 2017
Skattar munu hækka, en hvernig?
Sama hvernig kosningarnar fara er ljóst að skattheimta mun aukast á næsta kjörtímabili. Spurningin er bara hvernig, og að hluta á hverja.
Allar skattahækkanir bitna beint eða óbeint á öllum. Það er ekki hægt að draga blóð úr einum stað líkamans án þess að allur líkaminn finni fyrir því. Staðbundin áhrif geta samt verið til staðar, t.d. getur komið sýking þar sem nálinni var þrýst inn.
Hvað um það.
Enginn flokkur talar fyrir því að ríkisvaldið þurfi að draga umtalsvert úr stærð sinni og flytja verkefni á hinn frjálsa markað.
Sjálfstæðisflokkurinn í samstarfi við Viðreisn og Bjarta framtíð hefur staðið fyrir stórkostlegri útgjaldaaukningu úr ríkissjóði. Góðærið lætur fé fossa inn í ríkishirslurnar. Fastar og jafnvel hægt lækkandi skattprósentur leggjast á sífellt stærri upphæðir sem gerir uppskeruna sífellt ríkulegri fyrir skattheimtumanninn. Afslættir á sköttum sem lágir skattstofnar njóta hafa sífellt minna vægi. Launamaðurinn sem hækkar í launum sér á eftir sífellt stærri hluta tekna sinna í skatta þótt hann njóti vissulega hækkandi útborgana.
Þetta er ein tegund skattahækkana. Hún skrifast á stjórnvöld sem eru ekki nægilega fljót að lækka skatta til að vega upp á móti hækkun skattstofna. Þess konar skattahækkun heldur áfram að eiga sér stað komist Sjálfstæðisflokkur í næstu ríkisstjórn.
Hin tegund skattahækkana er öllu ófrýnilegri. Í henni eru skattprósentur hækkaðar og nýir skattar búnir til. Ef skattstofnar eru að stækka leggst því bæði á þá hækkun vegna minna vægis skattaafslátta og að auki hin hækkandi skattprósenta. Svona er t.d. skattheimtu í Reykjvík hagað: Fasteignagjöld eru bæði að leggjast á hærra fasteignamat og að auki að hækka í prósentum.
En það er sama hvernig kosningarnar fara: Skattheimta ríkisins mun aukast. Það talar enginn trúverðuglega um aðra möguleika í hagstjórninni.
Kýs þann sem afnemur verðtryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Facebook
Athugasemdir
Ég sakna gamla sjálfstæðisflokksins og slagorðsins : Báknið burt
Hvað getur ríkið bólnað út mikið meira ? Er ekki að verða nóg komið ?
Emil
Emil (IP-tala skráð) 8.10.2017 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.