Miðvikudagur, 4. október 2017
Vinstristjórn, og hvað svo?
Ég tek ekki mikið mark á skoðanakönnunum sem stendur. Það er einfaldlega of margt í gangi núna til að kjósendur geti gert upp hug sinn. Frambjóðendur eru ekki byrjaðir í kosningabaráttu. Auglýsingar eru ekki byrjaðar að birtast að ráði. Menn vita rétt svo hverjir eru á framboðslistunum.
Hvað sem því líður er ljóst að það gæti alveg eins verið vinstristjórn sem bíður Íslendinga.
Og hvað þýðir það?
Það þarf ekki að deila um það að skattar hækka og nýir skattar verða til. Vinstrimenn tala gjarnan um ónýtta eða vannýtta skattstofna. Það þýðir með öðrum orðum að fé skal sópað í ríkishirslurnar hvar sem það er að finna.
Seinustu ríkisstjórnum hefur ekki tekist að útrýma nema brotabroti af skattahækkunum vinstristjórnar Jóhönnu og Steingríms. Við þá flóru munu því bara bætast nýir skattar. Skattar, sem er búið að lækka lítillega undanfarið, munu hækka aftur.
Þetta blasir við. Þetta er raunar yfirlýst stefna vinstrimanna.
Þá má spyrja: Hvaða skattar hækka, eða skattar á hverja hækka?
Vinstrimenn tala oft um að vilja færa skattbyrðina til, frá einum hópi til annars. Þeir tala breiðu bökin sem eiga að taka á sig meira. Þeir tala um að dreifa hinu og þessu öðruvísi. Raunin er svo alltaf önnur. Enginn fer varhluta af skattahækkunum. Þær birtast annaðhvort beint eða óbeint. Þegar tryggingagjald á fyrirtæki hækkar bitnar það á launum og fríðindum starfsmanna. Þegar fjármagnstekjuskattur hækkar - að sögn til að skattleggja þá ríku meira - bitnar það á leigjendum, lífeyrissjóðum og auðvitað getu fyrirtækja til að greiða góð laun.
Vinstrimenn vilja hækka skatta á eldsneyti, bíla og ýmislegt sem er kallað lúxus en er bara venjulegur neysluvarningur. Lágtekjufólk fær að finna fyrir því þar líka.
Ríkið reynir svo að skattleggja syndsamlegt líferni eins og tóbaks- og áfengisneyslu. Lágtekjufólk minnkar ekki við sig á þessum sviðum. Það borgar bara meira og sleppir einhverju öðru í staðinn.
Vinstristjórnir bera svo enga virðingu fyrir skuldaniðurgreiðslum eða jafnvægi í ríkisbúskapnum. Hallarekstur er undantekningalaust afleiðing vinstristjórnar. Sjáið bara hvað er að gerast í Reykjavík á þessum meintu góðæristímum. Þar vinnur bókhaldsfólk í fullri vinnu við að færa tölur til og fegra stöðu skuldsetts borgarsjóðs í blússandi hallarekstri.
En er ekkert gott sem fylgir vinstristjórn? Jú, Katrín Jakobsdóttir, sem er myndarlegur og röggsamur kvenmaður, verður andlit Íslands út á við í stöðu forsætisráðherra. Fleira dettur mér samt ekki í hug.
Er þetta ósk landsmanna? Þá segi ég bara: Verði þeim að góðu. Það virðist þurfa vinstristjórn á Íslandi á um 10-20 ára fresti til að minna Íslendinga rækilega á að slík stjórn eru vondar fréttir. Er komið að slíkri áminningu aftur?
VG langstærsti flokkurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:02 | Facebook
Athugasemdir
æ, það er svo stutt síðan við bjuggum við þennan ófögnuð og ég var rétt að byrja að njóta góðærisins, þá kemur öfundargengið inn á sviðið
Wilfred (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 07:14
Höfuðmarkmið vinstrimanna er og verður alltaf að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir árangur hægrimanna. Ef ekki dugir almennt málþóf og stöðug umræða um fundarstjórn forseta, án þess að ræða fundarstjorn forseta, þá er gripið til þess að finna eitthvað uppdiktað skandalamakerí til að sprengja ríkisstjórni a í loft upp.
Kjörtímabilin eru orðin örtímabil, þar sem enginn möguleiki er að fylgja neinni stefnu eftir né standa við fyrirheit. Svo er gengið til kosninga og blygðunarlaust klifað á kosningasvikum og árangursleysi.
Skammtímaminni íslendinga virðist ólæknandi og banvænt. Egósentrískur og málefnalaus leðjuslagur vinstursins er greinilega það sem marsókiskir kjósendur vilja. Verði þeim að góðu, segi ég líka.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2017 kl. 07:31
Það væri óskandi að íslenskir vinstriflokkar væru líkari þeim í t.d. Danmörku. Danskir vinstriflokkar eins og Socialdemokraterne og Radikal Venstre skilja að það er engum til hagsbóta að kæfa atvinnulífið með sköttum, að regluverkið þurfi að vera gegnsætt og stöðugt og að skuldasöfnun ríkissjóðs er baneitruð skattlagning á kynslóðir framtíðar.
Íslenska vinstrið er miklu lengra til vinstri en hið norræna vinstri.
Geir Ágústsson, 4.10.2017 kl. 08:22
Sjálfstæðisflokkurinn verður ekki í næstu ríkisstjórn. Það er of stutt frá síðustu kosningum til að kjósendur séu búnir að gleyma öllum loforðunum sem lýst var yfir beint og óbeint að yrðu svikin eftir myndun stjórnar.
Það verður auðvitað ekki liðið lengur að ríkistjórn fari gegn vilja þjóðarinnar í mörgum stórum málum. Einnig þess vegna verður Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu. Það gerir stöðu flokksins enn verri en ella að formaðurinn nýtur ekki lengur óskorðs trausts innan flokksins. Mörgum finnst tími til kominn að hann víki og Páll Magnússon taki við.
Vg Samfylking og Framsókn gætu náð meirihluta. Þeir vilja allir hækka skatta á tekjuháa og auðuga. Ekki veitir af til að byggja upp innviðina. Að mínu mati ætti einnig að hækka verulega skatta á fyrirtæki. Þeir eru mjög lágir hér, 20%, en td 35% í Bandaríkjunum.
Hár auðlegðarskattur i nokkrum þrepum er must. Þannig er tryggt að mikið fé verði eftir í landinu til uppbyggingar en endi ekki á Tortóla eða öðrum aflandseyjum til stórtjóns fyrir land og þjóð. Auka þarf skattaeftirlit. Það hefur sýnt sig að slíkir starfsmenn margborga sig.
Skattar eru að sjálfsögðu nauðsynlegir til að greiða fyrir sameiginlegan kostnað og sanngjarna kjarajöfnun.
Ásmundur (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 09:02
Hver í ósköpunum vill að Páll Magnússon verði formaður Sjálfstæðisflokksins?
Geir Ágústsson, 4.10.2017 kl. 09:17
Ásmundur kyrjar sömu ófoskömmuðu möntruna um svikin kosningaloforð hjá flokki sem fékk aðein átta mánuði til að fullna fyrirheit sín. Það vantaði ekki nema 40 mánuði uppá að fá að klára kjörtímabilið.
Annars er athugasemd hans góður vitnisburður um þá vitfyrringu, sem þjóðin á í vændum.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2017 kl. 09:23
Jón Steinar skrifar "Höfuðmarkmið vinstrimanna er og verður alltaf að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir árangur hægrimanna." Árangur "hægrimanna" árið 2008 var að Ísland var gjaldþrota, góður árangur það.
Jonas Kr (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 09:40
Lengi skal Davíð Oddssyni kennt um alþjóðlega fjármálakrísu, hryðjuverkalöggjöf Breta og tilraunum íslenskra vinstrimanna til að grafa Íslendinga undir Icesave-skuldum að kröfu ESB.
Sjáum hvað setur með vinstrimanninn Má Örlygsson í brúnni í Seðlabanka Íslands. Næsta fjármálakrísa mun fá þá fyrri til að líta út eins og lítinn hiksta. Fyrir það hrun er mikilvægt að íslenska ríkið sé skuldlaust og helst búið að leggja niður Seðlabanka Íslands og gefa gjaldmiðlaútgáfu og -notkun frjálsa á Íslandi. Því miður stefnir í hvorugt.
Geir Ágústsson, 4.10.2017 kl. 10:11
Jón Steinar, Sjálfstæðisflokkurinn sýndi í fimm ára fjárlagaáætlun sinni að ekki stóð til að efna nein loforð nema fyrir auðmenn. Auk þess hefur það oft komið fram í máli þeirra.
Stóraukin einkavæðing var helsta áhugamálið. Meðan opinbert heilbrigðiskerfi svalt léku einkastofnanir lausum hala og fengu greitt skv reikningum. Oflækningar og himinhár arður olli miklum kostnaðarauka fyrir ríkið.
Ekki var stakt orð um vegtolla í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar. Það er mjög heimskuleg aðgerð bæði vegna þess að hún kemur mjög ójafnt niður á landsmenn en ekki síður vegna þess hve dýr hún er í framkvæmd. Viturlegra væri að hækka bensínverðið þó að ég sé ekkert sérstaklega að mæla með því.
Ásmundur (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 11:02
Jónas. Fyrir það fyrsta þá varð Ísland ekki gjaldþrota. Í öðru lagi sprakk blaðran í bandaríkjunum, en ekki hér. Í Riðja lagi þá voru einkabankarnir engir ymdlingar sjálfstæðismanna og voru Jon Ásgeir og Björgúlfarnir stöðugt í stríði við þá.
Í fjórða lagi skaltu ekki gleyma að Samfylkingi var líka við stjorn þá og hafði fjármálaráðuneytið á sínum höndum. Samfylkingin stöð einnig sem klettur með Jóni Ásgeir og utrásarprinsunum.
Það var Jóhönnustjornin og Steingrímur allsherjarráðherra sem komust næst því að ganga fjárhagslega frá þjóðinni. Þau gáfu kröfur bankanna og leyfðu vogunarsjóðaum fritt spil með að innheimta kröfurnar að fullu og gott betur.
Einnig rétt að nefna FIH bankann danska sem tekinn var að veði fyrir 60milljarða neyðarláni til kaupþings, (lán sem var veitt áður en menn vissu að Kaupþing átti yfir 90% í sjálfu sér)
Steingrímur ig Már seldu þá kröfu á 75 milljarða til vogunarsjöðs sem seldi bankann strax áfram á 1200 milljarða.
Það var Stjórn Framsóknar og Sjálfstæðismanna sem bjargaði síðar því sem bjargað varð og reistu hér við efnahaginn. Það var vinstra liðinu um of svo þeir lögðust enn á sveif með vogunarsjöðunum með marklausu skandalamakeríi til að sprengja þá stjórn. Kröfuhafar og vogunarsjöðir standa í mikilli þakkarskuld við þessa vinstri vitleysingja sem sitja og standa eftir pöntun þeirra afla, sem vilja landinu verst.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2017 kl. 12:34
Vimstristjörnin hreina klikkti svo út með að setja 100 ára leynd á allt klúðrið, svo hvorugur okkar fær að vita allann skítinn.
Restin af vinnu þeirra fór svo í að reyna að troða okkur inn í ESB og stúta stjórnarskránni til þess að það væri hægt.
http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492
Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2017 kl. 12:41
Rétt að lokum að nefna að VG sveik öll lykilatriði í stefnuskrá sinni, sem þeir náðu kjöri fyrir.
Icesave skyldum við svo greiða án dóms og laga og gefa réttarfarslegt fordæmi fyrir því að fría bankstera allri ábyrgð framvegis.
Ég get lítið gert við Stokkhólmssyndrómi þínu, svo verði þér að góðu.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2017 kl. 12:47
Já, og varðandi vegatolla, sem mér finnst arfavitlausir, þá er það engin yfirlýst stefna sjálftæðismanna heldur tillögur þverpólitískrar nefndar. Ekkert annað en misvitrar tillögur, sem hafa ekkert með vilja eða stefnu sjálfstæðismanna að gera.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2017 kl. 13:00
Þetta er meira bullið í þér, Jón Steinar. Ég get hrakið þetta allt saman en tel tíma mínum betur varið í annað.
Ásmundur (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 17:16
"Þetta er meira bullið í þér, Jón Steinar. Ég get hrakið þetta allt saman en tel tíma mínum betur varið í annað."
Endilega eyddu 5-10 min í það, mig lángar endilega að sjá það.
Axel (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 17:52
Þetta eru ljómandi hressandi umræður.
Stundum takast á hugsjónir og gögn. Stundum segja gögnin skýra sögu, stundum eru þau opin fyrir túlkun. Stundum tala menn á mælikvörðum, stundum ekki. Stundum tala menn út frá eigin nærumhverfi en stundum frá víðara sjónarhorni.
En hvað sem því líður er beinlínis kjánalegt að lofsyngja hina íslensku vinstriflokka og telja að þeir færi Íslendingum annað en skuldir, skattaáþján, verðbólgu og samdŕátt. Kannski tekst þeim að bæta hag einhverra afmarkaðra hópa tímabundið en það er alltaf á kostnað sömu hópa til lengri tíma. Velferðargildran, þar sem refasð er fyrir bætt launakjör og aukna sjálfsbjargarviðleitni, en verðlaunað fyrir óráðsíu og skuldir, er tortímingarstefna.
Geir Ágústsson, 4.10.2017 kl. 18:50
þetta er nú bara góð samantekt hjá Jóni Steinari, það er farið nærri sanni.
Ég vissi ekki að þetta var svona gróft með FIH bankann. Hefði verið rétt staðið að málum hefði verið hægt að greiða upp skuldir íslenska ríkisins og gott betur fyrir sannvirði bankans! En maður svo sem ekki hissa lengur, skandalarnir koma á færibandi :)
Bjarni (IP-tala skráð) 5.10.2017 kl. 17:27
Varðandi söluna á FIH er tvennt sem þarf að hafa í huga:
- Það voru mál í gangi sem var ákveðið að halda í bakgrunni sem SÍ vissi ekki af. Hann er sennilega sekur um það helst að vera óþolinmóður.
- Banki eða fyrirtæki almennt í ríkiseigu eru minna virði sem ríkisfyrirtæki en einkafyrirtæki. Það er ekki fyrr en kemur í ljós hver keypti og hvaða áætlanir viðkomandi hefur að markaðsaðilar geta gert sér verðhugmynd. Stundum er sú verðhugmynd stjarnfræðilega bjartsýn, fyrirtækið snarhækkar í verði og menn tala um að ríkið hafi orðið af tekjum.
Geir Ágústsson, 5.10.2017 kl. 19:27
já einmitt, mig minnir að tapið var ætlað 35 milljarðar eða 40 eftir ýmsum heimildum þannig að kannski hefur Jón Steinar óvart bætt við núlli og nær að tala um 120 milljarða. Samt sem áður er 40 milljarðar heilmikið fé og má gera mikið fyrir slíka upphæð.
Bjarni (IP-tala skráð) 5.10.2017 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.