Miðvikudagur, 27. september 2017
Börn notuð eins og skiptimynt
Það eru til margar leiðir til að hvetja fólk beinlínis til að nota börn eins og skiptimynt.
Ég sá þátt um daginn sem fjallaði um ættleiðingar frá Afríku. Vel stæðir Evrópubúar eru tilbúnir að borga vel til að fá barn til ættleiðingar. Þetta fé hvetur menn til að fara á stjá í Afríku og lokka foreldra til að afsala sér börnum sínum. Stundum er það gert með svikum og prettum - foreldrar halda að börn þeirra séu að fara í góða skóla í Evrópu og snúa svo aftur heim. Það skrifar undir pappíra sem duga til að koma börnunum úr landi með alla réttu pappírana.
Þetta er mansal í nafni misskilinnar góðmennsku.
Það er rétt sem dómsmálaráðherra segir að það er varasamt að gefa þau skilaboð út til alheimsins að löggjafinn á Íslandi sé tilbúinn að framleiða landvistarleyfi fyrir barnafjölskyldur án formlegrar meðferðar. Menn afneita samt slíkri hættu og reyna þess í stað að mála sig sem engla í mannsmynd sem bjarga fátækum börnum frá því að vera snúið aftur til sinna heimalanda.
Í sumum menningarsamfélögum eru fullorðnir menn giftir smástúlkum. Þeir flakka með barnungar konur sínar um heiminn og veifa þeim eins og brothættum börnum og fá út á það landvistarleyfi, ókeypis húsnæði og bætur.
Í sumum menningarsamfélögum þykir engin skömm að vera upp á aðra kominn og jafnvel talinn ákveðinn réttur að geta það. Fólk með svoleiðis hugarfar hlýtur nú að líta til Íslands í auknum mæli (frekar en Svíþjóðar og Þýskalands þar sem allt félagslegt húsnæði er uppurið).
Ef það má ekki einu sinni ræða að taka upp lög og reglur þar sem sanngjörn og almenn málsmeðferð er höfð að leiðarljósi er illt í efni.
Skapi hættu á mansali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:27 | Facebook
Athugasemdir
Vegurinn til helvítis er lagður með góðum fyrirætlunum, eins og einhver sagði, einhversstaðar, einhverntíma. Viðeigandi núna, sem og oft.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.9.2017 kl. 16:49
Almennt er bara gott að hvetja fólk til að vera sjálfbjarga.
Ekkert velferðarkerfi, engin aðstoð, enginn ölmusi.
Þegar fólk getur ekki verið sjálfbjarga (fötlun, sjúkdómar, hrörnun) er svo hægt að ræða um aðstoð, og þá byrja á þeirri sem byggist á frjálsum framlögum.
En að bara segja, "hey komdu hingað, fáðu allt, gerðu ekkert og láttu vorkenna þér þótt á þér séu allir útlimir, hausinn er í lagi og bakið er sterkt" - það er sennilega versta hugmynd í heimi til að búa til góða borgara.
Geir Ágústsson, 27.9.2017 kl. 18:49
Það a að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Hjálpa því heima hjá sér, þannig hjálpar maður ekki einum einstaklingi heldur öllu samfélagi þeirra.
Það er komið alveg nóg af þessu "góða fólki"
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.9.2017 kl. 19:14
Ég gat ekki a mer staðið ..
þetta "góða fólk" er búið að skammast yfir einum dæmdum "barnaníðingi" sem ekki má lifa þó hann se búinn að taka út dóm sinn. En þetta sama fólk er að hampa erlendum erlendum aðilum sem eru með 11 ára krakka sem konu sína ...
Þetta eru staðreyndirnar
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.9.2017 kl. 19:17
á Íslandi er auk þess uppi sú snúna staðreynd að íslenskir ríkisborgarar verða að búa í tjaldi í görðum, spítalar eru fjársveltir og biðlistar eru eftir hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Væri ekki nær að byrja á eigin þegnum fyrst og sjá svo hvort til sé eitthvað í kassanum fyrir bláókunnugt fólk sem kemur hér í hundruða tali í lággjaldaflugvélum? Hvar er forgangsröðunin?
Bjarni (IP-tala skráð) 27.9.2017 kl. 22:24
Bjarni Ben vildi nota börn í vanda sem skiptimynt. Margur heldur mig sig. Starfsfólk Rauða krossins telur að þetta sé fráleitur málflutningur og að engin hætta sé hér á ferðum.
Það er eitthvað mikið að þegar fólki í fullri vinnu sem hefur aðlagast vel er vísaæð úr landi nánast út í rauðan dauðann. Á sama tíma er verið að sækjast eftir erlendu vinnuafli. Þetta er galið.
Sjálfstæðismenn virðast ekkert hafa lært frá því að saklausir gyðingar voru reknir úr landi í útrýmingarbúðir á stríðárunum eða fyrir stríð.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.9.2017 kl. 22:53
Það blasir við að meðhöndlun yfirvalda á íslenskum ríkisborgurum annars vegar og innflytjendum hins vegar veldur ákveðinni ólgu hjá mörgum. Þetta geta miður sómasamlegir menn nýtt sér til að þrýsta á samfélagsskipulag sem engum mun hugnast, því miður.
Ásmundur, þú endurtekur romsuna frá McCarthy og Loga eins og við er að búast. Sem betur fer var Katrín Jakobsdóttir yfirvegaðri þegar samið var um þinglok. Kannski er það ástæðan fyrir því að hún leiðir stærsta vinstriflokkinn (og stærsta flokkinn í augnablikinu) á meðan Samfylkingin og Píratar eru að þurrkast út af hinu pólitíska landakorti.
Geir Ágústsson, 28.9.2017 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.