Snyrtileg lausn: Afnema tekjuskatt á launatekjur

Það er til góð leið til að auka kaupmátt launþega: Afnema tekjuskatt á laun þeirra.

Til að gæta jafnræðis þarf svo vitaskuld að afnema skatt á fjármagnstekjur (leigutekjur, hagnað fyrirtækja, útgreiddan arð osfrv.).

Ríkið þarf svo vitaskuld bara að einkavæða í ríkisrekstrinum til að lækka ríkisútgjöld samhliða afnámi tekjuskattsins.

Um leið þarf að klippa á hringrás tekna og bóta. Vinnandi fólk á ekki að þurfa bætur af neinu tagi - ekki vaxtabætur (sem renna í vasa útleigjenda), barnabætur (framfærsla barna á að vera á ábyrgð foreldra) eða neitt slíkt sem skerðist þegar laun hækka og dregur úr ávinningi þess að bæta við sig tekjum.

Svo þarf vitaskuld að fjarlægja aðgangshindranir að hinum ýmsu mörkuðum. Það er of dýrt að byggja og húsnæði er því dýrara en það þyrfti að vera. Það er of mikil vinna að stofna heilsugæslu og skóla og kostnaður við heilsugæslu og menntun er því of hár. Það er hægt að kaupa sér gleraugu og stærri brjóst og kvöldnám í forritun á samkeppnismarkaði frjálsra fyrirtækja. Hið sama ætti að gilda um allt annað, hvort sem það heitir læknisaðstoð eða menntun.

Svo þarf auðvitað að draga máttinn úr verkalýðsfélögunum sem geta sum hver hagað sér eins og mafían - lokað vinnustöðum, þvingað fólk til að sitja heima eða mergsjúga launþega til að kaupa glæsihallir undir yfirstjórn sína eða sumarbústaði sem bara sumir en ekki allir meðlimir kæra sig um.

Það er hægt að gera margt til að auka kaupmátt launa. Að auka flækjustig skattkerfisins er sennilega versta leiðin. 


mbl.is Lægstu launin duga ekki til framfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hver skyldi svo ástæðan fyrir þessu MISRÆMI lægstu launa og skattleysismarka síðan 1997 vera?  Getur ekki EIN ástæðan verið sú að SAMNEYSLAN hefur stöðugt verið að AUKAST og verið að AUKA vægi "bóta" og annarra "svikaþátta" í persónuafslættinum.  En þetta leiðir til þess að persónuafslátturinn LÆKKAR AÐ RAUNVIRÐI.

Jóhann Elíasson, 21.9.2017 kl. 17:58

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta vildi Glistrup forðu og sýndi fram á að þetta kostaði ríkið sáralítið. Það er ólöglegt að tvískatta en samt greiðum við líka vsk af öllu sem við kaupu auk allskyns nefskatta sem aldrei fara í tilefni þeirra.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2017 kl. 22:37

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vinstrimenn eru með áætlun þegar kemur að samspili bóta og skatta. Þeir vilja að flestir séu sem háðastir bótunum, og ein leið til að tryggja það er að hafa skatta sem hæsta og veita síðan allskyns undanþágur, afslætti, bætur og frádrætti sem eru á fullri ferð eftir því sem tekjur breytast. 

Með þessu móti má búa til kjósendur sem eru skíthræddir við allt tal um lægri bætur, að hluta af því það er ekki hægt að treysta því að stjórnmálamenn lækki skatta duglega um leið svo allir komi a.m.k. út "á sléttu". 

Með þessu móti má líka draga þróttinn úr þeim sem gætu hugsanlega bætt við sig miklum tekjum (t.d. með námi, yfirvinnu eða öðru starfi) og tryggja þannig hinn meinta "jöfnuð" sem sumir tala svo vel um en er ekkert annað en refsing fyrir að leggja hart að sér.

Því auðvitað þarf ekki mörg hundruð mismunandi skatta, og álíka fjölda undanþága, til að "afla tekna" fyrir ríkissjóð sem duga fyrir vel afmörkuðum ríkisrekstri. Örfáir, flatir, auðskiljanlegir skattar gætu aflað alveg jafnvel. En þá missa vinstrimennirnir stjórntæki sín. 

Geir Ágústsson, 26.9.2017 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband