Kosningar, og hvað svo?

Ríkisstjórnin, sem hefur aldrei verið sérstaklega vinsæl, riðar nú til falls. Það tók margar vikur að púsla þessari ríkisstjórn saman. Það er því sennilega hreinlegast að kjósa aftur og fá skýrari línur. 

Viðreisn og Björt framtíð eru orðnir örflokkar. Það er þeim sjálfum að kenna. Viðreisn verður sennilega þekktust fyrir jafnlaunavottunina sem enginn brann sérstaklega fyrir en þurfti að knýja á engu að síður. Björt framtíð er sennilega þekktust fyrir umhverfisráðherrann sinn sem fer í sögubækurnar fyrir að nota sal Alþingis í auglýsingaskyni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið sínu nokkurn veginn og jafnvel bætt við sig fylgi en má líka líta í eigin barm og hugleiða af hverju hann er ekki með vel yfir 30% fylgi.

Djúpt til vinstri er fátt um fína drætti. Vinstri-grænir eru þar langstærstir. Í kringum þá sveimar svo hópur smáflokka. Hinn svokallaði Flokkur fólksins mun aldrei fá nein atkvæði þegar á hólminn er komið - þar er bara um enn eitt vinstriframboðið að ræða. Píratar eru athvarf heimilislausra í stjórnmálum og verða það áfram en minnka sennilega enn frekar. Framsóknarflokkurinn er frosinn fastur og verður það áfram.

Munu kosningar skýra línurnar og leiða til þess að sterk meirihlutastjórn getur myndast? Það er ekkert víst. Best væri sennilega að lýsa yfir ríkisstjórnarfríi. Kannski er hægt að slá met Belgíumanna sem voru án ríkisstjórnar í nálægt því 600 daga

Hvernig eiga hægrimenn eða frjálshyggjumenn að bera sig að núna? Þeir eru heimilislausir í stjórnmálum en vilja ekki vera í Pírötum undir stjórn kommúnistans Smára McCarthy. Sumir þeirra eru í Sjálfstæðisflokknum þar sem er litið á þá sem óþæga krakka (ef þingmennirnir Óli Björn Kárason og Sigríður Andersen eru undanskilin). 

Kannski er raunhæfasta áætlun frjálshyggjumanna sú að hvetja Sjálfstæðisflokkinn til dáða, en ekki án skilyrða. Þar á bæ þurfa menn alvarlega að fara hugsa sinn gang og byrja að hugleiða að berjast fyrir minna ríkisvaldi, lægri sköttum, afnámi viðskiptahindrana og smærra regluverki. Hænuskrefin sem þessi ríkisstjórn hefur tekið eru nánast ósýnileg. Launafólk þarf að fá umtalsverðar skattalækkanir. Enga aðra skatta má hækka á móti. Ríkisútgjöld þarf bara að minnka. Ríkisfyrirtæki þarf að selja. Ríkisstofnanir þarf að leggja niður. Einkavæðing þarf að eiga sér stað sem víðast. Opinberum starfsmönnum þarf að fækka og koma lífeyrismálum þeirra á hinn frjálsa markað. Daður við femínisma og umhverfistrúboð þarf að stöðva. 

Kannski muna einhverjir eftir því þegar Davíð Oddsson bauð sig fram til borgarstjóra Reykjavíkur og lofaði því meðal annars að fækka borgarfulltrúum. Fækka borgarfulltrúum! Já, svona þorði hann að tala. Svona þurfa fleiri að byrja tala. 

Íslendingar eru flestir í anda sínum sjálfstæðir einstaklingar sem vilja fá að ráða sem mestu um líf sitt (og launatékka) og láta gott af sér leiða þegar einhver þarf á aðstoð að halda, án aðkomu hins opinbera. Í dag er enginn stjórnmálaflokkur sem höfðar til þessara eiginleika kjósenda. Enginn! 


mbl.is Boðað verði til kosninga hið fyrsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir. Bjarni Benediktsson er ekki Benedikt Sveinsson, og ber ekki ábyrgð á verkum föður síns. Börnin mín bera ekki ábyrgð á vitleysunum sem ég hef gert í gegnum áratugina. Sem betur fer.

Ég veit ekki hvað í ósköpunum gengur að fólki sem stillir málum svona upp, til að koma Sigríði Andersen frá. Eru þeir að vinna fyrir dópmafíurnar þarna í flokkseigendadeild Bjartrar Framtíðar?

Sigríður Andersen er raunverulega að taka á þeim málum sem óhjákvæmilegt er að taka á, í stjórnlausum og vegabréfaeftirlitslausum sem lenda í skelfilegum og eftirlitslausum þrældóm, dópkóngum og pyntingum hér á landi.

Er ekki rétt að rannsaka feður allra ráðherra og þingmanna, og birta opinberlega.

Það eru greinilega eftirlitslausir dópræktendur og markaðsstjórar hérlendis og erlendis, sem stjórna í höfuðstöðvum Bjartrar Framtíðar.

Þvílík "Björt Framtíð"!

Píratar eru ekki hlutlausir þegar kemur að eftirlitslausu "dópdraumalandi", með tilheyrandi spillingu og stjórnleysi.

Vonandi sér almenningur í gegnum þessar blekkingar og gervigóðmennsku stjórnleysingjanna ábyrðarlausu. Góðmennsku þeirra sem sváfu af sér umræðuna um tjaldbúana á Íslandi, en rönkuðu við sér þegar eiturgrasræktendur vöktu þá. Og vöruðu þá við Sigríði Andersen!

Þetta er ruglað lið þarna í Bjartri Framtíð og Pírötum, sem eru falskari en allt sem falskt er!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2017 kl. 10:10

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæl Anna,

Auðvitað lyktar allt þetta mál af því að BF er bara að reyna kjafta sig frá óvinsælli ríkisstjórn áður en fylgið gufar endanlega upp frá flokknum (þökk sé honum sjálfum). Sjáum hvað setur. 

Geir Ágústsson, 15.9.2017 kl. 10:25

3 identicon

Sæll Geir,

Á hinum síðustu og verstu tímum þegar eingöngu eru vinstrimenn í framboði

og kosningar framundan þá hefur þá sennilega aldrei verið meiri þörf á 

framboði alvöru hægrimanna. Þar með skora ég á þig að bjóða þig fram.

kristinn bjarnason (IP-tala skráð) 15.9.2017 kl. 14:48

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Já.  Sjálfstæðisflokkurinn þarf aftur að fara að höfða til kjósenda sinna.  Kjósendur VG, Samfó og annarra slíkra eru ekekrt að fara að kjósa þá.  Nokkurntíma.  Af trúarlegum ástæðum.

Hvort þeir komast yfir 30% aftur?  Held varla úr þessu.  Sérstaklega ekki ef upp spretta áhugaverðari flokkar.  Eða bara einhverjir flokkar aðrir.

Þetta er orðið svolítið súrt, eitthvað.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.9.2017 kl. 17:44

5 identicon

Almættið alvalda og algóða og María Guðsmóðir forði almenningi frá Loga Einarssyni, sem vill fremja fóstureyðingu 5 mánaða fullskapaðra fóstra! Og sama almættið forði okkur líka frá Katrínu Jakobsdóttur, svikadrottningunni í hernaðarbandalaginu og ESB-stjórnarskrárleikritinu. Þessu fólki treysti ég ekki fyrir börnunum mínum, því þau bera ekki hag almennings og barna fyrir brjósti, né skynja heiðarlega og siðferðislega réttlætiskennd gagnvart almenningi landsins.

Það er góður mælikvarði á hvort maður mögulega treystir einhverjum, að spyrja sjálfan sig að því hvort maður myndi treysta þeim fyrir börnunum sínum, sem eru það dýrmætasta. Sálin okkar lýgur ekki að okkur, ef við spyrjum hana. Það er ég nú búin að læra.

Það þarf ekki nýjar kosningar til að sanna svikult verkferlanna prinsipp þessara tveggja siðleysisflokka forystusauða! Samfylkingin hefði átt von ef Oddný G. Harðardóttir hefi ekki verið rekin úr Samfylkingarforystunni, á Bessastöðum eftir síðustu kosningar, og Logi fóstureyðingarsinni 5 mánaða fullskapaðra fóstra settur í karlaveldis-stöðu flokksins af Bessastaðabóndanum!

Það þarf alls ekki kosningar núna, heldur þarf að afhjúpa svikafléttu allra flokka toppa! Og fleiri háttsettra svikafléttur á Bessastaða-Lords-bóndabýlinu!

Og ég sem trúði því eitt sinn að Guðni Thorlasíus Jóhannesson væri óháður og ópólitískur maður/forseti fólksins! Svona getur manni missýnst illilega á þokunnar illfæru fallbraut lífsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2017 kl. 21:38

6 identicon

 Það er sennilega ekkert mikilvægara fyrir almenning en að leysa upp lífeyrissjóðina.

 Sem dæmi eru hjón með 500.000 á mán. hvort, búin að greiða í lífeyrissjóð á 5 árum sem nemur útborgun í 50 milljón króna íbúð.

 Eftir það gætu iðgjöldin séð um að greiða af lánunum. 

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 16.9.2017 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband