Mánudagur, 4. september 2017
Lítill plástur á blæðandi svöðusár
Ríkisvaldið hefur haft mikil afskipti af sauðfjárrækt og raunar flestum landbúnaði undanfarna áratugi. Hver er niðurstaðan? Fátækir bændur, bundnir í vef verðlagsstýringar, takmarkana og regluverks.
Bændur þarf að frelsa algjörlega úr tælandi klóm ríkisvaldins. Þeir þurfa að gerast sjálfstæðir atvinnurekendur sem starfa á forsendum markaðslögmálanna.
Ekkert slíkt er á döfinni. Þess í stað á að "fínstilla" kerfið með einn einu útspili yfirvalda.
Jú, vissulega þýða markaðslögmálin að sumir fara á hausinn. En er það ekki betra en að heil atvinnugrein sé sífellt við sultarmörkin?
Sennilega líður stjórnmálamönnum vel í svona vandræðum. Þeir fá að ríða inn á hvítum hesti og bjarga deginum með fé annarra. Þeir fá fjölmiðlafundi. Þeim líður eins og þeir skipti miklu máli.
Veruleikafirringin er mikil og bændur verða fórnarlömbin í framtíð eins og í fortíð.
Þeir sem hætta strax fá greitt í fimm ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Facebook
Athugasemdir
Geir, eina leiðin fyrir bændur til að komast úr klóm ríkisvaldsins og verða sjálfstæðir er að geta komið "lambakjöti" sínu á markaði erlendis. Lambakjöt erlendis er dýrt, kílóið á um 280 krónur sænskar, eða 3600 íslenskar. Vissulega finnst ódýrara kjöt en slíkt kjöt er gamalt, og hefur verið marg fryst og þýtt.
Vandamálið með íslendinga, er hið þjóðlæga öfund ... sem er ekki bara íslenskt, heldur norrænt fyrirbrigði. Einhvern tíma, var einhver sem byrjaði á að selja íslenskt kelduvatn ... uppi úr dæminu varð endalaus della, sem mig minnir að hafi endað í að sölunni var hætt. Það er í fáum löndum heims, sem þú getur drukkið vatnið úr krananum ... þetta er privilegium sem sumir hafa, en danir njóta ekki ... nema þeim finnist of kalkað drulluvatnið gott á bragðið ... blómin drepast af því, og það nægir mér.
Mér verður alltaf hlátur í hug, þegar Íslendingar stæra sér af "Víkingum" ... því Íslendingar geta almennt ekki einu sinni skipulagt að þurka á sér rassgatið ... þess þá heldur hafa þeir nokkurn tíma geta skipulagt að fara í herferðir. Að einn og einn, hafi farið erlendis og orðið "með" ... er meir en líklegt. Íslendingar eru almennt engir leiðtogar, og skortir alla hæfni þess efnis ... en þeir eru duglegir í að "vera með" í öllu.
Íslendingar hafa aðeins eitt sér til "góðs", ef gott má telja ... og það er að spynna upp sögur um náungann. Lygasögurnar á Íslandi, fá meira að segja færeysku Gróu á leiti til að roðna.
En hvernig Íslendingar eiga að koma þessum eiginleikum sínum í einn pakka, sem aðrir kaupa erlendis ... í stað þess að koma sem ferðamenn og horfa á apa í búri, sér til gamans og skemmtunar. Get ég ekki með nokkru móti séð.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.9.2017 kl. 05:19
Nú deili ég alls ekki bölsýni þinni á íslenskt samfélag.
Íslendingar eru duglegir, vinnusamir, útsjónasamir og yfirleitt verðmætaskapandi. Undantekningar er helst að finna í alltof stórum opinberum geira og ýmsum fílabeinsturnum sjálfskipaðrar kjaftaelítu (það sem á ensku væri kallað "intellectuals").
Íslendingar gera líka alltof litlar kröfur til stjórnmálamanna og kokgleypa alltof hratt loforð þeirra um að það megi fá allt í staðinn fyrir ekkert.
Gæti haft þetta miklu lengra en sem sagt, það er ekki allt svo alsæmt á Íslandi sem mælist yfirleitt efst eða ofarlega í öllum lífsgæðamælingum, bæði þeim sem skipta máli og hinum sem eru bara fyrir vinstrisinnaða blaðamenn að japla á.
Geir Ágústsson, 5.9.2017 kl. 14:05
Ég ætla mér alls ekki að deila við þig um þetta atriði, er alveg sammála því að Íslendingar eru almennt harduglegt fólk. Og þó "bölsýni" mín, sé kanski ofauki ... þá á hún við ákveðin rök að styðjast.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.9.2017 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.