Föstudagur, 18. ágúst 2017
Hugsað í vandamálum
Íslendingar kaupa færri og færri bækur, að því er virðist. Núna hafa hinar dræmu sölutölur náð athygli ráðherra. Hann ætlar að skipa hóp eða nefnd eða eitthvað til að ræða stöðuna. Niðurstaðan verður væntanlega sú að einhver stingur upp á ríkisstyrkjum og skattaundanþágum. Stöðnun er verðlaunuð og verður haldið uppi af skattgreiðendum.
Ég er að vísu hlynntur öllum skattaundanþágum þótt það sé ekki alveg sanngjarnt að bara sumir fáir þær en ekki aðrir. Útgefandinn missir markaðshlutdeild og fær skattaafslátt. Smiðurinn vinnur verkefni í útboði en fær fullan þunga skattkerfisins í hausinn.
En er eitthvað vandamál í gangi? Já, vandamálið er að útgefendur eru ekki að þróast og aðlagast nýjum tímum. Lestur er að aukast meðal ungs fólks að því er virðist. Ákveðin tæknibylting er að eiga sér stað. Það nenna ekki allir að handfjatla pappírinn. Eða eins og segir á einum stað:
"However, the 2010 Kids & Family Reading Report found that one-third of kids, ages 9-17, said that they would read more books for fun if they had access to eBooks, including kids who read five to seven days per week and those who read less than once per week."
Það er líka óþarfi að eiga bók á pappírsformi til að geta lesið hana. Lesbrettin (e. e-Readers) svokölluð hafa alla kosti bóka og enga af ókostunum (eða hvað?), nema kannski þann að það er ekki hægt að krota á blaðsíðurnar. Svo virðist líka sem fólk sem les rafbækur lesi meira en þeir sem lesa á pappír.
Útgefendur þurfa að byrja hugsa í lausnum. Það gæti til dæmis falið í sér:
- Að biðla til yfirvalda að afnema virðisaukaskatt á öllum raftækjum, þar á meðal lesbrettum, spjaldtölvum og snjallsímum.
- Að gera átak í útgáfu á rafrænum bókum þannig að þær megi sækja á auðveldan hátt og ódýran. Það þarf líka að gefa út góðar leiðbeiningar fyrir tæknilega fatlað fólk.
- Hljóðbækur eru líka skráarform sem má gera meira fyrir. Neysla þeirra er ekki beint lestur en tvímælalaust hluti af útgáfu og enn ein leiðin til að koma lesefni til fólks.
Útgefendur, er eftir einhverju að bíða?
Vill tryggja útgáfuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.