Mikilvægur valkostur við hið opinbera

Gerðardómar eru vaxandi fyrirbæri á alþjóðlegan mælikvarða. Fyrir þeim er víða löng hefð, t.d. í Bandaríkjunum. Raunar eru vinsældir gerðardóma í Bandaríkjunum slíkar að yfirvöld hafa tekið skref í þá áttina að reyna draga úr vægi þeirra. Það má t.d. gera með því að hafna því að úrskurðir gerðardóma séu lagalega bindandi. Samningsfrelsinu er þannig fórnað til að ríghalda í ríkieinokun dómstólanna í ágreiningsmálum.

Dómstólar hins opinbera eru alræmdir fyrir langan biðtíma eftir úrskurðum og eru jafnvel byrjaðir að fá á sig slæmt orðspor. Dómar geta virkað handahófskenndir og litaðir af persónulegum skoðunum og hagsmunum dómara sem telja ekki endilega mikilvægast að dæma eftir lögum. Íslenskir dómar hafa meira að segja rökstudd úrskurði sína með tilvísun í tíðarandann og fjárþarfar ríkisins! 

Gerðardómar keppa í trausti og skilvirkni. Þeir eru mikilvægur valkostur við hið opinbera. Dómarar hins opinbera starfa í umhverfi ríkiseinokunar, og við vitum öll hvað gerist þegar einhver rekstur eða þjónusta nýtur lögvarinnar einokunarstöðu: Verðið hækkar og gæðin minnka. Dómstólar eru hér engin undantekning.  


mbl.is Gerðardómur oft besti valkosturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband