Miðvikudagur, 5. júlí 2017
Bönnum hjólreiðar
Það er alveg ljóst að þingmenn þurfa að byrja ræða með markvissum hætti hvernig væri hægt að banna hjólreiðar á Íslandi.
Mörg rök hníga að slíku banni. Verða þau helstu talin upp hér.
Lýðheilsa
Lýðheilsu Íslendinga stafar hætta af hjólreiðum. Ökumenn bifreiða eru í stöðugu ástandi andlegs álags af því að þurfa fylgjast með hjólum sem þeytast framhjá þeim og fram fyrir bifreiðar þeirra. Það jafna sig fáir á því að hafa kramið líkama hjólareiðarmanns í malbikið. Hjólreiðar hafa líka slæm áhrif á blóðflæði í kynfæri karlmanna og hjólreiðaslys geta molbrotið beint og sprengt líffæri. Ekki dugir að vega meinta kosti hjólreiða á móti þessum þáttum til að réttlæta skemmandi áhrif hjólreiða á lýðheilsuna.
Þjóðhagsleg óhagkvæmni
Slys draga fólk af vinnumarkaðinum og gera það að byrði á skattgreiðendum og aðstandendum. Sjúklingar eru jú byrði, ekki satt? Hjólreiðaslys eru engin undantekning. Með því að útrýma hjólreiðaslysum er hægt að halda fólki við vinnu lengur og mjólka verðmætasköpun þess ofan í opinbera sjóði. Með því að leyfa fólki að ferðast um á hjólum er dregið úr þjóðhagslegri nýtingu fólks.
Umhverfið
Fólk sem brennir miklu, eins og hjólreiðafólk, borðar líka meira. Allan þennan mat þarf að framleiða. Til þess þarf orku, tæki og tól og auðvitað landrými sem er hrifsað af náttúrunni. Miklu einfalda er að knýja bíla áfram. Þeir þurfa bara eldsneyti sem er borað eftir og kemur flæðandi upp á yfirborðið. Hjólreiðarmenn stuðla að hlýnun jarðar, ofnýtingu lands og gróðabraski spákaupmanna í matvælum.
Fjölskyldutengsl
Fólk sem hjólar er yfirleitt ekki í stöðu til að eiga samskipti við aðra. Hjólreiðar krefjast mikillar orku og einbeitingar. Fjölskyldur sem ferðast saman í bíl geta talað saman og notið nærveru hvers annars. Hjólreiðar rjúfa þetta fjölskyldumunstur og gera fólk að einstaklingum sem ferðast á eigin forsendum, sem er slæmt. Hjólreiðar eru andfélagslegar og grafa undan fjölskyldunni.
Eða hvað?
Nei, kannski er ekki hyggilegt að banna hjólreiðar, né nokkuð annað sem rökin hér á ofan hafa verið notuð um.
Slysum fjölgað með auknum vinsældum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Amen!
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.7.2017 kl. 17:52
Öfgar skapa mestu hættuna, á öllum sviðum umræðunnar, og á sviðum samfélags-fjölmiðlunar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2017 kl. 19:10
Ekki má gleyma þeim mikla þjóðhagslega ávinnningi sem er af því að setja útgöngubann á þeim dögum þegar flest fólk beinbrotnar annars í hálku.
Ómar Ragnarsson, 5.7.2017 kl. 19:18
Ómar. Það er flókið að setja boð og bönn, sem samræmast á allan hátt siðmenntaðra samfélaganna mennsku.
M.b.kv. Anna Sigríður Guðmundsdóttir.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2017 kl. 19:23
Ég, Anna Sigríður Guðmundsdóttir bý ennþá á sama stað og ég hef búið síðastliðin 9 ár. En einhverra netstjóranna tækifæris duttlunganna vegna, þá hefur aðgangurinn breyst á síðustu dögum?
En enginn er eilífur, og það skilja vonandi þeir best, sem yfirheimskúgunarvalds stýra í netheimum? Með allri þeirri siðmenntuðu ábyrgð sem slíku heimsveldis siðmenntuðu valdi fylgir?
Ég er ennþá sama ég, og er ennþá lifandi hérna megin móðunnar miklu, og heiti ennþá Anna Sigríður Guðmundsdóttir, og bý ennþá á Lækjargötu 20 í kjallara í Hafnarfirði. Svo það er ennþá ég sjálf sem er nú skráð sem einhverskonar gestur á eigin netfangi?
Eitthvað fyrir tölvunarfræðingana að útskýra fyrir almenningi þessa lands?
M.b.kv.
Anna Sigríður uðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2017 kl. 19:34
Þessi boð og bönn eru vissulega vandasöm.
Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð geta menn svalað nikótínfíkn sinni með lyktarlausu munntóbaki sem veldur í versta falli skemmdum á tannholdi notanands.
Í fleiri og fleiri ríkjum Bandaríkjanna og ótal Evrópuríkjum geta menn notið þess að reykja jónur með kannabisefnum, af bæði afþreyingar- og læknisástæðum. Efnisinnihaldið er upplýst á skipulegan hátt og lögreglan er hvergi nærri enda allt á borðinu.
Látum stjórnmálamennina endilega vita við hvert tækifæri að þótt þeir álíti sig barnfóstrur okkar þá eru þeir það ekki.
Geir Ágústsson, 5.7.2017 kl. 20:16
Geir. Heyrði nýlega í fréttum á einhverri stöðinni, að í Danmörku sé verið að rækta kannabisplöntuna til lækninga.
Magga Danadrottning og fleiri danskir þurfa þá ekki að gerast ólöglegar reykingarmanneskjur ef þau þurfa af heilbrigðis-fræðilegum ástæðum að nota þessi kannabislyf. Allt sem sólin skín á hér á jörðinni, er réttlætanlegt til notkunar fyrir jarðarbúa. Í öfgalausum og rétt greindra skömmtum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2017 kl. 20:43
Góður! Stjórnmálamennirnir eru einmitt ekki barnfóstrur okkar, heldur eiga þeir að vera í vinnu fyrir okkur. Þetta gengur þeim ótrúlega illa að akilja. Næst banna þeir hálku og þar með eru röksemdir Ómars fallnar um sjálfar sig. Kannski stjórnlagaþing geti gert eitthvað í málinu?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 5.7.2017 kl. 23:39
Bönnum Sjálfstæðisflokkinn.
Allt of stór hluti þjóðarinnar, um 25%, er ofurseldur honum um alla eilífð og getur ekki kosið annan flokk þó að þjóðarheill liggi við. Þetta veldur því að þó að mikill meirihluti þjóðarinnar sé mjög andsnúinn stefnu flokksins sitjum við uppi með hann í ríkisstjórn aftur og aftur.
Helsta ef ekki eina markmið Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn er að gera hina ríku ríkari. Í þeim tilgangi eru skattar lækkaðir á auðmenn og tekjuháa og stefnt að einkavinavæðingu á sem flestum sviðum. Svo að hún megi sem best ná fram að ganga er eru allir innviðir sveltir þó að efnahagsástandið sé með besta móti.
Með Sjálfstæðisflokkinn við stjórnvölinn mikið lengur mun íslenskt samfélag hrynja með skelfilegum afleiðingum. Það er því bráðnauðsynlegt að grípa til róttækra aðgerða til að koma í veg fyrir hrun. Með endalokum Sjálfstæðisflokksins munu hækjurnar Viðreisn og Björt framtíð einnig líða undir lok.
Það mun marka upphafið að upprisu Íslands.
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.7.2017 kl. 10:54
Talandi um landris þá er hér tilvitnun úr greinaflokki eftir Steingrím J. frá því í ágúst 2010:
"Markmið í ríkisfjármálum eru fullkomlega samkvæmt áætlun eftir fyrstu sjö mánuði ársins 2010 og góðar vonir til þess að halli ríkissjóðs verði vel innan við 100 milljarða eða um 5,5% af VLF."
Hallinn endaði, litlum 4 mánuðum eftir að grein SJS birtist, í 123 milljörðum. Það eru að meðaltali um 5 milljarðar meira í halla á mánuði en fjármálaráðherra lofaði í blaðagrein.
Nei, vinstristjórn er ekki að fara bjarga einu né neinu. Það má segja margt um Sjálfstæðisflokkinn en hann er skömmminni skárra en vinstrið.
Geir Ágústsson, 6.7.2017 kl. 12:26
Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið allt eða nánast allt sem hann lofaði fyrir síðustu kosningar er mikil örvænting fólgin i að kalla það loforð að segja að góðar vonir væru til þess að hallinn yrði undir 100 milljörðum. Þetta var bara áætlun sem þótti ekki óraunhæf á þessum tíma.
Annars var frammistaða Steingríms með afbrigðum góð í þessari ríkisstjórn. Hún vakti svo mikla athygli erlendis að menn vildu fá hann til að bjarga málum þar líka.
Frammistaðan var svo góð að á aðeins fjórum árum tókst næstum að ná hallalausum fjárlögum eftir dýrar björgunaraðgerðir vegna ábyrgðarlauss stjórnleysis Sjálfstæðisflokksins fram að hruni.
Hér var allt látið fljóta stjórnlaust að feigðarósi. Sjáið þið ekki veisluna sagði fjármálaráðherrann Árni Mathiesen. Annar ráðherra flokksins sagði erlendum sérfæðingi að fara í endurhæfingu þegar hann benti á hættumerki. Það var mat erlendra sérfræðinga að efnahagsstjórnun Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun hefði verið fullkomlega galin.
Sagan segir okkur að vinstri stjórn bjargar málum þegar allt er komið í rúst eftir óstjórn, taumleysi og sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins.
Það er sorglegt að þegar vinstri stjórn hefur byggt upp samfélagið að þá skuli Sjálfstæðisflokkurinn taka við og rífa allt niður. Alvarlegar lygar forsætisráðherra, Panamaskjöl eða yfirhylming á skýrslum virðist engu breyta enda eru 25% kjósenda kjánar sem kjósa blint.
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.7.2017 kl. 17:50
Ætla að prófa að skrifa eitthvað hér. Veit ekki hvort alnets-yfirvaldið neytenda-óverndandi leyfir mína vel meinandi netmiðlun.
Ætli Steingrímur Jóhann Sigfússon hafi ekki reynt að gera sitt besta í sinni varnarlausu og lögmannaklíkunnar og dómaraklíkunnar heljarkúgunarstöðu á Íslandi?
Ég er nú farin að halda það.
Svona miðað við hvernig sumir Sjálfstæðis-svikapostularnir Viðreistu hegða sér gagnvart varnarlausasta fólkinu á Íslandi.
Hér eru þrælar fluttir til Íslands, og misnotaðir, réttindasviknir, pyntaðir og drepnir án réttarhalda og dóms/lagaverndar siðmenntaðra laga/réttarríkja!
Villimannamafíunnar hvítflibbuðu topparnir í bankakúgunar-undirheimadópsölunni verja bara sig og mannréttindabrotastjóranna yfirvaldaembættismanna mafíuna?
Og við trúum því stundum þegar vel liggur á okkur á góðviðrisdögum, að hér á landi sé allt í bullandi "velgengni", samkvæmt siðmenntaðra ríkja lögum og reglum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2017 kl. 19:28
Steingrímur J. Sigfússon tók við hagkerfi í vandræðum og ríkissjóði í hallarekstri og:
- Jók á vandræðin
- Bætti við skuldirnar
Eyjafjallajökull í eldgosi og ferðamannastraumurinn í kjölfarið er sennilega tilraun æðri máttarvalda til að bjarga mannorði hans.
Þess má geta að það þvingar enginn útlendinga til að flytja til Íslands og vinna, jafnvel þótt forréttindastéttinni á Íslandi finnist kjörin óásættanleg.
Geir Ágústsson, 6.7.2017 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.