Væri ekki snyrtilegra að senda reikninginn beint til almennings?

Núna er talað um að leggja 7 milljarða skatt á raforkuframleiðslu í landinu. 

Þessir sjö milljarðar eiga vitaskuld eftir að leggjast á almenning með einum eða öðrum hætti.

Þeir munu hækka raforkuverð.

Þeir munu draga úr getu raforkufyrirtækja til að borga góð laun.

Þeir munu draga úr getu stórkaupenda til að borga góð laun.

Þeir munu draga úr fjárfestingu, rýra starfsaðstæður og skerða arðgreiðslur hluthafa, hvort sem það eru einkaaðilar eða hið opinbera.

Ríkið mun hins vegar sjúga 7 milljarða af fé úr hagkerfinu og inn í ríkishirslurnar. 

Það má auðvitað kalla nýja skatta hvaða nöfnum sem er en væri ekki snyrtilegra að senda bara greiðsluseðla upp á 7 milljarða á öll fyrirtæki og allan almenning í landinu? Þá sjá menn betur og með berum augum að ríkið er að hækka skatta um 7 milljarða. 

Eða er það of hreinskiptin nálgun?


mbl.is Raforkuskattur gæti skilað 7 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Einhvern veginn verður allt þetta aumingjahyski á alþingi

að fjármagna kauphækkanir kjararáðs til síns og sinna.

Sorglegt til þess að hugsa, að Ísland gæti verið eitt

það besta að búa á, ef ekki væri fyrir þetta rusl á alþingi

og rotið og ómerkilegt embættismannakerfi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 28.6.2017 kl. 21:54

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú er ég ekki ósammála þér þótt ég kysi heldur að nota annars konar orðalag.

En hugleiðum eitt: Hvernig verður til innræktað og ofvaxið embættismannakerfi? Af hverju eru þingmenn svona valdamiklir og í góðri aðstöðu til að troða hugðarefnum sínum á aðra, fyrir utan að þiggja launin og allar sporslurnar?

Það er af því að Íslendingar umbera og styðja við stórt ríkisvald

Þingmenn og embættismenn væru ekki svona valdamiklir ef ríkið væri töluvert miklu minna og ekki með fálma sína út um allt samfélag, í rekstri á allskyns kerfum og skólum og stofnunum, og almennt bara umsvifamikið.

Íslendingar geta ekki fengið bæði:

- Ríkisvald sem lætur allar þeirra óskir rætast í gegnum sérhagsmunabaráttu

- Ríkisvald sem heldur að sér höndum og mokar ekki undir meðlimi stjórnsýslunnar

Íslendingar þurfa að velja á milli:

- Lítið og afmarkað ríkisvald þar sem er hreinlega ekkert rými fyrir spillingur og sérhagsmunagæslu

- Stórt og valdamikið ríkisvald sem hegðar sér eins og rómverskur keisari

Geir Ágústsson, 29.6.2017 kl. 07:18

3 identicon

Hin norðurlöndin verða aldrei fyrirmynd núverandi stjórnvalda, Bjarni Ben horfir frekar til Trump.

En auðvitað er mikilvægt að auka tekjustofna ríkisins til að gera Ísland aftur að "stórasta landi í heimi". Ríkið getur auðveldlega innheimt hundruð milljarða á ári með sanngjörnum aðgerðum. Ekki veitir af.

Stóraukið skattaeftirlit myndi skila inn mörgum tugum milljarða í ríkissjóð. Greiðsla fyrir afnot af auðlindum þjóðarinnar myndi skila inn enn meira. Sanngjarn stóreignaskattur og hærri skattþrep á hæstu tekjur væri svo ein fær leið, sanngjörn og nauðsynleg.

Þetta væri að taka sér hin norðurlöndin til fyrirmyndar. Ef við látum skynsemina ráða getum við náð jafngóðum árangri og þau, jafnvel enn betri með allar okkar auðlindir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 08:57

4 identicon

"Hin" Norðurlöndin?

Þið eruð meiri "fatlafólin" ... aldrei geta Íslendingar lært eitt eða neitt, dreyma um að fá að fara úr skítnum ... í meiri skít, og upp fyrir haus í skít.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 09:46

5 identicon

Upp fyrir haus í skít á hinum Norðurlöndunum! Það er greinilegt að sumir fylgjast ekkert með.  

Hvergi er velferð meiri en á hinum Norðurlöndunum og er sama hvar borið er niður: Kaupmáttur launa, heilbrigðisþjónusta, dagvist barna, þjónusta við aldraðra svo að ekki sé minnst á húsnæðismálin. 

Skv mælingum Transparency International eru hin norðurlöndin í efstu fimm sætunum yfir minnstu spillingu í heiminum en Ísland þar langtum neðar. Ísland á Evrópumet ef ekki heimsmet í aflandseignum.

Það lýsir ástandinu vel að þrír ráðherrar síðustu ríkisstjórnar voru uppvísir að slíkum eignum sem þeir reyndu að fela. Og einn þeirra er nú forsætisráðherra. Slíkt væri útilokað á hinum Norðurlöndunum.

Meðan yfirvöld líta frekar til Trump en hinna Norðurlandanna er engin von um bata.

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 14:58

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Hvað hefur þú fyrir þér að íslensk stjórnvöld líti frekar til Trump en hinna Norðurlandanna? Íslendingar eru yfirleitt alþjóðasinnar og undanfarin ár opnað á frjáls viðskipti við fleiri og fleiri heimshluta, t.d. í gegnum EFTA-samstarfið en líka eins síns liðs.

Ísland stendur yfirleitt vel á alþjóðlegum mælikvörðum þótt þér sé tíðrætt um einn þeirra. Ég efast um að það að moka meira fé í ríkishirslurnar sé til þess fallið að gera gott betra.

Geir Ágústsson, 29.6.2017 kl. 19:45

7 identicon

Geir, í samanburði við hin norðurlöndin stendur Ísland illa hvað alla stjórnsýslu varðar. Það eru þau lönd sem við eigum að bera okkur saman við. Allir innviðir eru hér illilega sveltir og jafnvel að hruni komnir. Til að ráða bót á því þarf að sjálfsögðu miklu meira fé.

Dálæti BBen á Trump er augljóst. Ekki nóg með að hann verji hann við hvert tækifæri, málflutningur hans líkist málflutningi Trump sífellt meira. Báðir gæta fyrst og fremst hagsmuna auðmanna. Það er hins vegar misjafnt hvernig það er gert í voldugasta ríki heims og einu hinu allra minnsta. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.6.2017 kl. 08:42

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Ég get alveg tekið undir að stjórnsýslan á Íslandi er ekki nógu góð.

Það eru alltof margar reglur sem krefjast alltof margra stofnana og embættismanna. Venjulegt fólk veigrar sér við ýmislegt af ótta við að "einhver lög" séu brotin.

Stjórnsýslan er líka þunglamaleg. Fólk stendur í löngum röðum til að endurnýja vegarbréf eða koma upplýsingum áleiðis á Þjóðskrá.

Öll þessi stjórnsýsla býður hættunni heim. Menn þurfa að þekkja réttu mennina til að fá skjóta afgreiðslu. Þingmenn hafa alltof mikið fé til umráða sem þeir veita inn á kjördæmi sín, sbr. Vaðlaheiðagöng og verksmiðjan við Húsavík. Fyrirbæri eins og byggðakvótar eru líka bara tæki sem ráðherrar geta notað til að kaupa atkvæði með. 

Sem dæmi um þunglamalega stjórnsýslu er meintur sjóður sem ríkið bjó til og átti að fara í uppbyggingu á ferðamannastöðum. Svo fáir komust í gegnum regluverkið í kringum þann sjóð að hann sat meira og minna eftir ónotaður. Og halda því þá fáir fram að ókeypis peningar freisti ekki margra.

Skatta þarf að lækka.

Kerfið þarf að einfalda.

Embættismönnum þarf að fækka.

Fólki þarf að veita meiri ábyrgð á eigin lífi. Fóstruríkið deilir ekki bara út gjöfum. Það rassskellir alveg jafnoft. 

Geir Ágústsson, 30.6.2017 kl. 13:30

9 identicon

Geir, viltu að innviðirnir hrynji? Þú hlýtur að sjá að til þess að koma í veg fyrir það þarf mikið fé. Það þarf því að auka skattheimtu hjá auðmönnum og tekjuháum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.6.2017 kl. 19:53

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Geir Ágústsson, 3.7.2017 kl. 14:01

11 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 "Geir, viltu að innviðirnir hrynji?"

Hvaða innviði meinarðu?

Vegakerfið?  Í það fer minnst af skattfénu.  Ekki einu sinni bara það sem fæst með veggjöldum.

Skólana?  Sama og að ofan.

Heilbrigðiskerfið?  Við höfum eitt dýrasta heilbrigðiskerfi á jörinni, en ekkert það besta.  Ég veit um bruðlið sem þar fer fram.

Eða stjórnsýzluna?  hvað eru nú mörg ráðuneyti?  12?  13?  Má það ekki hrynja nokkuð hressilega?  

"Þú hlýtur að sjá að til þess að koma í veg fyrir það þarf mikið fé."

Ekki eins mikið og þú heldur.

"Það þarf því að auka skattheimtu hjá auðmönnum og tekjuháum."

Ekki lýst mér á að vera flokkaður sem auðmaður aftur.  Sem hefur gerst.  Ég sem er á þannig launum að tekjurnar jukust þegar ég lenti á bótum tímabundið.

Fuck that shit, svo ég sletti.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.7.2017 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband