Mánudagur, 22. maí 2017
Pilsner-Grímur rifjar upp gamla takta
Íslendingar halda að með því að setja löglegan neysluvarning í hefðbundnar verslanir sé stórhættuleg og róttæk breyting. Svo er ekki. ÁTVR er með rúman opnunartíma, opið víða um land og jafnvel staðsett innan veggja matvöruverslana.
Það sem breytist með aðeins vestrænna fyrirkomulagi er að ríkið hættir að vasast í smásöluverslun, starfsmenn verða starfsmenn einkafyrirtækja og kaupmaðurinn á horninu getur aftur keppt við stórmarkaðina sem deila bílastæði með ÁTVR í dag.
Þingmenn ætla samt að láta þetta vefjast fyrir sér og margt er gert til að koma í veg fyrir að þeir geti gengið til atkvæðagreiðslu og afhjúpað afstöðu sína. Og það er hið furðulega í þessu máli.
Forsætisráðherra órólegur og roðnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.